Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 28
Sögutok r- 7 GÆSASTELPAN Eftir Eric Linklater Ég beið nokkur augnablik rúmlega fjörutíu rnetra frá þeim, en enginn þeirra virtist veita mér atliygli. Þegar ég gekk til þeirra, urðu sumir þeirra vandræðalegir á svip, en John Norquoy, sem enn sat á hækjunr sínum, sagði við mig: „Þú hefðir ekki átt að koma og trufla okkur. Það var hreinasta unun að hlusta á hana.“ Ég tók telpuna upp og spurði iiana: „Um hvað varst þú að tala?“ „Ég var að segja þeim sögu,“ svaraði hún. Ég lyfti henni á háhest, en hún sneri sér til þeirra og kallaði: „Blessaðir og sælir!“ Þetta atvik var mér á móti skapi og olli mér síðar á- ityggjum, enda J)ótt ég vissi ekki gjörla hvers vegna. Ég sagði Lydíu og móður hennar frá þessu atviki, og að þær yrði að gæta stúlkunnar betur, Jrví að ég vildi ekki, að hún kæmist á legg með Jrá hugmynd í kollinum, að heim- urinn snerist allur um hana. Ég sagði, að mér mislíkaði að sjá börn halda slíka sýningu á sjálfum sér. „Ef til vill getum við sjálfum okkur um kennt,“ hélt ég áfram. „Við höfum alltaf látið svo rnikið með hana, dekrað of mikið við hana, liggur mér við að segja, og látið liana sjá, að við erum stolt af lienni. Við verðum að fara öðruvísi með hana, ef við eigum ekki að liafa slæm áhrif á hana.“ „Við gætum breytt okkar framkomu við hana hvernig sem við vildvm, án þess að hafa nokkur áluif á hana,“ svaraði Lydía. „Hvaða vitleysa," sagði ég. „Börn eru yfirleitt mótuð af Jrví, sem þeim er kennt. Ég hef sjálfur verið kennari . . “ Gamla konan greip frarn í fyrir mér og hló við: „Það Jrarf meira til en J)ig til Jress að gera venjulegan krakka úr Jressari telpu.“ Nú rann mér í skap og við rifumst alvarlega í fyrsta skipti. Okkur hafði orðið sundurorða fyrr, og Jrað stund- um með nokkurri heipt, en nú var um annað og meira að ræða. Nú létum við okkur um munn lara orð, sem áttu að særa og gerðu Jrað. Deilan stóð ekki lengi, en um nóttina, Jregar við Lydía vorunr orðin ein, tókst hún á nýjan leik. Að Jressu sinni var Jrað hún, sem byrjaði, og er ég sá, að hún var staðráðin í að koma af stað vandræð- um, — Jrað var grimmdarsvipur á henni og varirnar sam- an hnipraðar, — rak ég henni vænan löðrung, og tók hana síðan, áður en lnin gat áttað sig, setti hana á kné mér og húðstrýkti hana að gömlum sið með inniskó. Ein eða tvær vikur liðu, áður en hún fyrirgaf mér. Eða réttara sagt, áður en hún fyrirgaf mér á yfirborðinu. Ég Jrekkti hana allvel, Jregar hér var komið málum, og ég held hún hafi ekki erft við mig húðstrýkinguna. En hún hélt áfram fjandskapnum á yfirborðinu, Jrar til segja mátti, að deilunni lyki í þrátefli, til að Jrurfa ekki að játa ósigur. Svo blossaði ást okkar upp með nýjum ákafa í eina eða tvær vikur. Það var undir lok febrúarmánaðar, nokkrum dögum fyrir afmæli telpunnar, sem steggurinn kom aftur. Þá skildi ég, að ég hafði borið í brjósti ótta við að liann kæmi aftur, ótta, sem var eins og örið á lætinum, senr ég aldrei hugsaði um, nema þegar ég var Jrreyttur eða í hörkufrost- urn. Það \ oru snjójryngsli mikil og hafði skafið í stóra skafla. Vinna við vegina stöðvaðist og ég fékk því eins konar vetr- arleyfi. Það létti til og himinninn varð fagurblár. Landið lá kyrrt sem nár undir flekklausum snjóbreiðum, sem gáfu hverjum hól og hverri laut mýkt og fegurð fornra högg- mynda. Fjörðurinn, sem var á mörkum Jress að leggja, var dökkblárri en himinninn, og umgirtur hvítum rannna. Nokkrir svanir syntu inn víkina eins og litlir ísjakar. Á landi bærðist ekkert, en reykinn bar beint í loft upp tir reykháfum húsanna. Ég hafði gengið út með byssuna mína, völundarsmíð frá Holland verksmiðjunum, í þeirri von að rekast á liéra, sem enn kynnu að vera á ferli. Ég rakti slóð Jreirra og tókst að skjóta tvo. Ég var á heimleið, Jtegar ég kom auga á telp- una, í blárri kápu með bláa húfu, Jtar sem lnin stóð á lækj- arbakkanum, nokkuð hundruð metra frá húsinu. Það var hátt í læknunr og hann straumjrungur. Ég flýtti mér til hennar, gripinn svipaðri tilfinningu og maður sem festist í þyrnirunni, gramur og hræddur vegna Jress, að hún var Jrarna ein síns liðs. Hún sneri baki að mér og hélt höndunr fyrir aftan bak, eins og hún oft gerði. Ég sá ekki stegginn, fyrr en ég átti örfáa metra ófarna til lrennar. Hann var á sundi í örlitlmn polli við stíflu í læknunr, en jafnskjótt og hann sá mig, gekk hann á land og gekk greitt, Jrótt fætur hans væru klunnalegir á snjónum. Ég lrélt, að lrann ætlaði að ráðast 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.