Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 19.08.2009, Qupperneq 24
 19. ÁGÚST 2009 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● heilsa Stundaskrá Veggsports að Stór- höfða 17 verður með svipuðu sniði og í fyrra en með einhverjum breytingum þó. Helsta nýjungin er sú að boðið verður upp á lokuð námskeið snemma á morgnana. Um fimm vikna hörkunámskeið er að ræða þar sem þol, styrkur og lið- leiki verða í aðalhlutverki. Tímar verða fimm sinnum í viku, þrír í stöðvaþjálfun og tveir skokk eða spinn með tækjasal. Ketilbjöllutímar verða áfram í vetur en helsti munur á hefðbundn- um lyftingum og ketilbjöllunum er sá að þegar verið er að vinna með ketilbjöllunum eru unnið með allan líkamann í einu. Spinning-tímarnir verða á sínum stað eins og undanfarin ár, í hádeg- inu þrisvar í viku og seinnipartinn á sömu dögum. Skvassið skipar einnig stóran sess í Veggsporti. Er það heilbrigð útrás enda mikið puð og brennsla í stuttan tíma og tilval- ið fyrir þá sem eru tímabundnir. Skvassfélag Reykjavíkur verður með æfingar fyrir krakka og ungl- inga í vetur eins og undanfarin ár. ● HJÓLAÚTSÖLUR Besti tíminn til að kaupa sér hjól á góðu verði er yfirleitt í ágústmánuði þegar hjólabúðir rýma til á útsölum. Nú eru víð- ast hvar síðustu dagar útsal- anna og útsölunni í Erninum lýkur til að mynda á laugar- dag. Útsalan í GÁ Pétursson fjallahjólabúð stendur einn- ig minnst út þessa viku og út- sölunni í Markinu lýkur í fyrsta lagi í lok næstu viku. Lokaðir tímar í Veggsporti Haustið í Boot Camp fer af stað 14. september þegar ný námskeið hefjast. Af nægu er að taka í haust- dagskránni. Auk venjulegra Boot Camp-tíma sem kenndir eru allan daginn verð- ur lögð rík áhersla á Grænjaxla- námskeið. Grænjaxlanámskeið- in eru ætluð þeim sem treysta sér ekki í venjulega Boot Camp-tíma en vilja upplifa stemninguna. Grænjaxlar æfa tvisvar í viku og er álagið þar töluvert minna en gengur og gerist í hefðbundnum Boot Camp-tímum. Því eru nám- skeiðin góð leið fyrir þá sem hafa ekki æft lengi eða jafnvel aldrei eða eru að stíga upp úr veikindum eða meiðslum. Í september verður farið af stað með GI Jane-námskeið, sem eru Boot Camp-tímar sem ein- göngu eru ætlaðir konum. Útihóp- ur Boot Camp er einnig vinsæll. Sá hópur æfir úti allt árið sama hvort það er rigning, sól eða snjór. Hist er þrisvar í viku á nýjum stað í hvert sinn. Nýtt umhverfi gerir æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar. Þarna mæta þeir sem vilja súrefni í æð. Boot Camp er að finna víða um land og er ætlunin að fjölga útibú- um í haust til að flestir geti notið þjálfunarprógrammsins. Boot Camp verður því kennt á eftirfar- andi stöðum í haust: Reykjavík, Keflavík, Akranesi, Bifröst, Sel- fossi, Hveragerði, Stykkishólmi, Reyðarfirði, Akureyri og Sauðár- króki. Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.bootcamp.is. Boot Camp kennt víða um land Í september verður farið af stað með GI Jane námskeið sem eru aðeins ætluð konum. Skvass er skemmtileg íþrótt. Björg Árnadóttir Íslandsmeistari í Reykjavíkurmaraþoni kvenna 2008 Ásthildur Sara Björk Svavar Örn Hannes Aron Telma Karen Aukin orka EAS orkuvörur fyrir hlaupara, útivistarfólk, hjólreiðamenn, kylfinga, fólk sem stundar boltaíþróttir eða æfingar og óskar eftir aukinni orku. Þetta skiptir allt máli.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.