Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Page 30

Samvinnan - 01.09.1950, Page 30
izt því að kveinka mér, þegar við það hefur verið komið. — Og enn er sárið ógróið og blæðandi, Elísabet. Eg verð að játa það, eins og það er. Og líklega verður það ávallt svo, meðan eg liii, því að eg er nú einu sinni svona gerður. — En samt get eg aldrei sleppt þér, Elísabet, því að án þín væri allt mitt líf einskis virði. — En mér hefur alltaf verið það ljóst, að þú varst réttborin til mikils hlutskiptis í heim- inum — að þú hefðir átt að ganga að eiga einhvern þann, sem hefði getað boðið þér betri kjör og hærra sæti en eg hef orkað. — Og þegar þessi hugsun hefur sótt á mig — og það hefur hún vissulega gert bæði oft og einatt — hef eg orðið hatursfullur við heiminn og vondur og tortrygginn í þinn garð. — Þótt þú hafir verið eiginkona mín, Elísabet, öll þessi ár, hef eg aldrei getað trúað því statt og stöðugt, að eg einn ætti þig í anda og sannleika, unz það, sem þú hefur sagt mér á þessari stundu, hefur — guð veri lofaður — gefið mér trúna og vissuna. — Víst hef eg ekki verið nógu sterkur — ekki eins sterkur og þú — og þó skal guð vera mér til vitn- is um það, að eg hef tíðum barizt erfiðri baráttu við þenn- an veikleika minn,“ hrópaði hann að lokum, fölur af geðs- hræringu og lagði báðar hendur um herðar henni. Hún fann, að karlmennið skalf af ofurmagni tilfinninga sinna, og henni vöknaði um augu. En allt í einu losaði hún sig mjúklega úr faðmlagi hans og gekk inn í hliðarherbergið. En hún kom aftur til hans að vörmu spori með gamalt og gulnað blað í hendinni, sem hún rétti manni sínum um leið og hún sagði: „Þetta er bréfið, sem eg skrifaði sjóliðsforingjanum, nóttina, sem eg flúði úr húsi foreldra hans.“ Hann horfði forviða á hana, en tók þó við miðanum og leit hikandi á hann. „Frú Beck færði mér þetta bréf aftur nú á dögunum. — I.estu það, Sölvi.“ „Fyrirgefið mér, en eg get ekki orðið konan yðar, því að hugur minn er öðrum bundinn. — Elísabet Raklev." —, stafaði hann úr hinni stóru og stirðlegu skrift unglingsins. Hann settist á eldhúsbekkinn og las miðann aftur í hljóði. Hún stóð álút frammi fyrir honum og leit ýmist á bréfið í höndum lians eða horfði beint framan í hann. „Hvað stendur þarna, Sölvi,“ spurði hún að lokum, þegar þögn hans dróst á langinn. — ,„Hvers vegna gat eg ekki orðið kona Becks sjóliðsforingja?“ — „Því að hugur minn er öðrum bundinn," stamaði hann eins og annars hugar og leit upp til hennar með tár- votum augum. „Nei, Sölvi. — Ekki þinn hugur, heldur minn. — Það var eg, sem elskaði annan mann, stendur í bréfinu. — Og hver var sá maður, Sölvi?“ „Drottinn launi þér það, Elísabet! — Það var eg, sem þú áttir við!“ sagði hann og dró hana niður í fang sér. Drengirnir voru orðnir þreyttir á biðinni þarna niðri við bátinn, einkum var Pokagægir orðinn óþolinmóður, því að hann fann það glögglega á sér, að komið var langt fram yfir matmálstíma. Strákarnir höfðu þegar farið fram lijá þeini aftur á leið heim úr skóla, og búið var að hringja hafnarverkamennina til hádegisverðar. Hann stóðst nú ekki lengur mátið, en laumaðist burt af verðinum. Öllum að óvörum birtist skyndilega litli hrokkinkollurinn hans í 30 dyragættinni, og skýr og glöð augun í rjóða og svitastokkna andlitinu skimuðu íhyglislega um eldhúsið. Foreldrar hans sátu harla ánægjuleg á svip á bekknum, en því miður var augljóst, að enginn pottur var sjáanlegur á lilóðunum kom allur inn úr dyrunum, en engu var líkara en gáska- svipurinn væri allur strokinn af honum í einu vetfangi og og meira að segja var þar engan eld að sjá. Litli hnokkinn hann spurði kjökrandi: „Eruð þið búin að borða? — Eigum við Gjert engan mat að fá?“ Móðir hans spratt skelfd á fætur. — „Ósköp er að vita þetta, frænka!“ hrópaði hún. — „Klukkan er langt gengin í eitt, og ekki búið að setja upp matinn!" Hún flýtti sér inn í herbergið til sjúklingsins, en Pokagægir lét strax huggast, þegar liann sá, að bráðasta hættan var um garð gengin. Kristín frænka hafði fundið það á sér, að eitthvað alveg sérstakt liafði verið á seyði hjá hjónunum þarna frammi í litla eldhúsinu liennar, og hafði því látið hjá líða að kalla á Elísabet til þess að láta hana vita, hvað tímanum leið. — „Og nú er hann að gera að gamni sínu við Hinrik litla. — Það er undarlegt að aldrei hef eg heyrt hann hlæja fyrr en þetta!“ Þegar Elísabet færði lienni matinn á sængina, leit hún á liana rannsóknaraugum. — „Hefur nokkuð komið fyrir?“ spurði lnin milli vonar og ótta. Elísabet gekk skyndilega að rúminu sjúklingsins og faðmaði gömlu konuna að sér. — „Já, frænka!“ svaraði hún hrærð, — „það gleðilegasta, sem gerzt hefur á allri minni æfi!“ — En hún gaf henni engar nánari skýringar, enda var hún einskis spurð, en hraðaði sér aftur til starfa sinna í búri og eldhúsi. Gamla konan horfði íbyggin á eftir henni, kinkaði nokkrum sinnum kolli og tautaði: „Ojæja, ojæja!“ Matur var á borð borinn frammi í eldhúsinu os; drens;- O O irnir báðir tóku þegar hinir ánægðustu til óspilltra mál- anna og gerðu krásunum hin beztu skil. En faðir þeirra var ekki svangur og hafði enga eirð í sér við matborðið, heldur stóð rösklega á fætur og gekk léttstígur inn í sjúkra- herbergið. Hann settist á rekkjustokk gömlu konunnar og tók hlýlega um liönd hennar. Margt hafði hann að segja henni, enda dvaldist lionum lengi þar inni. fS ö g u 1 o k). /, 11 -----------------------------------=3 Ferguson dráttarvél er framtíðin Gæði FERGUSON dráttarvéla og verk- færa eru þjóðkunn. Áherzla lögð á að hafa til varahluti. Einkaumboð á ísland.i fyrir HARRY FERGUSON ltd. DRÁTTARVÉLAR h. f. Hafnarstrœti 23 — Reykjavík ---------- -------------

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.