Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 25
Ferguson dráttarvél er framtíðin Gæði FERGUSON dráttarvéla og verkfæra eru þjóðkunn. Áherzla lögð á að hafa til varahluti. Einkaumboð á íslandi fyrir Harry Ferguson Ltd. Dráttarvélar h.f. Hafnarstræti 23, Reykjavík. af mikilli mælsku, bæði í einkavið- tölum og á opinberum mannfundum, en aldrei án raka og alltaf af fullum drengskap. Við siíkan mann á bezta aldri var því ekki hægt annað en binda glæstar framtíðarvonir; ekki sízt með tilliti til þess, að hann var fórnfús, góðviljaður og hjartalneinn. Vil ég hér mega taka undir þessi orð úr eft- mælaljóði vinar hans, Kára skálds Tryggvasonar í Víðikeri: „Því er sárt, er fræknir falla fyrir dauðans bitra geir meðan ört til anna kalla árdagssól og mildur þeyr.“ ★ Sumarið 1949 heitbatzt Jónas sænskri prófessorsdóttur, er verið hafði nokkurn tíma hér á landi við nám og störf, Olgu Ingigerði Nyberg. Faðir herinar, Henrik Nyberg, er liá- skólakennari í semízkum málum við háskólann í Uppsölum, mikilsvirtur menntamaður eins og m. a. sézt á því, að hann hefir verið kjörinn heiðurs- doktor guðfræðideildar Uppsalahá- skóla og er „einn hinna 18“ í sænska Akademíinu. Sjálf er Ingigerður há- menntuð tungumálamanneskja, og skemmtilegt fyrir okkur er að minn- ast þess, að hún bæði talar og skrifar ágætt íslenzkt mál. Hjónavígsla þeirra I ngigerðar og J ónasar fór fram í hinni frægu Uppsaladómkirkju 4. janúar 1950. Það var því aðeins eitt ár og 17 dagar betur, senr þau nutu samvista. Mun engum, er kynntist þessum sér- stæðu hjónum, gieymast þau, svo ó- venjuleg sem þau voru um mannkosti, hvort á sínu sviði og sameiginlega. Við, sem vorum stödd með þeirn í Vaglaskógi á s. 1. sumri, í boði Kaup- félags Eyfirðinga fyrir fulltrúa á aðal- fundi Nordisk Andelforbund, mun- um áreiðanlega lengi ræðu frú Ingi- gerðar fyrir löndum sínum o. fl. út- lendingum, þar sem luin lýsti dvöl- inni og búskapnum á Lundarbrekku. Ég hef aldrei heyrt íslenzka stúlku tala af jafnmiklum innileik um ís- lenzkan búskap og sveitalíf og þenn- an sannmenntaða elskulega „útlend- in°“. Við íslendinoar vorum stoltir O O og tiifinningar hans má renna grun í. ★ Síðast, þegar ég kvaddi Jónas Baldursson og brúði hans, höfðum við átt saman ánægjulegan dag, ynd- islegt kvöld og brot úr rómantískri sumarnótt — lengst af í glöðum hópi norrænna samvinnumanna. Armorg- unsólin hafði varpað fyrstu geislum sínum yfir láð og lög, ættbyggðin brosti við honum. Ég man Jónas vel á þeirri stundu; orð hans, hlýtt hand- takið og dýpt augnaráðsins. Mig grun- aði þá annað frekar en það, að við sæjumst ekki framar hérna megin grafar. En nú er það skeð, sem orðið er. Yfir Lundarbrekku grúfir húm- dökkt sorgarský og skugga þess ber uin Bárðardal og héraðir allt, þar sem nú „grátþögull harmfugl hnípir á húsgafli hverjum." Og nú finnst mér sem hin skamm- vinna ævi Jónasar Baldurssonar hafi, iíkt og morgunsól liinztu samveru- stundar okkar, aðeins verið búin að bregða fyrstu geislum birtu og yls mikilla mannkosta á landið og fóikið, fjær og nær, en hádagurinn allur ver- ið ókominn. En þennan sólglaða morgun dáðríkrar ævi og fagurra fyrirheita þökkum við þó af hjarta og óskum þeim, sem átti, hækkandi sól- ar á nýjum vegum lífs og ljósa. Baldvin Þ. Kristjánsson. Bréfaskóli þýzku samvinnu- og verkalýðssambandanna hefur tekið til starfa á ný. Náði skólinn slíkum vin- sældum þegar á fyrsta starfsári sínu, að verð bréfanna hefur verið stór- lækkað og tala námsgreina aukin upp í 20. Skólinn hefur aðsetur í Frank- furt. * * * Samvinnuhreyfingunni í Indlandi hefur fleygt fram undanfarin ár. Voru taiin vera 163 875 samvinnufélög í landinu 1948—49, en meðlimatala þeirra samtals 12 707 073. Af þessum fjölda munu 5,5 milljónir hafa verið í samvinnufélögum landbúnaðarins, aðallega í lánsfélögum. * # * Fyrir tveim árum síðan var stofn- að í Þýzkalandi útgerðarfélag, sem er eign þýzka samvinnusambandsins, verkalýðssambandsins og ríkjanna Hamborg, Bremen, Niedersachsen og Schlestvig-Holstein. Félag þetta gerir nú út fimmtán togara, og er senni- legt, að margir þeirra hafi stundað veiðar við ísland. Frá janúar til nóv- emberloka 1950 lönduðu skip félags- ins 22 500 lestum fiskjar, eða 8—9% alls fiskjar, sem lagður var á land í Þýzkalandi. 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.