Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Page 16

Samvinnan - 01.03.1951, Page 16
ÞEIR MUNU ekki vera margir hér á landi, sem kannast við nafnið Helen Keller. En daufdumbir um víða ver- öld þekkja hana, virða hana og elska hana, af því að Helen Keller er sjálf blind, heyrnarlaus og því nær mál- laus. Frægð hennar byggist á því, hvernig hún hefur ekki aðeins sigrazt á þessum erfiðleikum, heldur og unn- ið þrekvirki í baráttu fyrir bættri að- búð og betra lífi fyrir alla þá, er slík- ar byrðar bera á lífsins leið. HELEN KELLER hafði mál, heyrn og sjón með eðlilegum hætti fyrstu 18 mánuði lífsins. Þá varð hún, eins og önnur börn, hrædd við óvænt hljóð eða sýn og gat kallað á móður sína. Hún var gripin hörmulegum sjúkdómi, sem svipti hana sjón og heyrn, og þar af leiðir, að hún lærði ekki að tala. í fjögur ár voru myrkrið og þögnin ör- lög telpunnar, unz föður hennar tókst fyrir milligöngu uppfinningamanns- ins Alexanders Graham Bell að fá til hennar tvítuga stúlku að nafni Anne Sullivan. Þessari tvítugu stúlku tókst svo vel að kenna Helen, að innan mán- aðar gat hin sex ára gamla telpa gefið frá sér fyrstu hljóðin. Frá þeim tíma tók hún undraverðum framförum og lærði svo að segja alveg að tala, en það er fyrir daufdumb ámóta og að læra að leika á píanó og þurfa að æfa sig alla tíð á hljóðlausu hljóðfæri í myrkri, því að sjálf getur Helen Keller ekki heyrt þau hljóð, sem hún gefur frá sér. Helen gekk á Ratcliffe kvennahá- skólann og tók þar próf með ágætis- einkun, og fór nú brátt af henni frægðarorð. Vann hún um hríð fyrir kvikmyndir og leikhús, en hóf síðan fyrirlestra- og ritstörf sín, sem hún S)uipir iam tiái óamtíóarmanna: Helen Keller BÍLnd, keyrnalaus og nær mállaus hefur hún unnið stórvirki fyrir foá, sem f)jást. hefur orðið frægust fyrir. Hún hefur lesið óhemjulega mikið, og árum sam- an las hún, þar til hana verkjaði í fingurna. Les hún enn mikið á blindraletri, en einkaritari hennar les einnig mikið fyrir hana með því að stafa í lófa hennar (Sjá mynd). MARGAR BÆKUR liggja eftir Hel- en Keller, og þykir það undrum sæta, hversu víðtæka menntun konan hef- ur, bæði í stjórn- og félagsmálum og bókmenntum, og hitt augljóst, að sjálf er hún gáfuð með afbrigðum. Þá hef- ur hún með fyrirlestrum og ferðalög- um barizt fyrir betri aðbúð fyrir þá, ,sem bágt eiga, og fór einu sinni, svo að dæmi sé nefnt, til Japan til þess að vekja áhuga stjórnarvaldanna á meðferð og aðbúnaði blinds fólks þar í landi. En merkast við þessa konu þykir þó vera það fordæmi, sem hún hefur gefið öllum þeim, er við svip- aða erfiðleika eiga að etja og hún hef- ur yfirstígið. Þrátt fyrir hina hörðu lífsbaráttu sína hefur hún óbilandi trú á hinu góða í fari mannsins og dáir fegurðina, sem hún hefur svo lít- Hér sjást j>œr tala saman, hin blinda og heyrn- arlausa Helen Keller, og Polly Tliomson. ið getað notið sjálf, Hún verður að nota þau skilningavit, sem hún hefur óbiluð, og gerir það til hins ýtrasta. Bleikur litur er í hennar huga mjúk- ur barnsvangi, blátt er svali hafgol- unnar. Hún skoðar höggmyndir með því að þreifa á þeim og virðist hafa af listinni meira yndi en margur með fulla sjón. POLLY THOMSON heitir einkarit- ari Helen Keller, skozk kona, sem ver- ið hefur hjá henni áratugum saman. Þær geta talað saman viðstöðulaust, og heldur þá Helen um vanga og barkakýli einkaritara síns, en frk. Thomson heldur um hægri hendi Hel- en og talar þannig við hana. Með slíkri snertingu getur Helen Keller skilið talað mál á undraverðan hátt, og þegar hún talar við gesti, er frk. Thomson venjulega „túlkur“ á þenn- an hátt. Við ritstörf sín notar Helen ritvél og situr við hana frá morgni til kvölds, þegar hún vinnur að bókum sínum. Þótt hún bregði sér frá vélinni, man hún nákvæmlega, hvar hún skildi við. Annars fer hún aldrei neitt án þess að frk. Thomson sé með henni, nema á kvöldin, er hún dvelzt á heimili sínu. Þá getur hún gengið út í trjágarð sinn, þar sem handriðum hefur verið kom- ið fyrir um allan garðinn. Þær stundir metur hún mikils, er hún getur verið ein, nema hvað hundurinn hennar röltir með henni. HELEN KELLER átti sjötugsafmæli á síðastliðnu ári, og var þess afmælis þá víða minnzt. Sjálf var hún þá stödd í París, í fyrsta ósvikna sumarleyfinu, sem hún hafði tekið sér árum saman. En hún sat ekki um kyrrt. Hún andaði að sér anda hinnar miklu borgar, og fann „nýjan anda, nýtt frelsi.“ Hún kynntist listaverkum og talaði við fólk úr öllum stéttum. Síðan fór hún til Ítalíu til að þreifa á myndum Michaelangelos, sem hún hafði lesið (Framh. á 26. siðu) 16

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.