Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 19.08.2009, Qupperneq 2
2 19. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR ALVÖRU SÁLFRÆÐITRYLLIR D Y N A M O R E Y K JA V ÍK www.bjartur.is Ný stjarna á himni reyfarahöfunda Þýðandi: Bjarni Jónsson BEINT Í 3. SÆTI METSÖLULISTA EYMUNDSSON D Y N A M O D Y N A M O M R E Y K J R E Y K JA V A V AA ÍKÍ Birna, munuð þið kenna tungl- tangó? „Það verður alla vega engin sólar- samba.“ Dansskóli Birnu Björnsdóttur mun bjóða upp á námskeið í Michael Jackson-döns- um í haust. VIÐSKIPTI Aðstandendur bekkjar- móts 1963-árgangs Hólabrekku- skóla þurfa að greiða leyfisgjald til STEF vegna tónlistarflutnings í veislunni. Skólamótið verður hald- ið 5. september næstkomandi og var aðstandendum sent bréf þar sem þeir voru minntir á leyfis- gjald STEF, vegna auglýsingar sem birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst. „Við heimilum flutning tónlistar gegn greiðslu. Þetta er alveg eins samkoma og allar aðrar samkom- ur í mínum augum þó að umræðu- efnið sé gamlir og góðir skóladag- ar, sem er í sjálfu sér ágætt,“ segir Gunnar Stefánsson, innheimtu- stjóri STEF. Leyfisgjald STEF fer eftir gjald- skrá. Ef innan við 100 manns mæta er gjaldið 4.134 krónur. Einnig eru tekin fjögur prósent af miðagjaldi. Miðaverð á bekkjarmótið er 2.500 krónur og tekur STEF því 165 krónur á hvern miða. „Ef tónlist er leikin af hljóðrit- uðum diskum ber einnig að greiða til SFH [Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda],“ segir Gunnar. Það gjald er sextíu prósent af álagi STEF-gjalda, sem myndi þýða 2.480 krónur. Ef nákvæmlega 100 manns mæta og spiluð verð- ur tónlist af geisladiskum nemur leyfisgjaldið 23.114 krónum. Tekur Gunnar fram að ekki sé um einka- samkomu í heimahúsi að ræða, en þær samkomur eru ekki skyldar til að greiða leyfisgjald STEF. - vsp Forsvarsmenn STEF rukka fyrrverandi nemendur Hólabrekkuskóla: STEF-gjöld fyrir bekkjarmót SLYS Banaslys varð á Þingvalla- vegi skammt frá Kárastöðum í fyrrakvöld. Tildrög slyssins voru þau að maður á bifhjóli missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að hann ók út af veginum. Sam- ferðamenn hans tilkynntu strax um slysið. Var maðurinn, sem var á fimmtugsaldri, fluttur á slysa- deild Landsspítalans þar sem hann var úrskurðaður látinn. - vsp Banaslys á Þingvöllum: Missti stjórn á bifhjóli DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Catalinu Mikue Ncoco fyrir meiri háttar fíkniefnabrot og fyrir að bíta lög- reglumann í bakið. Talið er að Ncoco, sem er íslenskur ríkisborgari en ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hafi skipu- lagt innflutning á rúmlega 400 grömmum á kókaíni. Tvær konur sem báru fíkniefnin innvort- is voru stöðvaðar við komuna til landsins í apríl. Ncoco er einnig grunuð um að hafa milligöngu um vændi, en ekki er ákært fyrir þann hluta rannsóknarinnar. - bj Catalina Mikue Ncoco: Ákærð fyrir eit- urlyfjasmygl ORKA Á svæðinu í kringum fjallið Kuannersuit á Suður-Grænlandi má finna einn heimsins mesta forða af geislavirka efninu þóríni. Orkan þar jafnast á við allar heimsins olíubirgðir, segir jarð- fræðiprófessorinn Henning Sør- ensen í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið. Sørensen hefur verið viðloðandi jarðfræðirannsóknir í Narsaq síðan á sjötta áratugnum og telur að yrði unnið úr jörðu þar mætti jafnvel finna tífalt meira magn en vitað er um nú. Hvenær hægt verður að nýta efnið er önnur saga, því enn vant- ar nokkuð upp á tækniþekkingu til þess. - kóþ Geislavirka efnið þórín: Orkan á Græn- landi meiri en öll olía í heimi VIÐSKIPTI Slitastjórn Kaupþings hefur ráðið endurskoðunarfyrir- tækið PricewaterhouseCoopers (PwC) til að rannsaka ýmsar ráðstafanir bankans áður en hann fór í þrot síðastliðið haust. Fram kemur í tilkynningu frá slitastjórninni að sérstök áhersla verði lögð á að kanna möguleika á riftun samninga þrotamanna. Þá verði viðskipti við nákomna aðila, stærstu hlut- hafa, stjórnendur og aðra, einn- ig undir smásjánni. - bj PwC rannsakar Kaupþing: Skoða riftun samninga BORGARMÁL Ný og glæsileg renni- braut var opnuð í Laugardalslaug í gær, í tilefni af 223 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Kjartan Magnússon, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, opn- aði brautina en í gær voru liðin 25 ár síðan fyrri rennibrautin var tekin í notkun. Sú braut hafði verið lokuð frá því í fyrrasumar. Eftir útboð á verkinu í vor var ákveðið að ganga til samninga við Sporttæki ehf. um kaup á rennibraut frá Mazur í Póllandi. Brautin er 80 metra löng, lokuð alla leið og með ljósastýringu í hluta brautarinnar. - vsp 223 ára afmæli Reykjavíkur: Ný rennibraut í Laugardalslaug BRAUTIN VÍGÐ Fyrsti sundlaugargestur- inn rennir sér í brautinni eftir vígslu frá Kjartani Magnússyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓREFNAHAGSMÁL Frá því að neyðar- lögin voru sett síðasta haust hefur legið fyrir að það myndi reyna á lögmæti ýmissa aðgerða sem farið var í fyrir dómstólum, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Hann segist „anda með nefinu“ yfir þeim tíðind- um, sem frétta- miðlar greindu frá í gær, að lögfræðistofan Norton-Rose segði að ein- hverjir hefðu nú þegar hafið mál gegn íslenska ríkinu og að allt að sextíu erlendar fjármálastofnan- ir gætu gert slíkt sama. Gylfi segir alltaf hafa verið gert ráð fyrir þessu. „Enda hafa menn legið yfir stöðu íslenska ríkisins í þessum málum. En við höfum reynt hvað við getum að ná samningum frekar en að láta menn útkljá mál sín fyrir dómstól- um og ég tel að það hafi tekist í ýmsum mikilvægum álitamálum, þótt það sé örugglega ekki raunin í þeim öllum.“ Ráðherrann minnir á að með „þeirri lausn sem fundin var varð- andi Íslandsbanka og Kaupþing [um að erlendir kröfuhafar eignist þá þegar gömlu bankarnir verða tekn- ir yfir] ætti að vera hægt að kom- ast hjá því að kljást fyrir dómstól- um um það hvernig staðið var að mati á eignunum sem fóru á milli gömlu og nýju bankanna“. Þetta hafi verið „eitt af því sem hefði ella nær örugglega endað að einhverju marki fyrir dómstólum“. Hins vegar sé fyrirsjáanlegt að höfðað verði mál út af öðrum málum. Þá verði tekið á því. „En það má nú líka hafa í huga að lögfræðifyrirtæki beita ýmsum aðferðum til að ná fram hagstæð- ari samningum fyrir sína umbjóð- endur, meðal annars hótunum um málsóknir. Ég lít nú á þessa undar- legu skoðanakönnun Norton-Rose svolítið í því ljósi. Þetta er frekar samningatækni en eitthvað annað, þótt ég dragi ekki í efa að þeir séu fulltrúar fyrir marga sem gætu hugsað sér að fara í mál,“ segir Gylfi. Hvernig kemur það heim og saman að ríkið hafi reynt að ná samningum við sem flesta, ef allt að sextíu bankar eru að íhuga að höfða mál gegn íslenska ríkinu? „Það er nú fljótt að koma, því það eru oft margir sem eiga kröf- ur á einstök fyrirtæki og auðvit- að margir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni út af neyðarlögunum. En það þarf ekki að segja mikið um líkurnar á því að kröfur þeirra nái fram að ganga, þótt einhverjir tugir íhugi málssókn,“ segir Gylfi. Spurður hvort líklegt sé að neyðarlögin standist, segir Gylfi það „ótvírætt mat“ þeirra lögfræð- inga, sem hafa skoðað þau fyrir íslenska ríkið, að svo sé. klemens@frettabladid.is Ráðherra rólegur í skugga málshöfðana Viðskiptaráðherra kippir sér ekki mikið upp við fréttir af hugsanlegum mál- sóknum allt að sextíu erlendra banka gegn ríkinu. Hættan hafi legið fyrir lengi. „Ótvírætt mat“ að neyðarlög standist. Reynt að ná samningum við kröfuhafa. GYLFI MAGNÚSSON 6. OKTÓBER 2008 Erlendir kröfuhafar efast margir um neyðarlögin sem sett voru í bankahruninu, þau mismuni kröfuhöfum eftir þjóðerni. Viðskiptaráðherra segist anda með nefinu yfir þessu. Ótvírætt mat lögfræðinga sé að þau standist. Myndin sýnir þegar höfuðstöðvum Landsbankans var lokað 6. október síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BEKKJARMÓT Auglýsingin birtist í Frétta- blaðinu 12. ágúst og í kjölfarið rukkaði STEF aðstendur mótsins. UTANRÍKISMÁL Ísland verður fyrsta bandalags- ríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nýr framkvæmdastjóri bandalagsins, Anders Fogh Rasmussen, sækir heim. Rasmussen mun koma hingað til lands á morgun, og funda með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra og Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Þá mun Rasmussen eiga fund með utanríkismála- nefnd Alþingis og hitta forseta Alþingis. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að hann muni eflaust taka upp ýmis hugð- arefni íslenskra stjórnvalda á fundi sínum með Rasmussen, til dæmis loftrýmisgæslu bandalags- þjóða hér á landi. „Mér hefur fundist loftrýmisgæslan hafa tekist vel,“ segir Össur. Gæslan sé hluti af stefnu landsins í öryggismálum. Því tengt hyggist hann ræða hug- myndir um samnorrænt loftrýmiseftirlit. Össur mun einnig ræða áherslur Íslands vegna mótunar framtíðarstefnu NATO, og ræða áherslur bandalagsins á norðurslóðum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðu- neytinu átti Rasmussen frumkvæði að heimsókn- inni hingað til lands. Hann stefnir á að heimsækja bandalagsríkin, eins og nýir framkvæmdastjórar hafa gert, en ekki er ljóst hvers vegna Ísland er fyrst í röðinni. Rasmussen hefur þegar ferðast til Afganistans og Kósóvó, þar sem bandalagsríki eru með herafla. - bj Utanríkisráðherra mun ræða loftrýmisgæslu við nýjan framkvæmdastjóra NATO: Sækir Ísland heim á morgun HEIMSÓKN Anders Fogh Rasmussen, nýr framkvæmdastjóri NATO, mun hitta forsætisráðherra, utanríkisráðherra og utan- ríkismálanefnd á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Byssumaður myrti þrjá Þrír létust og einn særðist eftir að maður skaut á gangandi vegfar- endur frá heimili sínu í smábænum Schwalmtal, nálægt Dusseldorf. Maðurinn er að skilja við konu sína. ÞÝSKALAND SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.