Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 30
Ég vissi ekki, livernig ég átti að byrja, en hann hjálpaði mér. Hann hafði verið að lesa bók, þar sem höfundurinn reyndi að sanna, að barátta um dlíu væri undirrót allra styrjalda. Með þessi rök glóðvolg í huga var kennarinn nú reiðubúinn að verja þá skoðun, að styrjaldir eigi sér ávallt efnahagslegar orsakir, og engar aðrar. Ég var á öðru máli og lá ekki á því. Það væru hugsjónir, sem yllu styrjöldum, sagði ég. Ef hagfræðingur byrjaði styrjöld í hagnaðarvon, væri það af því að hann væri lélegnr hagfræðingur, fúsk- ari eða fábjáni. Hver skynsamur hagfræðingur rnundi sjá, að hann rnundi eyða miklu meira en liann fengi í aðra liönd. „En trúi menn á hugsjónir, vald eða frama, trúar- kenningar eða jafnvel þjóðfélagsstefnur," hélt ég áfram, „þá geta þeir hafið styrjaldir af þeirri einföldu ástæðu, að hugsjónamenn spyrja ekki um kostnað þess, sem þeit stefna að. Þeir heyja því styrjaldir þrátt fyrir öli hagfræði- leg rök gegn styrjöldunum. Og rökin eru ávallt gegn þeim.“ Þannig snerust umræðurnar og fóru stöðugt hitnandi. Kennarinn lék nú á als oddi og tók að sækja dæmi í sög- una, aftur í gráa forneskju, unz hann hafði sannað fyrir sjálfum sér, að Pelopsstríðið hafi eingöngu stafað af iieims- veldisstefnu Aþenubúa og ákvörðun þeirra að leyfa eng- in afskipti af siglingum þeirra. „Og Iiófu þá Agamemnon og Menelaus styrjöld til að öðlast rétt til að njóta auðæfa hinnar hrjóstrugu sléttu við Tróju?“ spurði ég. „Ef við vissum nokkuð að ráði um Trójustyrjaldirn- ar,“ sagði hann, „Jtá mnndi einmitt Jtað eða eitthvað í þeim dúr reynast vera orsök stríðsins." „Það er nú samt ekki sú ástæða, sem flestir liallast að,“ sagði ég. „Samkvæmt þjóðsögunni var tilgangurinn sá að endur- heirnta hina léttúðugu konu Menelaus frá Jreim, sem brott- numið hafði hana. Og ltver var hún? Seifur, sem aldrei var til, er sagður hafa heimsótt ímyndaða persónu, sem Iáda nefnist, í líki svans. Ávöxturinn af hinu óhugsandi sambandi þeirra var egg eitt, og úr jni' á hin furðnlega Helena að hafa koniið á einhvern yfirnáttúrlegan liátt. Sagan segir, að Helena hafi orðið kvenna fegurst, gifzt Menelausi og hlaupið á brott með Paris. Þú getur ekki í fullri alvöru haldið Jrví frarn, að kona, sem var ekki einu sinni kona, hafi verið orsök styrjaldar?" „Það var barizt í tíu ár,“ sagði ég. „Ég hef verið að ræða um sögulegar staðreyndir. Þú átt ekki að svara með goðsögnum.“ „Hvernig verða goðsagnir til?“ spurði ég. „Hvernig starfa rithöfundarnir?" spurði liann. „Með ])ví að skrifa um Jtað, sem fyrir þá liefur komið.“ Nú missti hann Jrolinmæðina og stóð upp til að sækja viskíflösku og tvö glös. Síðan fór hann fram og sótti vatns- könnu, en þegar hann kom aftur, sagði ég: „Það, sem veld- ur mér áhyggjum, er þetta: Ef maður uppgötvar eitthvað í sínu eigin lífi, sem mun með tímanum valda styrjöld milli Jtjóða, livað getur maður gert?“ „Hvað í ósköpunum gæti J)að verið?“ spurði hann. „Ég get ekki gefið frekari skýringar." „En Jrað er ómögulegt," sagði liann. „Styrjaldir hafa 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.