Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.03.1951, Blaðsíða 17
myndirnar voru teknar, voru 500 læknar, er sóttu læknaþing í St. Louis, viðstaddir sjónvarpið. Myndin að of- an sýnir sjónvarpstækið í skurðstof- unni, en myndin til hægri að neðan sýnir aðgerðina eins og læknarnir sáu Iiana í sjónvarpstækinu. Að neðan til vinstri sjást nokkrir læknar horfa á sjónvarpstækið. Þykir þessi nýja tækni, sem enn er ekki orðin útbreidd, þótt ágæti liennar hafi sannazt, mikil bót í þessum efnum, enda er það læknastéttinni mikilvægt, að sem liestir njóti þeirrar reynslu, sem fæst við hvern nýstárlegan eða alvarlegan uppskurð. Sjónvarp í skurð- stofunni Það hefur tíðkazt öldum saman, að læknum og læknanemum er gefinn kostur á að horfa á mikilvæga upp- skurði til þess að læra af þeim. Eru því margar skurðstofur þannig úr garði gerðar, að þar er áhorfendarúm umhverfis skurðborðið. Nú hefur tæknin gerbreytt þessu og hefur sjón- varpið gert slíka „fræðslu“ stórum auðveldari. Mvndirnar á þessari síðu sýna, hvernig sjónvarpið er notað í skurðstofu St. Maríusjúkrahússins í St. Louis í Bandaríkjunum. Sjón- varpstæki er komið fyrir ofan við skurðborðið og jafnframt ldjóðnema, svo að læknirinn getur útskýrt jafn- óðum uppskurðinn. Áhorfendur eru í sýningarsal 8 km. frá sjúkrahúsinu, og sjá þeir aðgerðina stórum betur en þeir gætu séð hana, þótt þeir stæðu á pöllum í skurðstofunni sjálfri. Þegar

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.