Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 7
Auiut tettarimar Smásaga eftir GERALD KERSH Vetrardag einn árið 1809 hafði bakari nokkur, Jan Ptysky að nafni, falið sig bak við brauðtrog og hafði þaðan í laumi nánar gætur á læri- sveini sínum, litlum og horuðum pilt- ungi, sem hét Wladislaw. Pilturinn var eitthvað að snúast umhverfis fat með hveitisnúðum. Jan Ptyskjr hélt niðri í sér andan- um. Wladislaw færði sig varlega nær fatinu. Umur hins ferska brauðs sveif á hann sem áfengur drykkur. Hann heykti sér í hnjám, leit snöggt og flóttalega til hægri og vinstri og gerði síðan nákvæmlega það, sem Jan Pry- sky hafði búizt við, — greip einn hveitisnúðinn og beit áfergilega stórt skarð í hann. „Jæja, karlinn,“ þrumaði Jan Pry- sky og spratt fram úr felustað sín- um. „Loksins hafði ég hendur í hári þínu, þorpari og þjófsungi.“ Hann var risastór maður með langt og snúið yfirskegg. Lærisveinn hans missti snúðinn og hrökk í kufung. Bakarinn reiddi tröllshnefa sinn til höggs og lét það ríða af. En Wladislaw vatt höfð- inu undan högginu, varpaði sér flöt- um á gólfið, smaug aftur á milli fót- anna á læriföður sínum og komst út um dyrnar með þeim fasta ásetningi að korna þar aldrei framar. Jan Piysky sneri sér eins hvatlega við og honum var unnt, en rak hönd- ina í hvasst hornið á málmbretti vog- arinnar og hruflaði sig ofurlítið. Eftir litla stund lægði reiði Jan Pryskys. Hann saug blóðið úr sári sínu, hirti brauðsnúðinn af gólfinu og át hann. Honum var meinilla við að Iáta nokkuð fara til spillis. Síðan gekk hann inn í íbúð sína og settist að miðdegisverði. Þrem dögum síðar tók hönd hans að bólgna. Fjórum dögum síðar kom þroti í handholið og þrautir herjuðu allan líkamann. Læknirinn sagði: „Vertu nú hughraustur, góði maður. Á orustuvellinum eru þeir ekki nerna tíu sekúndur að stýfa handlegg af manni.“ Hann var þó tvær mínútur og tuttugu sekúndur að taka hand- legginn af Jan Prysky, en hann full- yrti, að það væri aðeins sök Pryskys sjálfs, því að hann hefði ekki legið grafkyrr meðan á aðgerðinni stóð. Eftir þetta varð Jan Prysky að hafa iðnsvein við brauðgerð sína, en það endaði á þann veg, að sveinninn fór frá honum áður en langt leið, opn- aði brauðgerð við sömu götu og tók frá honum alla viðskiptavinina, sem hann hafði bundið kunningsskap við í starfinu hjá Prysky. Þar með var JanPrysky lagður að velli. Hann vissi nú ekki framar nokk- ur sköpuð ráð til að afla sér máltíðar eða næturstaðar og reikaði í örvænt- ingu um götur. Kvöld nokkurt stöðv- aði hann þó vel búinn göngumann á einni aðalgötu Varsjár, veifaði fram- an í hann tómri erminni og sagði: „Gefið gömlum hermanm skilding.“ Silfurskildingur féll í framrétta hönd hans. Svo auðvelt var það. Prysky hafði fundið sér hjargræðisveg. Seinna tók hann að kalla sig Jan Prysky, uppgjafahermann úr Poniatowsky- herfylkinu, og klæddist snjáðum og bættum hermannsfötum. En tímarnir voru erfiðir. Napóleon hafði fjölgað um of starfsgrein betl- aranna. Samt sem áður bjargaði Prv- sky sér ágætlega, því að hann var aðlaðandi maður. Svo giftist hann stúlku, sem hét Etelka. Hún var dótt- ir Pólaceks, sem lifði af því að skrifa „Taktu. aðeins við peningum, en láttu jbd aídrei af hendi. Karlmenn eru heimskingjar, en konur jbó enn fáráðari. Skriddu fyrir jpeim og jbér mun verða gefið báðum höndum", sagði Prysky við son sinn. 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.