Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Side 13

Samvinnan - 01.03.1951, Side 13
bæði við ríkisfyrirtæki og samvinnu- fyrirtæki. Bæði byggjast á grundvall- arreglunni um eign fjöldans. En það er mikill munur á „sameign“ ríkisfyr- irtækis eða samvinnutyrirtækis. Hið fyrra er þvinguð sameign með mynd- un fyrirtækja, er bafa einokunarað- stöðu á vegum ríkisins. Hið síðara er byggt upp af gagnkvæmri samvinnu rnnan ramma efnahagslegs frelsis. SAMVINNAN í SVISS. I Sviss hafa áhrif ríkisrekstursins náð lengra en í mörgum öðruni lönd- um inn á svið efnahagslífsins, þar sem opinber rekstur hentar vel að ein- hverju eða öllu leyti. Þannig eru póstur, sími, ritsími, járnbrautir og sporvagnar aðallega rekin af ríki, fylkjum, bæjum eða sveitum. Síðan 1947 hafa flugsamgöngur verið sam- einaðar í eitt fyrirtæki með þátttöku ríkisins og fylkjanna. Meira en helm- ingur raforkuframleiðslunnar og 75% dreifingar hennar eru í höndum ríkis- ins. Gasstöðvar eru svo til alls staðar eign sveitarfélaga. Þrír fjórðu hlutar timburiðnaðarins eru eign ríkis eða bæja. I bankamalum hefur ríkið bein yfirráð yfir fyrirtækjum, þar sem 43,3% alls fjármagns, sem lagt hefur verið til bankastarfsemi, ei niður komið. Framleiðsla og sala á salti er einkasala á valdi fylkjanna. Fauquet skiptir hagkerfum nútimans i fjögur sviÖ, sviÖ rikisins, sviö einkafjármagnsins, sviÖ eiginlegs einkaframtaks og loks svið samvinn- unnar. Hver er nú afstaða hinna frjálsu samvinnufélaga til ríkisins, sem hef- ur svo víðtæk áhrif á efnahagskerfið? Urn þetta efni fórust Dr. Max Weber, stjórnarformanni VSK-sam- bandsins, svo orð á þingi sambands- ins 1949: „Samvinnan er eldra form sameignar en ríkið, og mér liggur við að segja, að hiin sé œðra form, þar sem hún byggist á frjálsum vilja þátt- takenda. Það er rétt, að hún er veik- ara form sameignar, af því að hún notar ekki þvingun. En við samvinnu- menn verðum að játa, að ríkið er ó- hjákvæmileg nauðsyn, ekki aðeins sem lögregluríki með því hlutverki að halda uppi lögum og rétti, heldur einnig sem félagslegt ríki, velferðar- ríki. Við viljum takmarka afskipti ríkisins við þau svið, þar sem það er fullkomnara en nokkurt annað form mannlegs framtaks eða er óhjákvæmi- legt, þar eð einhverju takmarki verð- ur ekki náð án opinberrar þvingunar. Ríkisafskipti eru hentug, þar sem þörf er á sterku ríkisfyrirtæki með einokunaraðstöðu til að framkvæma á skynsamlegan hátt einhver verk. En þar sem fullnægja þarf þörfum og óskum einstaklinganna, er samvinnan fullkomnari. Samvinnufyrirtæki geta starfað með nreiri hraða og veita meira svigrúm bæði varðandi fram- leiðslu og neyzlu. Við tökum því ekki þátt í barátt- unni gegn ríkinu og ríkisafskiptum, en látum því eftir þau hlutverk, sem því fara bezt úr hendi. En við höfum nánar gætur á rnörk- um þess, er hlutverki ríkisins lýkur, og við taka samvinnan og önnur form framleiðslu og verzlunar, og við mun- um verða harðir í horn að taka, ef ríkið fer yfir þá markalínu. Við erurn ennfremur sjálfum okkur samkvæmir og krefjumst engrar aðstoðar af rík- inu, en aðeins svigrúms til að þróast.“ Jfc onxum vecji Skinnaverksmiðjan IÐUNN á Ak- ureyri hefur nýlega byrjað framleiðslu á sólaleðri, og er þetta alger nýung hér á landi. Hefur reynslan þegar sýnt, að sólaleður úr íslenzkum húð- um er mjög vel fallið í allan léttan skófatnað. Þessi framleiðsla mun bæta úr brýnni þörf, þar eð oft hefur verið skortur á sólaleðri í landinu undan- farin ár vegna gjaldeyrisörðugleika. IÐUNN starfar í tveim deildum, sútun og skógerð. Á síðastliðnu ári voru sútuð 272 000 kg. af ýmis kon- ar luiðum og skinnum, en það skipt- ist þannig: 8 364 nautgripahúðir, 5 012 Iirossa- og tryppahúðir, 28 980 sauðskinn, 1 055 gærur loðsútaðar, og loks 956 skinn af ýmsum öðrum tegundum. Úr þessu framleiddi verksmiðjan ýmsar tegundir af skinnum og leðri, svo sem hanzaskinn, fataskinn, hús- gagnaleður, söðlasmíðaleður, tösku- leður, bókbandsskinn og boxcalb, chevreaux og vatnsleður til skógerð- ar. Við þetta bætist svo sólaleðrið, sem áður er getið. Skógerðin framleiddi á síðastliðnu ári 42 305 pör af allskonar skóm, karla, kvenna og barna. Báðar juku verk- smiðjurnar framleiðslu sína frá árinu 1949. Við sútunina vinna nii 34 menn og við skógerðina 62. Greiddu þessar verksmiðjur samtals tæpar tvær milljónir króna í vinnulaun á síðast- liðnu ári. Fyrsti vísirinn að skinnaverksmiðj- unni IÐUNNI var Gæruverksmiðja SÍS, sem lióf starfsemi sína 1923. Siit- un skinna og húða hófst 1935, og hef- ur starfsemin stóraukizt síðan. Um skeið var nokkuð flutt rit af fata- skinnum fyrir gott verð, og er enginn vafi talinn á þ\í, að hægt er að selja íslenzk skinn í stórum stíl erlendis, en til þess þyrfti verksmiðjan nokkuð aukinn vélakost. Undanfarin ár hef- ur notkun húða og skinna aukizt rnjög í landinu til skógerðar og ýmis kon- ar iðnaðar. 13

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.