Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Qupperneq 27

Samvinnan - 01.09.1950, Qupperneq 27
HIRTING (Framhald af bls. 5). „Hæ, gamli minn, til þessa ert þú nú loks- ins kominn heim.“ „En hvers vegna í ósköpunum ætti ég nú að fara að flengja hann?“ sagði Eðvarð og starði á björninn. „Við höfum aldrei gert það áður.“ „Vegna þess,“ sagði kona hans, „vegna þess, skilurðu það ekki, að það er það eina, sem við geturn gert. Ég ræð ekkert við drenginn.“ Orðin streymdu af vörum hennar, þau sóttu að manninum frá öllum hliðum, skullu eins og högg á þreyttu höfði hans. „Við höfum ekki ráð á því að hafa barnfóstru, og vinnu- konan hefur nóg að gera. Drengurinn er svo slæmur, að því verður ekki með orðum lýst. En þetta skilur þú ekki, getur það ekki, þú, sem situr á skrifstofunni allan daginn.“ Björninn á hillunni rak út úr sér tunguna. ESvarð hné niður á stól. „Með liverju á ég að hýða hann?“ spurði hann yfirbugaður. „Inniskónum," svaraði kona hans, um leið og liún kraup framan við bónda sinn til þess að leysa af honum rykug stígvélin. „Ó, Eðvarð, hefur þú enn þá hjólreiða- klemmurnar í buxunum og ert kominn inn í dagstofuna. Það er sannarlega. .. .“ „Nú er nóg komið," Eðvarð hratt henni næstum því frá sér. „Láttu mig hafa inni- skóna.“ Hann gekk upp stigann. Honum fannst hann vera fastur í einhverri koldimmri gildru. Og nú ætlaði hann að hýða Dick. Já, í fjandans nafni vildi hann berja einhvern. — Guð minn góður! Hvílíkt líf. Augu hans voru enn þá stirð og sár af vegarrykinu, og handleggirnir héngu þungir niður með síð- unum. Hann opnaði dyrnar að litla herberginu hans Dicks. Drengurinn stóð á náttskyrtunni á miðju gólfi. Þegar Eðvarð sá hann, fylltist hjarta hans ofsalegri bræði. „Nú, nú, Dick. Þú veizt til hvers ég er kominn,“ sagði faðir hans. Dick svaraði ekki. „Ég er kominn til þess að hýða þig.“ Ekkert svar. „Lyftu upp náttskyrtunni.“ Dick leit á föður sinn og blóðroðnaði. „Verð ég að gera það?“ hvíslaði hann. „Flýttu þér,“ sagði Eðvarð og kreisti skó- inn í liendinni og sló síðan Dick þrjú högg með honum. „Þarna fékkstu það, sem ætti að geta kennt þér að vera þægur við hana mömmu þína.“ Dick stóð kyrr og laut höfði. „Flýttu þér í rúmið,“ skipaði faðir hans. En drengurinn hreyfði sig ekki. Með titr- andi röddu sagði hann: „Ég á eftir að bursta tennurnar, pabbi.“ „Hvað?“ Dick leit upp, varir hans titruðu, en aug- un voru þurr. Hann hafði hvorki kveinkað sér né tárfellt. Nú kingdi hann og sagði með óftyrkri röddu: „Ég er ekki búinn að bursta tennurnar enn þá.“ Eðvarð sneri sér undan, hann þoldi ekki að horfa á litla andlitið, og án þess að vita fyllilega livað hann gerði, hljóp hann út úr heiberginu, niður stigann og út í trjágarð- inn. Hvað hafði hann gert? Hann gekk lengra og lengra og faldi sig í skugga peru- trésins fast upp við limgirðinguna. Hann hafði flengt Dick, barið litla pattann sinn með skó, — og hvérs vegna? Hann hafði raunar enga hugmynd um það. Hann hafði ráðizt inn í herbergið til litla drengsins, þar sem hann stóð í náttskyrtunni. Faðir Dicks stundi og greip í limgirðinguna. Og dreng- urinn grét ekki. Felldi ekki eitt einasta tár. Ef hann hefði grátið eða orðið reiður, það hefði verið rniklu þolanlegra. En þetta. Hann hafði aðeins sagt: „Pabbi.“ Og hvað eftir annað hljómaði þetta eina orð, hvíslað með titrandi röddu, í eyrum föðurins. Að dreng- urinn skyldi fyrirgefa þannig án þess að segja orð. Aldrei mundi hann geta fyrirgefið sjálfum sér, aldrei. ístöðulaus vesalingur var hann, vesalt flón. Illmenni. Og allt í einu stóð honum nú svo skýrt fyrir húgarsjónum, þegar Dick datt ofan af hnénu á honum einu sinni, þegar þeir léku sér saman, og tognaði í úlnliðnum. Þá hafði hann ekki grátið held- ur. Og þessa litlu hetju hafði hann nú barið. Eitthvað varð hann að gera. Hann gekk til baka inn í húsið, upp stigann og inn í herbergið til Dicks. Litli drengurinn lá í rúminu sínu. í hálfrökkrinu sást dökkur koll- urinn hans með slétta liárinu svo greinilega á hvítum svæflinum. Hann lá alveg kyrr og grét ekki fremur en áður. Eðvarð lokaði dyr- unum og laut niður að honum. Mest langaði hann til þess að falla á kné við rúm Dicks, gráta og biðja sjálfur um fyrirgefningu. En slíkt gat hann þó auðvitað ekki gert, slíkt mátti hann ekki gera. Honum var svo undar- lega óhægt innan rifja, eins og einhver krumla væri að kreista hjartað í brjósti hans. „Ertu ekki sofnaður enn þá, Dick?“ spurði liann lágt. „Nei, pabbi.“ Eðvarð settist á sængurstokk drengsins. Dick liorfði á föður sinn á milli löngu brá- háranna. „Er nokkuð að, stúfur minn?“ hvíslaði Eð- varð. „Ne-ei, pabbi,“ sagði Dick. Eðvarð rétti fram hendina og tók litla heita hnefa drengsins í lófa sinn um leið og hann sagði óskýrri röddu: „Þetta er liðið, búið. Þú skilur það. Við gleymum þessu, og það skal aldrei korna fyrir aftur. Skilurðu mig?“ „Já, pabbi." „Og svo skulum við bara vera glaðir," s.igði Eðvarð, „og láta sem ekkert hafi í skor- izt “ Og sjálfur reyndi hann svo vel sem honum var unnt að líkja eftir hlátri. „Við gleymum öllu, öllu. Er það ekki? Drengurinn minn, litli stúfurinn. .. .“ Dick lá kyrr í hvílunni sem áður. Þetta var hræðilegt. Faðir hans reis á fætur og gekk út að glugganum. Nú var næstum aldimmt úti í trjágarðinum. Vinnukonan var þar að safna saman nokkrum stykkjum af hvítu líni, sem breidd höfðu verið á runna í garðinum, vafði þau saman og hlóð á handlegg sér. Á ómælis- djúpi himinhvolfsins tindraði kvöldstjarnan. Stórt, dökkt gúmmítré bar við kvöldhimin- inn, og löng blöð þess hreyfðust fyrir aftan- blænum. Allt þetta sá Eðvarð meðan hann leitaði að peningum í buxnavasa sínum. Hann fann peningana, valdi úr þeim nýjan gljáfagran smápening og gekk aftur til Dicks. „Eigðu þennan, litli karlinn minn. Kauptu þér eitthvað fyrir hann,“ sagði Eðvarð blíð- lcga og lagði peninginn á svæfilinn hjá Dick. En gat þetta, — jafnvel Jrótt gljáfagur pen- ingur væri, á nokkurn liátt friðþægt fyrir það, sem skeð hafði? Áhaldakassinn Sjá bls. 26. Þ. A. þýddi. 27

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.