Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 6
Mihilvccguslu viöburdirnir i sögu islcnzkra ut- anrikismála síÖasta áratuginn eru tvimaUalaust Ijátttakan i sameinuðu þjóðunum og Atlant.s- hajsbandalaginu. Að ojan scst Bjarni Benedikts- son ulanrikisráðherra undirrita Atlantshafssátt- málann, og að ncðan Thor Thors sendiherra undirrita sáttmála sameinuðu þjóðanna. Gcgnt honum situr belgiski stjórnmálamaðurinn Hcnri Spaak. Ráöherrar, sem farið hafa með' utan- ríkismál: Jón Magnússon, 191S—22. Sigúrður Eggorz, 1922—24, Jón Magnússöh, 1924—26. Jón 1‘orláksson, 1926—27, Tryggvi Þórhallsson, 1927—32, Ásgeir Ásgeirsson, 1932—34, Haraldur C.uðniundsson, 1934—38, Hermann Jónasson, 193S—39, Stefán Jólt. Stefánsson, 1939—40. Utanríki'sráÖherrar: Stefán Jóli. Stefánsson, 1940—42, Ólafur Tliors, 1942, Vilh'jálmur Þór, 1942—44, Óiafur Thors, 1944—47, lljarni Ilenediklsson, 1947 og siðan. svo sem með komu Jörundar hunda- dagakonungs, stafaði það af þeirri ein- földu ástæðu, að brezki flotinn var önnum kafinn í styrjöld við Napóle- on. Og brezkt herskip var það, sem batt endi á það ævintýri. í fyrri heimsstyrjöldinni bárust átök stórveldanna langt rit á Atlantshaf, þrátt fyrir flotaveldi Breta, en náðu þó ekki til íslands, nema hvað sigl- ingar landsmanna urðu fyrir skakka- föllum. I síðari heimsstyrjöldinni var tæknin, sérstaklega flugtæknin, orðin svo fullkomin, að fjarlægðir mældust í klukkustundum en ekki dögum. ís- land var skyndilega komið í þjóðleið milli heimsálfa, og var þannig dreg- ið inn í hrunadans heimsveldanna. Uv þeim leik virðist enn ekki aftur- kvæmt, ef það verður nokkurn tíma, og eru fslendingar ekki einir um þau örlög. Grundvöllurinn undir utanríkis- stefnu íslendinga allt fram í síðari heimsstyrjöld var hlutleysisyfirlýsing- in lxá 1918. í þeirri yfirlýsingu fólst ósk og von þjóðarinnar um að fá að lifa óáreitt og óvopnuð í friði, utan við allar deilur og styrjaldir. Sú ósk býr enn í hjörtum landsmanna, en vonin um að hún rætist hefur kuln- að mjög, og þjóðin hefur orðið að horfast í augu við staðreyndir, sem vísa aðrar leiðir. Þegar Bretar hernámu ísland í maí 1940, var því hernámi harðlega mót- mælt af ríkisstjórninni í samræmi við hlutleysisyfirlýsinguna. En aðeins einu ári síðar höfðu þeir viðburðir gerzt, sem leiddu til fyrsta skrefsins frá þeirri stefnu. Snemma sumars 1941 var ríkisstjórninni tilkynnt, að Bret- ar þyrftu að nota herlið sitt á íslandi annars staðar, en Bandaríkjamenn mundu lúsir til að taka við vörnum landsins. Þá þótti ríkisstjórninni og alþingi ógerningur að landið yrði með öllu varnarlaust og hlyti örlög Noregs og Danmerkur. Var því valinn sá kostur að gera herverndarsamn- inginn við Bandaríkin. Með þessum samningi hófst náin samvinna milli íslendinga og banda- manna, sem þá voru, og eftir styrjöld- ina við lýðræðisríki Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Hefur þessi samvinna komið fram í þátttöku ís- lendinga í sameinuðu þjóðunum og margvíslegu öðru alþjóða samstarfi, afstöðu til mála innan bandalagsins, þátttöku í efnahagssamstarfi Evrópu- landa, er byggist á Maishallaðstoð- inni, greiðslubandalagi Evrópu, Ev- rópuráði og síðast en ekki sízf At- lantshafsbandalaginu. Þetta eru þau skref, sem sex ríkis- stjórnir liafa stigið, og notið til þess stuðnings mikils meirihluta alþingis. / þessu felst utanrikisstefna íslend- inga: Stuðningi við sameinuðu þjóð- irnar og frið i heiminum d grundvelli laga og réttar, stuðningi við félags- öryggi, samvinnu við hinar vestrœnu lýðrœðisþjóðir og sér i lagi Norður- landaþjóðirnar. Þessi utanríkisstefna hefur þó verið bundin nokkrum skilyrðum, sem markast af sérstökum aðstæðum ís- lendinga. Þjóðin hefur ekki tekið upp vopnaburð og hún neitaði í síðustu styrjöld að segja nokkurri þjóð stríð á hendur, þótt það gæti hraðað inn- töku hennar í sameinuðu þjóðirnar. Islendingar hafa síðan neitað að taka á sig nokkrar skuldbindingar, er helðu í för með sér vopnaburð. I öðru lagi liafa íslendingar neitað að leyfa hersetu í landi sínu á lriðar- tímum, liafa synjað beiðni Banda- ríkjanna um leigu á herbækistöðvum til 99 ára, og tóku það fram við undir- skrift Atlantshafssáttmálans, að þeir teldu sig ekki skuldbundna til að leyfa öðrum þjóðum að hafa her í landinu. Island er því ekki aðeins vopnlaust heldur algerlega óvarið land, og hafa staðið um þetta nokkrar um ræður undanfarna mánuði, hvort sem þær kunna að vera undanfari breytinga í þessum efnum eða ekki. Um það liggja engar upplýsingar fyrir. ÓNÓGAR UPPLÝSINGAR. Svo sem vænta má um jafn mikil- væg mál, eru menn ekki á einni skoð- un um stefnu og stjórn utanríkismál- anna. Einn af fjórum stjórnmála- flokkum landsins er algerlega á önd- verðum meiði við þá stefnu, sem fylgt hefur verið, og nokkur samtök hafa verið um andstöðu gegn ein- stökum atriðum hennar, svo sem þátt- töku í Atlantshafsbandalaginu. Þá eru til þau öfl í landinu, er \ilja ganga allmiklu lengra á þeirri braut, sem farin hefur verið, en gert er. (Framh. á 23. siðu) 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.