Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 9
Nýtf kaupfélag í Vesfmannaeyjum Félagar jbess eru þegar orðnlr 460 Vestmannaeyjar eru forn og mikill verzlunarstaður. Þar verzluðu Bret- ar mikið í trássi við boð og bann Danakonunga allt frá öndverðri fimmtándu öld langt fram á hina sextándu. Urðu þeir þá, eins og við- ar, að láta í minni pokann fyrir Hansakaupmönnum, en 1557 hófst konungsverzlunin svokallaða og stóð fram undir 1(500. Þótti verzlun í Evj- unum þá slíkt hnoss, að hún var leigð sérleigu fram til 1620. Árið 17S8 komst danska verzlunin (svonefnd Garðsverzlun) í eigu einstaks kaup- manns og hafði hann einokun allt fram til 1830. Þá var stofnuð Godt- haabsverzlun, sem síðar var nefnd Miðbúð, og 1846 var þriðja verzlunin sett á laggirnar, Júlíushaab eða svo- nefnd Tangabúð. Bjuggu nú Eyja- skeggjar við þessar þrjár selstöðu- verzlanir allt fram til aldamóta. Svo fór í Eyjum, sem víðar á land- inu, er Islendingar hugðust taka verzlunina í eigin hendur, að mönn- um virtist samvinnuhugsjónin vísa þá leið, sem greiðfærust yrði í þeim málum. Var myndaður vísir að kaup- félagi í Eyjum 1880, og hafði forustu í því máli Gísli Stefánsson í Hlíðar- húsum, faðir séra Jes Á. Gíslasoonar og þeirra systkina. Pantaði félag jíetta vörur fyrir félagsmenn, en átti við ramman reip að draga sökum andstöðu kaupmanna. Fimm árum síðar hóf Gísli verzlun fyrir eigin reikning og hélt henni til æviloka 1904. Pöntunarfélagið vaknaði til nýs lífs mn 1890, þá undir forustu Sigfúsar aljringismanns Árnasonar, og tókst J3\í að selja vörur sínar allmiklu ó- dýrari en kaupmenn gerðu. Munaði til dæmis 3 krónum á rúgmjölstunn- unni og 7,50 kr. á olíutunnunni, en fyrir skippund lisks gaf telagið 10 krónum meira en einstakir kaup- menn. Yar álagning kaupmanna á Jressum tímum svo mikil, að ýmsir einstaklingar pöntuðu sjálfir vörur sínar erlendis. Þá risu upp margar verzlanir íslenzkra kaupmanna á fyrstu árum þessarar aldar, svo að samkeppni varð meiri en áður, en fjarri var Jn í, að alþýða manna gæti við unað verzlunarhættina. Þrátt l'yrir mikla örðugleika lifði samvinnuhugsjónin með Vestmanna- eyingum, og voru stofnuð tvö kaup- félög á fyrri stríðsárunum, sem þó voru öllu nær því að vera hlutafélög, Jrótt Jxui bæru kaupfélagsnafn. Eftir styrjöldina, árið 1920, stofn- uðu \erkamenn í Eyjum Kaupfélagið Drífanda, og varð Jrað meðlimur í Santbandinu. Lifði ]>að röskan ára- tug, en átti við mikla erfiðleika að etja og hætti störfum á kreppuárun- um. Hafði [r;i risið upp í Eyjum all- ljölmenn stétt \erkamanna og sjó- manna, er hvorki átti jarðnæði eða bát ;i sjó, og byggðu því afkomu sína einungis á launum fyrir vinnii hjá öðrum. Áttu Jtessir menn í miklum vandraeðum á kreppuárunum, og þótti ærin Jaörf að eignast eigið kaupfélag. Var Jjví hafinn undirbúningur að stofnun nýs félags, og var Kaupfélag verkamanna stolnað 1931. Þetta kaupfélag dafnaði allvel fyrst í stað, en auk Jjess voru stofnuð önnur kaupfélög í Eyjunum, svo að Jrau störfuðu fleiri en eitt samtímis, og varð [rað að sjálfsögðu til að veikja þau. Árið 1940 voru félagar í Kaupfé- lagi verkamanna orðnir um 300, og félagið hafði keypt hálfgert verzlun- arhús á Kárastíg 6 og látið fullgera það. Hefur það liús síðan verið stækk- að með ])\ í að byggja ofan á ])að, og eru Jrar enn aðalstöðvar kaupfélags- ins í Eyjum. Árið 1945 var Kaupfé- lagi verkamanna veitt innganga í Samband íslenzkra samvinnufélaga. F.ltir seinni styrjöldina lenti Kaup- félagið í allmiklum fjárhagserfiðleik- um, og varð verulegur halli á rekstri |)css 1947 og æ síðan. Þegar sýnt þótti, að Jn í mundi \ art takast að sigrast á (Framh. á 23. siðu) AðalstöÖvar haupfclagsins i Eyjuin cru i [icssari byggingu. 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.