Fréttablaðið - 19.08.2009, Side 40

Fréttablaðið - 19.08.2009, Side 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Þegar maður hefur ekkert fyrir stafni og nægan tíma til að láta hugann reika, þá fyrst verð- ur veröldin óskiljanleg. Síðasta sunnudag hafði ég ekkert sér- stakt að gera, svo ég settist niður við ströndina í Garrucha á Suður- Spáni, þar sem ég dvel um þess- ar mundir. Ég horfði út á hafið og fyrr en varði fór hugurinn á stjá og varð fyrir alls konar spurning- um sem flækja tilveruna. Eins og til dæmis: af hverju tileinka sér ekki allir kurteisi? KURTEISI kostar ekkert og sá sem tileinkar sér hana er vís til þess að eiga ánægjuleg samskipti við aðra. Ég þekki engan sem er í nöp við kurteist fólk og enn síður veit ég til þess að einhver reyni eftir fremsta megni að láta af slíku hátterni. KANNSKI eru það allar banda- rísku bíómyndirnar með öllum hrokafullu hetjunum sem fá fólk til að álíta sem svo að þeir sem vilji verðskulda virðingu og aðdá- un skuli sýna af sér vott af bestíu- skap og allnokkuð af stærilátum. Eða kannski er það lærdómur sem fólk dregur af umræðuþáttun- um í sjónvarpinu eða umræðum á Alþingi að kurteisi sé fyrir fáfróð- an pöpulinn meðan þeir sem betur þekkja til hennar veraldar sýni af sér harðneskjulegra viðmót? SVONA spurningar koma náttúr- lega flatt upp á mig þar sem ann- ríki og stress hafa lengið varið mig gagnvart slíkum vangaveltum. Það sem verra er; detti maður niður á þetta plan er voðinn vís því barna- legar spurningar af þessu tagi fara að hrynja yfir mann eins og fúk- yrði á næturröltandi sveitamann á Laugaveginum. SKAMMT frá mér var kona í hugleiðslu. Sjávarniðurinn er líka vel til þess fallinn að koma kyrrð á hugann en þarna var ég í hinni mestu ókyrrð eftir gárurn- ar sem spurningarnar skilja eftir sig í huga mér. Til að bæta gráu ofan á svart kom síðan skömmu síðar unglingaskríll með segul- bandstæki og graðhestatónlist- ina í botni. Á fimmtánda ári hefði mér aldrei dottið í hug að fara með segulbandstæki á ströndina (enda er sjórinn hrollkaldur á mínum bernskustöðvum en það er annað mál). ÉG SAGÐI skrílnum að lækka í þessu gargi eða ég myndi henda tækinu í sjóinn og hélt síðan áfram að hugsa um það af hverju fólk til- einkaði sér ekki kurteisi. Gárur við ströndina Í dag er miðvikudagurinn 19. ágúst 2009, 231. dagur ársins. 5.31 13.31 21.29 5.06 13.16 21.23 H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.is 25-70% AFSLÁTTUR! HEILSUKODDAR 30% AFSLÁTTUR! SVEFNSÓFAR 25-30% AFSLÁTTUR! SÆNGURFATNAÐUR30% AFSLÁTTUR! KING KOILAmerískt heilsurúm(Queen size 153x203)FRÁ kr. 99.850 MARGARTEGUNDIR!KOMIÐ OG SKOÐIÐÚRVALIÐ www.tskoli.is Innritun í kvöld- og f jarnám stendur til 26. ágúst

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.