Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 19.08.2009, Qupperneq 8
8 19. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Ríkisstjórnin hefur setið í hundrað daga FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Hundrað dagar voru í gær liðnir frá því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við völd- um. Ólíklegt er að nokkur stjórn hér á landi hafi þurft að takast á við jafn krefj- andi verkefni; endurreisn peningakerfis og uppbygg- ingu samfélags í efna- hagslegu hallæri. Stjórnin setti sjálfri sér strax virkt aðhald með því að birta 100 daga verkefnaskrá. Ekki hefur tekist að ljúka öllum verkefnum á skránni. Ríkisstjórnin tók við völdum 10. maí í Norræna húsinu. Staðsetn- ingin var engin tilviljun, enda rík áhersla á að verið væri að stofna norræna velferðarstjórn. Sömu flokkar sátu áður í minnihluta- stjórn, en varla er hægt að segja að þar hafi verið gerður eiginlegur stjórnarsáttmáli, frekar verkefna- skrá. Sáttmálinn sem kynntur var í Norræna húsinu sló því tóninn um hvert vinstriflokkarnir ætluðu að stefna í stjórn landsins. Viðamikil verkefni Þegar ríkisstjórnin var mynd- uð var tilkynnt að meginverkefni hennar á sviði efnahagsmála væru að ná aftur jafnvægi á rekstri rík- issjóðs og endurreisa fjármála- kerfið. Þá skyldi ná þjóðarsátt um lykilmarkmið og viðamiklar efna- hagsráðstafanir, auk þess að ná sátt við nágrannalönd eftir hrun fjármálakerfisins. Óhætt er að segja að það síðast- nefnda hafi verið nokkuð snúið verk- efni og í raun sér ekki fyrir endann á því. Icesave-samningarnir tóku lengri tíma en ríkisstjórnin ætl- aði í fyrstu og eru í raun ekki enn frágengnir. Þingið á eftir að sam- þykkja frumvarp um samningana og enn er óvíst hvernig viðsemjend- ur taka þeim fyrirvörum sem ljóst er að settir verða. Ríkisstjórnin gaf það út í gær að hún hefði komið 42 af 48 verkefn- um á 100 daga listanum til fram- kvæmda. Rétt er að geta þess að ekki eru allir sammála þessari túlkun. Á heimasíðunni fact.is er talið að enn sé tíu verkefnum ólok- ið. Þar greinir menn á um hve langt sé komið í endurfjármögnum banka og ýmis fleiri atriði. Af þeim verkefnum sem ríkis- stjórnin viðurkennir að séu á eftir áætlun tengist eitt Icesave-deil- unni; önnur endurskoðun áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hvað hin verkefnin varðar hafa tíma- setningar einfaldlega ekki stað- ist, eða ákveðið hefur verið að fara aðrar leiðir. Hrikt í stjórnarstoðum Óhætt er að segja að reynt hafi á samheldni ríkisstjórnarinnar í tveimur stórum málum í sumar; aðildarumsókn að Evrópusamband- inu og ríkisábyrgð vegna Icesave. Í bæði skiptin náði ágreiningur- inn inn að ríkisstjórnarborðinu og um tíma var ekki útséð um hvort stjórnin lifði. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, greiddi atkvæði gegn ESB-umsókninni. Í stjórnarsáttmálanum segir: „Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusamband- inu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í sam- ræmi við afstöðu sína og hafa fyrir- vara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.“ Þrátt fyrir þetta má fullyrða að sú staðreynd að ráðherra í ríkis- stjórninni greiddi atkvæði gegn frumvarpi utanríkisráðherra hafi farið illa í Samfylkinguna. Hún skók stoðir samstarfsins en þær stóðu þó styrkar eftir. Icesave-málið var erfiðara og um tíma leit út fyrir að stjórnin spryngi á því. Átökin voru á milli flokka og innan Vinstri grænna og leiddi Ögmundur Jónasson heil- brigðisráðherra andstöðu nokkurra þingmanna Vinstri grænna. Raun- ar er ekki enn útséð um hvernig málið fer á þingi, þó að mikið megi breytast til að það njóti ekki meiri- hlutastuðnings. Hvað sem orðum forystumanna Vinstri grænna líður er ljóst að þrefið reyndi á samstarf þeirra. Þá mun mörgum Samfylkingar- manninum hafa brugðið við þá staðreynd að enn einu sinni væri hörðustu andstöðuna við ríkis- stjórnina að finna hjá ráðherrum samstarfsflokksins. Samið um stöðugleika Meðal þeirra áfanga sem ríkis- stjórnin hefur náð eru samningar á vinnumarkaði; stöðugleikasáttmál- inn. Í honum er sett hámark á halla ríkissjóðs og verðbólgu og viðmið á launahækkanir. Þá er kveðið á um hvernig vinna skuli á fjárlaga- hallanum; árin 2009 til 2011 verði skattar ekki meira en 45 prósent af þeim aðgerðum sem gripið er til. Hinu sé náð með niðurskurði. Gagnrýni Ríkisstjórnin hefur ekki farið var- hluta af gagnrýni þessa 100 daga. Sumum hefur þótt nóg um spun- ann sem glitti í við myndun henn- ar. Þannig hafi það lítt hitt í mark að þrátyggja að um norræna vel- ferðarstjórn væri að ræða og það að halda fyrsta ríkisstjórnarfund- inn á Akureyri hafi verið mis- heppnað fjölmiðlabragð. Þá hafa margir gagnrýnt að stjórnin hafi einblínt á bankakerfið og atvinnu- lífið, en sú „skjaldborg um heim- ilin“ sem lofað var að slá upp sé orðin tóm. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir „opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbót- um“. Það er því að sönnu kaldhæðn- islegt að helsta umkvörtunarefni stjórnarandstæðinga undanfar- ið hefur verið að fá ekki nægan aðgang að gögnum um mikilvæg mál. Að sönnu hafa stjórnarliðar borið þær ásakanir af sér, en það hefur ekki slegið á gagnrýnina. Hundrað dagar í hallærinu SAMAN Í STRÍÐU Þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon fengu ekki marga hveitibrauðsdaga eftir að ríkisstjórnin tók til valda. Stjórnin hefur þurft að takast á við fjölda erfiðra verkefna og ljóst er að enn fleiri slík eru fram undan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FJÖLDI HINDRANA ER FRAM UNDAN UMDEILDIR Jón Bjarnason og Ögmund- ur Jónasson hafa báðir, í mismiklum mæli þó, sett sig gegn vilja félaga sinna í ríkisstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vel að verki staðið „Ríkisstjórnin hefur staðið í miklum ólgusjó og ef allrar sanngirni er gætt hefur hún staðið vaktina sæmilega miðað við allar aðstæður,“ segir Úlfar Hauksson, stjórnmála- fræðingur við Háskólann í Reykjavík. Hann vísar í lista yfir þau verkefni sem ríkisstjórnin hefur unnið á 100 dögum og segir vel að verki staðið að hafa náð að uppfylla hann að mestu miðað við aðstæður. Úlfar segir stóru málin varða ESB og Icesave. Andstaða innan Vinstri grænna við málin hafi viðhaldið mýtunni um villta vinstrið. Allar væringar í kringum þetta hafi skapað titring á stjórnarheimilinu og það veiki stjórnina þegar stórkanónur eins og Ögmundur og formaður þingflokksins tali gegn máli stjórnarinnar. Þá sé eftirtektarvert að Jón Bjarnason hafi greitt atkvæði gegn stjórninni um ESB og Úlfar telur að stjórnin hefði sprungið hefði það mál fallið. „Heilt yfir hefur stjórnin staðið sig vel, ef allrar sanngirni er gætt.“ Ótti við almenningsálit „Ég get ekki séð að við séum mikið í öðrum sporum en fyrir 100 dögum og það á eftir að klára mörg mál. Mér finnst ótti við ákvarð- anatöku vegna almenn- ingsálits hafa hamlað stjórninni,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. Katrín segir banka- starfsemi enn vera að miklu leyti lamaða og vextir séu þannig að ekki sé hvetjandi fyrir atvinnulífið. „Til lengri tíma litið hljóta allir að geta verið sammála um að það þarf að hlúa að atvinnulífi og útflutnings- greinum til að skapa tekjur. Mér finnst að leggja mætti meiri áherslu á að koma þessum hlutum í lag og banka- kerfinu, til að hægt sé að skapa meiri tekjur. Það er stóra málið í þessu.“ Katrín segir menn ekki mega óttast almenningsálit; það sé eitt og sér orðið vald í samfélaginu sem geti hamlað nauðsynlegri ákvarðanatöku. ERFIÐ VERKEFNI OG MIKLU ÓLOKIÐ ÚLFAR HAUKSSON KATRÍN PÉTURSDÓTTIR Ríkisstjórnin hefur vissulega hlotið sína eldskírn og staðist ágjöfina. Heimildarmönnum blaðsins ber ekki saman um hvaða áhrif þróun mála hefur haft á samstarfið. Þær raddir heyrast að Jón Bjarnason muni eiga erfitt uppdráttar innan stjórnarinnar, en ljóst er að Samfylkingin mun ekki geta sett Vinstri grænum neina afarkosti í þeim efnum. Þá munu viðbrögð Hollendinga og Breta við þeim fyrirvörum sem Alþingi mun setja við ríkisábyrgð vegna Icesave, sem eru gerðir að undirlagi Ögmundar Jónassonar, geta haft áhrif á samstarfið. Kalli þeir á nýja samn- inga er ljóst að kastast mun í kekki á ný innan stjórnarinnar. Af nægum málum er að taka sem reyna munu á ríkisstjórnina. Stærsta málið fram undan er fjárlögin, sem lögð verða fram í byrjun október. Ramminn utan um fjárlögin var að mestu leyti settur í júní, en það þýðir ekki að vinnan verði átakalaus. Ljóst er að sumum þykir boginn of hátt spenntur þegar kemur að niðurskurði í velferðar- málum, ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Það gæti því komið til átaka þegar kemur að fjárlögum um hvar og hvernig á að skera niður. Ákvæði stöðugleikasáttmálans um hve hátt hlutfall niðurskurðar megi verða sníður mönnum nokkuð þröngan stakk. Þá setur efnahagsáætlunin, sem unnin var í samstarfi við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn, mönnum einnig skorður um hvernig ríkisútgjöld verða í allra nánustu framtíð. Stjórnarsáttmálinn er mjög ítarlegur, til muna ítarlegri en stjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokks svo dæmi sé tekið, og leggur línurnar í þeim verkefnum sem þarf að vinna. Í ýmsum málum mun þó reyna á samstarf flokkanna, svo sem þegar kemur að umsýslu og eigendastefnu þeirra fyrirtækja sem verða í ríkisumsjá. Þá skiptir máli hvernig gengur í viðræðum við Evrópusambandið. Það getur orðið stjórninni erfitt verði samningar bornir undir þjóðaratkvæði á kjörtímabilinu. Þá mun reyna á ákvæðið um að flokkarnir megi berjast hvor fyrir sinni skoðun og gæti haft áhrif á samstarfið að samherjar takist á í jafnviðamiklu máli. Þá má nefna að stjórnkerfisbreytingar eru fram undan og stefnt er að fækkun ráðuneyta. Slíkt er oftar en ekki fallið til að hrista upp í fólki. Ljóst er hins vegar að vilji er til samstarfs um komandi ár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.