Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 14
(^rindreli S J). Hefur flutt 308 ræður fyrir 31990 manns Islenzkir samvinnumenn höfðu snemma góðan skilning á því, að þeim var lífsnauðsyn að koma skoðunum sínum á framfæri við sem flesta lands- menn. Þeir lögðu því í öndverðu á- herzlu á fræðslustarf hvers konar, og liðu aðeins örfá misseri frá stofnun fyrsta kaupfélagsins, þar til einn af brautryðjendum þess hafði tekizt á hendur fyrirlestraferð um félagssvæð- ið og bar sú för ríkulegan ávöxt. Þessi frumherji var Jón Jónsson í Múla, ferð hans var um vestursveitir Suður- Þingeyjarsýslu, og ávöxturinn varð allveruleg áhrif á stofnun Svalbarðs- eyrarfélagsins. Jón í Múla varð þann- ig fyrsti erindreki íslenzku samvinnu- félaganna. Fleira gerðu Þingeyingar á vett- vangi fræðslustarfseminnar, en nokkr- um árum síðar var stofnað þing- mannasambandið svokallaða (1895) og var það nær eingöngu fræðslusam- band. Þegar Samband íslenzkra sam- vinnufélaga var stofnað, voru fræðslu- málin enn hátt á baugi, og var hafizt handa um útgáfu tímarits. Ekki var þó starfi Jóns í Múla haldið áfram fyrr en 1912, en þá var Sigurður Jóns- son í Yztafelli fenginn til að ferðast um landið og flytja fyrirlestra. Sig- urður tókst þetta starf á hendur, enda þótt hann væri kominn af léttasta skeiði. Fór hann víða um land og flutti erindi um samvinnustefnuna. Þótti mönnum mikið koma til mál- flutnings þessa bændahöfðingja, og duldist engum, að hugur fylgdi máli, er hann talaði. Varð mikill árangur af starfi Sigurðar. Eftir að Sigurður varð ráðherra, féll erindrekastarf nið- ur að mestu um nokkurra ára bil. — Þegar kom fram á þriðja tug aldar- innar, réði sambandið tvo menn til fyrirlestrastarfs. Voru það þeir sonur Sigurðar, jón Sigurðsson í Yztafelli, og Sigurður Jónsson skáld á Arnar- vatni. Fór Jón víða 'um land og hélt fyrirlestra og umræðufundi, og stóð kaupmönnum slíkur stuggur af starfi hans, að þeir söfnuðu ræðumönnum og liði á fundi hans suma. Eftir ferðir sínar skrifaði Jón hina kunnu hók, „Land og lýður.“ Síðari fyrirlesarinn, Sigurður á Arnarvatni, fór allmargar ferðir víða um land, en svo fór, að hann átti ekki heimangengt, og lögð- ust þá þessi störf enn niður um skeið. Nú líður fram yfir síðara stríð, unz hugsað er til samfellds fyrirlestra- halds á nýjan leik. Haustið 1946 var ráðinn erindreki Sambandsins ungur Vestfirðingur, Baldvin Þ. Kristjáns- son frá Hnífsdal. Hóf hann fyrir- lestraferðir sínar og annað útbreiðslu- starf þá um haustið og hefur unmð með atorku að þeim málurn síðan. Nú eru breyttir tímar fyrir erind- reka samvinnusamtakanna. Nú getur hann oftast komizt landshorna á milli á skömmum tíma, flugleiðis eða land- veg, og hann hefur sér til aðstoðar eitt stórvirkasta fræðslutæki nútím- ans, kvikmyndirnar. Baldvin hefur nú, á rösklega fjór- um árum, haldið 316 fundi víðs vegar um land, flutt 308 ræður og sýnt 642 kvikmyndir. Munu 31.990 manns hafa sótt fundi þessa eða 101 að meðaltali. Fundirnir hafa skipzt þannig á milli landshluta, að 113 hafa verið haldnir á Vesturlandi, 87 á Norðurlandi, 52 á Austurlandi og 64 á Suðurlandi. Hef- ur aðsókn að fundunum verið minnzt 15 manns, í annað skipti á deildar- fundi KRON í Reykjavík og í hitt skiptið í KoIIsvík í Rauðasandshreppi, þar sem aðeins þrjú ból eru í byggð. Fjölmennustu fundina hafa sótt yfir 300 manns, eitt sinn 400 að Lundi í Axarfirði, 350 á Patreksfirði, 310 á Vopnafirði og tvisvar 300 á Akureyri. Umræðuefni Baldvins hafa verið margvísleg, enda starfsenn og við- fangsefni samvinnufélaganna orðin ærið fjölbreytt. Haustið 1946 og árið eftir talaði hann oftast um Fram- kvæmdasjóð SÍS og verkefni hans, milli 70 og 80 sinnum, álíka oft um samvinnuttyggingar, 1948, og sýndi hann þá kvikmyndina „Válstándet brinner“ í hvert skipti, en hún sýnir algengustu fyrirbrigði eldsvoða og hvernig bezt er að snúast gegn þeirn. Var það Ursta fræðslustarfsemi á veg- um Samvinnutrygginga út á við. Þá kynnti Baldvin 1949 fyrirhugaða starfsemi „Andvöku“ sem líftiygg- íngafélags á samvinnugrundvelli og undirbjó fundi nýrra söfnunarum- boðsmanna í öllum landsfjórðungum. A síðastliðnu ári ræddi hann víðast, að sérstaklegu gefnu tilefni, um skattamál samvinnufélaganna, og hefur þá verið drepið á helztu um- ræðuefni erindrekans, en auðvitað eru þau mörg fleiri. Hann flytur til dæmis alloft söguleg fræðsluerindi á vegum skóla og ýmissa félagssamtaka utan samvinnuhreyfingarinnar, talar um konurnar og samvinnusamtökin og margt fleira, auk þess sem það hefur fallið í hans hlut að halda fjölmargar 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.