Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 21
Kossaþraut prestsins Það var einu sinni sveitaprestur, sem var orðinn leiður á öllum þeim kossum, sem kvenfólkið í sókninni var ævinlega vant að reka honum eftir embætti. Hann komst aldrei út úr kirkjunni fyrr enn hann var búinn að kyssa hverja konu einn koss og sumar tvo eða þrjá; var honum oft illt í vörunum alla vikuna eftir. Presturinn vildi ekki með berum orðum hafa sig undanþeginn þessari kossaþraut, en hann hélt, að það mundi ekki verða vinsælt, því að séra Filippus, formaður hans, hafði haft þann sið að fara sjálfur upp í stólana að norðanverðu og minnast þar ræki- lega við hvern munn; enda var það á orði haft, hve sá maður var vara- þykkur. Var það svo orðin eins konar trú í sókninni, að það hlyti að vera eins heilsusamlegt fyrir kvenfólkið að kyssa prestinn í hempunni og það mundi vera ánægjusamt fyrir prest- inn að kyssa kvenfólkið í sparifötun- um. Presturinn vissi af þessu áliti í sókninni, en vildi nauðugur brjóta af sér hylli sóknarbarna sinna í nokkru tilliti. Var hann oft að hugsa um, hversu hann ætti að venja kvenfólkið af þessum ósið, en glata þó ekki góð- vild þeirra fyrir. Það var nú komið fram í páskaviku, og flest allir karlmenn voru suður með sjó, eins og vant er að vera um það leyti ársins, svo heima var ekki annað en tómt kvenfólk, og það ekki mjög kossalegt, því að áblástrar og munnákomur gengu í sveitinni. Prest- urinn sárkveið fyrir hátíðinni, þarna „arður“ á að koma endurgreiðsla. Vel færi á því, að Samband íslenzkra sam- vinnufélaga hlutaðist til um að þessi villandi heiti væru þurrkuð út úr bók- um kaupfélaganna. Með því væri of- urlítið spor stigið til þess að menn öðluðust réttari skilning á þessum málum. Hugtakaruglingur sá, sem hér hefur átt sér stað, og enn á sér stað, þarf að hverfa. Hann hefur verið, og er, bæði til skaða og skammar. þremur messudögum og kossadögum í rennu. A laugardagsnóttina dreymir prest- mn, að maður kemur til hans mjög svo munnófríður, og vildi fyrir hvern mun kyssa hann 301 koss. Prestur þykist segja: Minna má þó nægja, maður! En hvað heitirðu? Maðurinn svarar og skælir sig: Ég heiti Hrúðurkarl og á heima í Vörum. Við þessi orð hrekkur prestur upp með andfælum og þykist skilja, hvað þetta muni boða. En það þótti hon- merkilegast, að kossamergðin hans Hrúðkarls stóð einmitt heima við kvenfólkstöluna í sókninni. Það var nú tekið til messu á páska- daginn, og presturinn var þegar kom- inn í stólinn. Sér hann þá, hvar allir bekkir eru skipaðir tómu kvenfólki, en ekki áræddi hann að líta neðar á þær en til nefsins. Hann byrjar þá á því að segja þær velkomnar í kirkju í dag, og það megi vera hverjum presti hin mesta gleði að hafa ætíð sem flest af þeim fyrir tilheyrendur. Síðan Iegg- ur hann út af kostum þeirra og kven- dyggðum ýmsa vegu og fer þar um mörgum fögrum orðum. Segir hann meðal annars, að þær beri í flestu af karlmönnum og séu guði rnikíu geð- þekkari en þeir. Leiðir hann rök til þess af mörgum hlutum; en þó sé dagsins guðspjall ljósasti votturinn um það, að guð láti konur vera í fyrirrúmi fyrir karlmönnum, því að fyrst hafi hann látið soninn birtast fyrir konum upprisumorgun hans. Þegar stúlkurnar heyrðu þetta, fóru þær að líta upp og kippa sér í stólunum; en kerlingarnar fóru að hósta og drepa tungunni á varirnar. Prestur lætur nú dæluna ganga og sér, hvað þeim líður. Loksins snýr hann við blaðinu og segir: En hvers vegna ætli hinn upprisni hafi birzt konunum fyrst? Hvaða tilgang skyldi hann sérílagi hafa haft með því? Það er raunar auðséð, mínar elskanlegu, segir prestur, — og þegir um stund, en heldur síðan áfram: Hann þekkti kjmið og vissi af hverju verkefni það var gjört, og hann sá það fyrir, að eigi mundi þá lengi verða þagað yfir upprisunni. Þegar stúlkurnar heyrðu þetta, litu þær hver á aðra, og litu niður, en kerlingarnar bændu sig. Prestur lauk nú við embættið, en sagan segir, að um útgöngusálminn hafi hver kona haft sig burt úr kirkj- unni, en ekki hirt um að kyssa prest- inn, fremur en verkast vildi, upp frá því. En löngum sátu kerlingarnar eftir þetta um leiði séra Filippusar og ræddu um það, hvílíkt ljúfmenni hann hafi verið í lífinu, og liðugur á kossa. (Þjóðólfur 1851). í Sviss eru þrjú samvinnusambönd, neytendasambandið VSK, landbúnað- arsambandið, VOLG, og loks liið þriðja í Zurich, sem nefnist Concor- dia-sambandið. Þetta þriðja samband er skipað 53 samvinnufélögum, sem hafa 120 verzlanir. VSK hefur hins vegar innan sinna vébanda 568 sam- vinnufélög, sem hafa 2843 verzlanir í 1195 bæjum. Meðlimatalan er 534000, og á árinu 1949 endurgreiddu sam- bandsfélögin til meðlima sinna 42 milljónir franka. 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.