Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 19.08.2009, Qupperneq 16
 19. ágúst 2009 4 6. FERNANDO OG HUMB- ERTO CAMPANA er bræður frá Sao Paulo í Brasilíu. Þeir eru þekktir fyrir stóla sína sem oft líkjast fremur listaverkum eða skúlptúrum. Þeir hafa til dæmis búið til stóla úr haug af böngsum. 10. KONSTANTIN GRCIC er fæddur í München í Þýskalandi. Hann er með meistara- gráðu í húsgagnahönnun frá Konunglega listaháskólanum í London. Grcic bætir venjulega hluti og gerir þá fallegri og auðveldari í notkun. 9. SHAI AGASSI er fæddur í Ísrael. Hans helsta markmið í lífinu er að koma rafmagnsbílnum á framfæri í bílaiðnaðinum. Hann rekur fyrirtækið Better Place og vill breyta bensínstöðvum í rafhleðslustöðvar. Hugmyndir hans er nú verið að prófa í Kaupmannahöfn, Ísrael og á Hawaii. 7. SAM HECHT OG KIM COLIN eru breskt hönnunarteymi sem rekur hönnunarfyrirtækið Industry Facility. Þau hafa hannað muni fyrir MUJI, hönnuðu Micro-eldhús fyrir Whirlpool og FlexLamp fyrir Droog. 5. HELLA JONGERIUS er hollensk og hefur hannað fyrir fjölda fyrirtækja, allt frá Ikea til Vitra. Hún notar klassísk hollensk húsgögn sem undirstöðu í nútímahönn- un. Verk hennar hafa verið til sýnis í söfnum og galleríum, til dæmis í MoMA í New York og hönnunarsafninu í London. 3. NAOTO FUKASAWA er japanskur hönnuður sem starfaði eitt sinn hjá IDEO en rekur nú sitt eigið fyrirtæki. Hann hefur hannað fyrir MUJI, B&B Italia og Boffi. MUJI- geislaspilari Fukasawa er til sýnis í Nýlistasafninu (MoMA) í New York. 4. YVES BEHAR er svissneskur hönnuður sem rekur fyrirtækið Fuseproject. Hann er þekktur fyrir að hanna þráðlausu heyrnartólin Bluetooth Jawbone fyrir Aliph og XO-farvölvuna sem er tölva sem kostar aðeins 100 dali og var ætluð fyrir verkefnið „Ein tölva á hvert barn“. 1. JONATHAN IVE er breskur og hefur leitt hönnunarteymi Apple í fjöldamörg ár. Hann kynnti til sögunnar iMac árið 1998, iPod og iPhone svo fátt eitt sé nefnt. Helsti áhrifavaldur Ive er Dieter Rams, sem áður leiddi hönnunardeild Braun A.G. Ive er af mörg- um talinn vera guðfaðir nútímaiðnhönnunar. 2. PATRICIA URQUIOLA er spænskur hönnuður sem býr og starfar í Mílanó. Hún er best þekkt fyrir innanhúss- hönnun sína en hlutir hennar eru seldir undir merkjum B&B Italia og Moroso. Bestu iðnhönnuðir heims Tímaritið Forbes gaf nýlega út lista yfir þá tíu iðnhönnuði sem talið er að hafi mest áhrif í heiminum. Þar eru bæði að finna rótgróin nöfn og ný en efstur á blaði er Jonathan Ive, aðalhönnuður Apple. 8. RONAN OG ERWAN BOUROULLEC er franskir bræður. Þeir hanna húsgögn, vasa, borðbúnað og skartgripi fyrir fyrirtæki á borð við Vitra, Establ- ished & Sons og Ligne Roset. SKOPTEIKNINGAR eftir Halldór Baldursson eru nú til sýnis í Gerðubergi undir yfirheitinu Í fréttum er þetta helst. Á sýningunni er farið yfir það sem helst þótti fréttnæmt á árinu 2007. www.gerduberg.is Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.