Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 15
Fyrir nokkru siðan héldu haupfélögin i Hafnarfirði og Keflavik sameiginlegt mót fyrir starfsfólk heggja og nokkra fleiri. Fór hófið fram i Hafnarfirði og pótti takast með ágœtum. Myndin er tekin /if borðhaldinu, og sitja peir i öndvegi kaupfélagsstjórarnir Ragnar Pétursson i Hafnarfirði og Ounnar Sveinsson i Keflavik. Við háhorðið eru einnig erindreki Sambandsins, Baldvin Þ. Kristjáns- son, og stjórnarmeðlimir beggja félaga. FYRSTU VÉLARNAR í hinni nýju ullarverksmiðju Gefjunar á Ak- ureyri voru nýlega teknar í notkun. Kru Jx.'Ua tvær svissneskar spunavélar tækifærisræður, bæði í sambandi við afmæh kaupfélaganna og af öðrum til- efnum. A flestum fundanna er mönnum boðið orðið að loknu máli erindrek- ans, til fyrirspurna og athugasemda, og hefir það oft leitt til fjörugra orða- skipta. Aðspurður um minnisstæð atvik í sambandi við fundahöldin og ferða- lögin, segir erindrekinn, að þau séu svo mörg, að það taki því ekki að fara að nefna nein sérstök. Hann hafi nú ferðazt um landið sem erindreki vet- ur, sumar, vor og haust af og til í rétt 6 ár — að vísu ekki alla tímann á veguin SIS — og því sé óhjákvæmi- lega margs að minnast. En í heild sé það einstakt ferðalán og ánægjuleg sanrskipti við fjölda elskulegs fólks, sem hann sé þakklátastur fyrir og voni að haldist. af mjög fullkominni gerð, og ein kemliivélasamstæða. Innan skamms verður vefstólum komið fyrir í nýja vélasalnum, og verða þeir 16 talsins. Unnið er ntt að því að fullgera Iiið nýja verksmiðjuhús Gefjunar, sem mun vera stærsta verksmiðjuhús á landinu. F.r það allt á einni hæð, nema ullarþvottastöðiji, sent er á tveim hæðum. Gólfflötur verksmiðju- salarins er 4400 fermetrar. Þegar þessi nýja verksmiðja verður öll tilbúin og tekin lil starfa, má fast- lega búast við því, að Gefjun geti aukið framleiðslu sína á prjónabandi og dúkurn, svo að ekki þurfi að vera skortur á þeim vörum í landinu. Frantleiðsla Gefjunar á árinu 1950 var sem hér segir: Dttkar 75.000 m. Teppi 2.317 stk. Stoppteppi 604 stk. Kambgarnsprjónaband 26.949 kg. Annað band 10.281 kg. Lopi 61.265 kg. Samtals var unnið úr 163.787 kg. ullar. Allmikil aukning varð á fram- leiðslunni frá árinu 1949, ef lopinn er frátalinn. Framleiðsla dúka jókst um 14.000 rnetra, framleiðsla stopp- teppa tvöfaldaðist, kambgarnsprjóna- band jókst um 5.000 kg. og annað band um 6.000 kg. Við Ullarverksmiðjuni Gefjun starfa nú 174 rnanns, en auk þess 20 við ullarþvottastöðina. Þá störfuðu að staðaldri 45 nranns við nýbyggingar verksmiðjunnar á árinu. Á síðastliðnu ári greiddi LHlar- verksmiðjan Gefjun 5.2 milljónir króna í vinnulaun, þar af 1.1 milljón við nýbyggingar. AÐALFUNDUR Kaupfélags Sigl- firðinga var haldinn 26. febrúar. Á lundinum áttu sæti 56 fulltrúar ásamt stjórn félagsins og endurskoðanda. Árið sent leið var vörusala félags- ins tæpar 4 milljónir króna og Itafði hún vaxið um 7% frá næsta ári á undan, að krónutölu. Svarar það ekki til hækkandi vöruverðs, svo að raun- verulega hefur vörusalan dregizt sam- an á síðasta ári. Tekjur félagsins af vörusölu urðu litlar. Reynt var að halda reksturs- kostnaði niðri eftir megni. Aðalfund- urinn ákvað að leggja 3% af viðskipt- um félagsmanna í stofnsjóð. Kaupfélag Siglfirðinga rekur eins og kunnugt er söltunarstöð í Siglu- firði. Síldarsöltun varð minni á árinu en efni stóðu til hjá svo stórri stöð, vegna allaleysis. Saltaðar voru 1269 tunnur. Brauðgerð félagsins starfaði allt ár- ið og nam sala hennar 620 þús. krón um. Helur félagið starfrækt þetta fyr- irtæki í liálft þriðja ár. í Kaupfélagi Siglfirðinga voru um áramótin 852 félagsmenn og hafði þeim fjölgað um 77 á árinu. Fimmtán manns störfuðu hjá félaginu um ára- mótin. * # # Matvæla- og landbúnaðarstofnun sameinuðu þjóðanna, FAO, telur samvinnufélög eitt mikilvægasta tæk- ið, sem til er í baráttunni fyrir bætt- um lífskjörum og fullkomnari frarn- leiðslu hvarvetna um heim. Hefur stofnunin tekið upp kynningarstarf- senti á fyrirkomulagi samvinnufélaga og sent erindreka til ýmissa landa í þeim erindum. 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.