Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 23
Utanríkismál... (Framh. af 6. siðu) Auk þessa eru þeir eðlilega til, seiri eru í aðalatriðum sammála þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið, en gagn- rýna ýms framkvæmdaratriði hennar. Má nefna það sem dæmi, að nýlega hefur verið hreyft gagnrýni á því, hversu tregir stjórnendur utanríkis- málanna eru til að skýra þjóðinni frá ýmsum viðburðum á þessu sviði. Er reynslan í þessum efnum sú, að menn fá oft gleggri fréttir af ýmsum atrið- um íslenzkra utanríkismála í erlend- um hlöðum en innlendum, og hvað eftir annað er það málgagn höfuð- andstæðinga utanríkisstefnunnar, sem fyrst segir fregnir af viðburðum eins og komu Eisenlioivers eða öðru slíku. Þá liefur það enn komið fyrir, að ís- lenzkur sendimaður á þingi samein- uðu ]jjóðanna gerði grein fyrir af- stöðu íslands til mála, sem geta ráð- ið úrslitum um heimsfriðinn, en ut- anríkisráðuneytið lét ungan og ó- reyndan fréttamann í New York ein- an um að túlka málið fyrir þjóðinni og aðeins eitt dagblaðanna hirti um að taka fréttina upp eftir honum. Árangurinn af þessu hirðuleysi um að upplýsa þjóðina vel og jafnóðum um þessi mál, er fyrst og fremst aukin tortryggni, en ri'jgberar fá frjálsar hendur og láta mjög til sín taka. Al- menningur fær iivergi nærri nógar upplýsingar, og má sem dæmi varpa fram þeirri spurningu, hversu margir landsmenn viti, hvort ísland greiddi atkvæði með eða móti þeirri tillögu á allsherjarþinginu að lýsa Kína árás- arríki, eða sat lijá við atkvæðagreiðsl- una. Þeir munu vera fáir, sem því geta svarað, nema helzt með ágizkun. Að sjálfsögðu er það margt í með- ferð utanríkismála, sem ekki er hægt að upplýsa jafnóðum og sjálfsagt að lialdið sé leyndu. En sú tíð, er öll þessi mál voru hjúpuð leyndarkyrtli, er löngu liðin. Það er ekki að ástæðu- lausu, að flestöll utanríkisráðuneyti lýðfrjálsra landa hafa stórar upplýs- ingadeildir og ráðherrar þessara rnála halda reglulega fundi með blaða- mönnum. Samband íslands við umheiminn hefur gerbreytzt á skömmum tíma. Þessi snöggu umskipti munu liafa djúp áhrif á þjóðlíf íslendinga og menningu, og það er ]rví mikilsvert mál, að liver hugsandi borgari geri sér ljósa grein fyrir því, sem gerzt hefur og gerast kann í Jjessum efnum. Helen Keller (Framh. af 16. siðu) svo mikið um. Eftir það sneri hún heim á leið og tók upp þráðinn þai sem hún áður hvarf frá við skriftir og fyrirlestra, baráttu fyrir þeim, sem bágt eiga. Hver sá, sem kynnist Helen Keller, beint eða óbeint, verður snortinn af lífsþrótti hennar, og hinni óbilandi trú á guð og menn. Mörgum verður á að hugsa: Úr því að þessi kona, blind og heyrnarlaus, getur haft slíkan lífs- þrótt og slíkt traust á manninn og til- veruna, hvað getum við þá sagt, sem ekki höfum orðið að heyja sambæri- lega lífsbaráttu við hana? Nýtt kaupfélag... (Framh. aj 8. siðu) erfiðleikum sínum, yfirtók Samband- ið eignir þess og skuldir á síðastliðnu ári. Annað kaupfélag, Neytendafélag Vestmannaeyja, hefur starfað í Eyjun- um undanfarin ár, og hætti það einn- ig störfum í sambandi við stofnun nýs kaupfélags á síðastliðnu ári, en Sam- bandið yfirtók einnig eignir þess og skuldir. Þrátt fyrir ýmsa örðugleika var mik- ill áhugi á samvinnumálum meðal Vestmannaeyinga, og var seint á síð- astliðnu ári stofnað nýtt kaupfélag á grunni beggja hinna fyrrnefndu, og tók hið nýja félag við eignum og skuldum Neytendafélagsins. Eru í hinu nýja félagi meðlimir úr báðum hinum eldri félögum, svo og aðrir, er áhuga hafa á samvinnumálum. Má bezt marka áhugann á því, að nú þegar eru félagsmenn hins nýja Kaupfélags Vestmannaeyja orðnir um 470. Hefur félagið opnað verzlanir í húsakynnum beggja hinna eldri fé- laga, og eru félagar hinir bjartsýnustu um framtíð félagsins, þar eð Vest- mannaeyingar geta nú allir lagt hönd á hinn sama plóg í þessum málum. Stjórn hins nýstofnaða félags skipa þessir: Þorsteinn Víglundsson, for- maður, Steingrímur Benediktsson, Gunnar Sigmundsson, Páll Eyjólfsson og Jón Stefánsson. Kaupfélagsstjóri er Jón Gunnarsson, sem áður var kaup- félagsstjóri á Borðeyri. Hefur hið nýja félag þegar sótt um inntöku í Samband íslenzkra samvinnufélaga, og framkvæmdastjórn Sambandsins hefur mælt með umsókninni, sem væntanlega verður afgreidd á næsta aðalfundi. Samvinnumenn um land allt munu óska hinu nýja félagi Jieilla, með þeirri von, að áhugi og trú Vest- mannaeyinga á samvinnustefnunni megi nú færa þeim þann ávöxt, sem þeir eiga skilinn. „Á þessu stigi sögunnar hefur manninum tekizt að ná fullkomnara valdi yfir náttúruöflunum en hann nokkru sinni dreymdi um. Hann hef- ur það á sínu valdi að leysa auðveld- lega vandamál hinnar efnislegu til- veru. Hann hefur náð valdi á villidýr- um. Hann liefur jafnvel náð valdi á skordýrum og bakteríum. Gullöld friðar og framfara blasir því við. En maðurinn á aðeins eftir að vinna sig- ur á síðasta og versta óvini sínum: sjálfum sér.“ — Winston Churchill. Samgöngumiðstöð (Framh. af 11. siðu) sagt, að slíkar stöðvar séu í raun réttri menningarstofnanir, því að þar mætast margir vegir, þar tengjast saman borg og byggð, þar hittast menn, segja tíðindi, mæla sér mót. Þegar þessi stöð kemst upp, verður hún allra vega mót, þeirra er um ís- land liggja, og margra er ná langt út fyrir landsteinana. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.