Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 20
Samvinnutryggingar hafa nýlega gefið út bókina „Öruggur akstur“, og fjallar hún um heilræði fyrir bifreiðastjóra. Er þetta hið snotrasta rit að öllum frágangi og mjög haglega innbundið. Hefur það þegar vak- ið rnikla atliygli bifreiðastjóra og þeir sþurt eftir því hjá félaginu. I bókinni eru eftirtaldir kaflar: Skrásetning bifreiða, bifreiðatrygg- ingar, öryggistœki bifreiða, hirðing og viðhald, akstursreglur, slys, akstur í útlöndum, kauþ og sala bifreiða, skoðun bifreiða og greiðsla gjalda og loks afskráning bifreiða. Útgáfa þessa rits er liður i fræðslustarfi Samvinnutryggingá, Hefur fé- lagið áður kynnt tryggingamál með fyrirlestrum og á ýmsan annan hátt, en öll er þessi starfsemi nýbreytni hér á landi. Hefur slikt frœðslusiarf tiðkazt rnjög erlendis, enda cr það sameiginlegt hagsmunamál þjóðar- innar, einstaklinga og tryggingafélaganna, að slys séu fyrirbyggð, og hef- ur þessi starfsemi verið talin bera góðan árangur. Bifreiðadeild Samvinnutrygginga er nú að liefja jimmta starfsár sitt, og er tala ábyrgðartryggingaskirteina orðin 3615, en bruna- og kasko- tryggingaskirteina Hll, og er því þriðja livcr bifreið í landinu tryggð hjá deildinni. 1 inngangi að hinni nýútkomnu bóli segir Erlendur Ein- arsson, framkvæmdastjóri: „Bókinni fylgja beztu þakkir fyrir samstarf- ið á liðinni tíð og ósk um, að Samvinnutryggingum megi- auðnast að launa viðskiþtamönnum sinum öflugan stuðning með þvi að rœkja œ betur það hlutverk sitt að bœta lifskjör fólksins i landinu.“ „Öruggur akstur“ verður sendur öllum þeim, sem hafa bifrciðar sinar tryggðar hjá félaginu. Bókin var þrentuð i Prentsmiðjunni Eddu. Endurgreiðsla er ekki tekjur Eftir Þóri Friðgeirsson Ein af grundvallarreglum sam- vinnufélaganna er sú, að endurgreiða til félagsmanna, í hlutfalli við við- skipti þeirra, það sem þeir kunna að hafa greitt félagi sínu umfram kostn- aðarverð keyptra vara. Svo óheppilega hefur tekizt, að þessari endurgreiðslu hefur ýmist ver- ið valið nafnið tekjuafgangur, ágóði eða arður. Vörur þær, sem endur- greitt hefur verið fyrir, hafa ýmist verið kallaðar' ágóðaskyldar eða arð- skyldar vörur. Endurgreiðsla á þó ekkert skylt við arð eða ágóða. Endurgreiðsla er ekki tekjur. Aftur á móti er arður eða á- góði af hlutabréfum eða hvers konar atvinnurekstri tekjur. Þessi nafngift, arður eða ágóði, er því röng, og hefur meðal annars stuðlað að því, að skattheimtumenn hafa viljað gerast fingralangir í hinar endurgreiddu upphæðir svo sem væru þær tekjur félagsmanna. Það liggur þó ntjög í augum uppi, hverjum sem skilja vill, að þó ein- hver fái afslátt af vöruverði, þegar kaup eru gerð, er sú upphæð ekki tekjur heldur sparað fé. Það sem ger- ist, þegar kaupfélögin gera upp reikn- ínga sína og í ljós kemur, að vörur hafa verið seldar hærra en kostnað- arverði nemur, og mismun söluverðs og kostnaðarverðs er skilað til félags- manna í stofnsjóði þeirra eða við- skiptareikning, er nákvæmlega sama eðlis. Að nefna það fé, sem þannig er skilað eða endurgreitt, ágóða eða arð er versti hugtakaruglingur og hefur villt um margan mann í þessum efn- um. Ég hef til dæmis sannar spurnir af því, að félagsmenn í allstóru kaup- félagi rugluðust svo í ríminu, að þeir töldu endurgreiðslu þá, sem þeir fengu hjá kaupfélagi sínu, fram til skatts sem tekjur. Ef svo væri, að fé- lagsmenn fengu greitt meira en mis- mun söluverðs og kostnaðarverðs næmi, til dæmis það sem kaupfélögin hagnast á verzlun við utanfélags- menn, væri um ágóða eða arð að ræða. En eins og kunnugt er, rennur ágóði af slíkri verzlun í varasjóði félaganna, og er venjulega ráðstafað til menn- ingarmála og almenningsþarfa, að því leyti sem skattheimtumenn og út- svarsáleggjendur hirða hann ekki, því synd væri að segja að honum væri gleymt af þeim aðilum. Þótt furðulegt megi telja, hafa málsvarar samvinnufélaganna, eftir því sem ég veit bezt, alltaf notað þessi röngu nöfn, þegar þeir hafa deilt um skattamál félaganna við þá, sem aðgangsfrekastir hafa verið í garð samvinnumanna. í stofnsjóðshöfuðbókum kaupfé- laganna og viðskiptabókum félags- manna við stofnsjóðina („stofnsjóðs- bókum“) eru nöfnin Agóðaskyld út- tekt og arður prentuð yfir viðkom- andi dálka. Sama á sér stað á nótum og í höfuðbókum þeim sent kaupfé- lögin nota. Þessu er nauðsynlegt að breyta. I stað „ágóðaskyld úttekt“ á að koma endurgreiðsluskyld og í staðinn fyrir 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.