Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Afgreiðslusími 3987. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 30,00. Prentsmiðjan Edda. Efni: Breytt viðborf í verzlunar- málum 3 íslenzk utanríkismál 4 Auður ættarinnar, saga eftir Gerald Kersh 7 Nýtt kaupfélag í Vestmanna- eyjum 9 Rís samgöngumiðstöð í Reykjavík? 10 Samvinnan, ríkið og einka- framtakið 12 A förnum vegi 13 Erindreki SÍS 14 Samvinnufréttir 15 Helen Keller 16 Sjónvarp í skurðstofunni 17 Konurnar og Samvinnan 18 Heilræði fyrir bílstjóra 20 Endurgreiðsla, ekki tekjur 20 Kossaþraut prestsins 21 Jónas Baldursson 24 Gæsastelpan 28 XLV. árg. 3. hefti MARZ 1951 SMÁSAGNAKEPPNI Samvinnunn- ar hefur þegar vakið mikla athygli, enda eru boðin verðlaun, sem eru ó- venjulega glæsileg. Mun marga fýsa að komast í ferð til Miðjarðarhafs- ins með „Hvassafelli“ eða „Arnarfelli“ og er ógerningur að spá um það, hver ferðina hlýtur fyrir smásögu sína. Það er viðurkennt af kunnugum, að ekkert sé líklegra en að einhver ó- þekktur snillingur, sem ekki hefur birt einn stafkrók eftir sig, skrifi svo góða smásögu, að hann geti hreppt verðlaunin, þótt hinir reyndari rit- höfundar hafi að sjálfsögðu mikið forskot í þessum efnum. ÁHUGI MANNA á samkeppni þess- ari er þegar tekinn að birtast, því að fyrsta smásagan barst þrem dögum eftir að febrúar heftið kom út. Eru þeir, sem ætla að senda sögur, minnt- ir á að senda nöfn sín með í lokuðu umslagi, en merkja bæði handritið og umslagið einhverju dulnefni. Hand- ritin þurfa að berast ritstjórn Sam- vinnunnar í Sambandshúsinu, Reykjavík, fyrir 1. maí næstkomandi. Þau handrit, sem ekki hljóta verð- laun, verða að sjálfsögðu endursend. ef þess er óskað. MARGIR LESENDUR hafa spurt, hver tekið hafi myndirnar, er fylgdu viðtalinu við yngstu kynslóðina í síð- asta hefti. Féll sú skýring niður af vangá, að myndirnar væru erlendar,. flestar teknar af Constance Bann- ister. FORSÍÐUMYNDIN frá Vestmanna- eyjum er eftir Guðna Þórðarson, og- tók hann einnig myndina af kaupfé- lagshúsinu í Eyjum. Aðrar myndir eru eftir ýmsa innlenda og erlenda. ljósmyndara. SMÁSAGAN í þessu hefti er eftir enska rithöfundinn Gerald Kei’sh, og' hefur Andrés Kristj ánsson blaðamað- ur þýtt hana. Hefur Andrés látið fylgja söguixni stutt æviágrip höfund- arins, og fer það hér á eftir: Gerald Kersh er eitt hinna nýrri. nafna í brezkum bókmenntum frá árunum milli styi-jaldanna. Hann er fæddur árið 1909. Hann gekk í fjöl- listaskóla og bar víða niður á akri ritaðs máls, unz fyrsta skáldsaga. hans kom út árið 1935, en hún skip- aði honum þegar ákveðinn sess á rit- höfundabekk. Síðan gaf hann út bók á hvei’ju ári þangað til síðari styrj- öldin brauzt út, en þá gerðist hanir stríðsfréttaritari. Eftir styrjöldina hefir hann aftur setzt að ritstörfupx. Hann hefur skrifað nokkur hundrúð smásögur, og efni þeirra og greina sinna segist hann fá við það aö „flakka um borgina án nokkurs á- kveðins takmarks, í frístundum sín- um,“ og það sýnir, að hann er fyrst og fremst blaðamaður. Hann er leik- inn og beinskeyttur í frásögn sinni og dregur ljósar og hvassar myndir í sögum sínum, sem stundum eru sárbeiskar í umgerð fábrotinnar lífs- reynslu, eins og sagan „Auður ættar- innar“ sýnir ljósast. Það tilkynnist liérmeð, að áskriftarverð Samvinnunnar hefur verið hœkkað úr kr. 25 á ári í kr. 30, en verð fyrir hvert eintak í lausasölu úr tveim krónum í fimm. Er rilið lil pess neytt að gripa til þessara ráðstafana vegna stór- fclldrar hcckkunar, sem orðið hefur á pappir og öllum öðnim tilkostnaði. Jafnframt þessu verður þó allmikil stœkkun á Samvinn- unni. Mun hún framvegis koma út 12 sinnum á ári, e.n hefur undanfarin ár komið út 7—10 sinnum. Þrátt fyrir þessa hœkkun mun Samvinnan vera lang ó- dýrasta timarit landsins, og kosta flesl sambærileg rit allt að helmingi meira. Er nú svo komið, að venjulegar slila- bcekur eru jafn dýrar og ritið var fyrir hœkkunina, og rná af því marka, hvert stefnt hefur á þessu sviði. 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.