Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1952, Page 7

Samvinnan - 01.05.1952, Page 7
Ferð með sauðaskipinu Domino 1903 Að morgni 25. sept. var byrjað á framskipun fjárins á Akureyri, og var benni lokið um kl. 2. Féð hafði verið rekið yfir vesturkvíslar Vaðlanna um morguninn, var fremur svanglegt og hvergi nærri þurrt á ull. Fé Eyfirð- inga var sumt rekið framan úr miðj- um firði þann sama morgun, en bafði verið hýst um nóttina. Skipið leysti um nón frá hafnarbryggjunni, og strax, sem komið var út á fjörðinn, fórum við að gefa fénu, en gátum ekki gefið til fulls á neðsta „dekki“ sökum myrkurs. Skipið bafði kol á botninum fyrir barlest, og var þess vegna svo lágt undir „dekk“, að í öllum framhluta skipsins tók það að- eins meðalmanni í bringu, en oftast átti það að heita manngengt. Þar var því ekki mögulegt að hengja upp lampa, því féð gat mölvað þá, Ijós mátti aðeins bera þar um til að líta eftir ástandinu — öðruvísi ekki. Þeg- ar féð reis upp við skilrúm réttanna til að teygja sig eftir heyinu, náði það alveg upp í „dekkið“ og var þá nærri ómögulegt að komast áfram með hey- föngin. Eins var ómögulegt að halda þar við góðu lofti, nema hvínandi vindur væri í loftháfunum. Veðrið hafði verið gott um daginn, en með kvöldinu sneri hann sér á norð-austan með þokuþembingi og var hálf úfinn í sjó. 26. sept. Rigning og þoka og þétt- hvass austanvindur; talsverður sjór. Við byrjuðum að gefa kl. 6 um morg- uninn og vorum búnir litlu fyrir há- degi. Kl. 1 fórum við svo að gefa upp aftur eftir sömu röð og um morgun- inn, og vorum ekki búnir fyrr en í rökkri. Við fjármennirnir gáfum nær eingöngu sjálfir, en fengum hjálp hjt hásetum til að flytja heyið til á neðsta dekki, en annars smeygðu þeir sér hjá því, eins og þeir gátu, að hjálpa við fjárhirðingu. Við litum seinast vand- lega eftir öllu fénu kl. 10 og lögðum okkur síðan til svefns, en fórum á eftir Sigurð Jónsson á Arnarvatni Fyrir nokkru komu í leitirnar allmörg skjöl jrá jyrstu starjsárum Sam- bands íslenzkra samvinnujélaga, og hajði Steingrímur Jónsson, sýslu- maður, sem var annar jormaður Sambandsins geymt þau í jórum sínum. Meðal liandritanna var frásögn Sigurðar Jónssonar á Helluvaði (síðar á Arnarvatni) aj ferð hans með sauðaskipinu Domino 1903, og birtist hún hér í fyrsta sinn á prenti. — Sú var tíðin, að íslenzka jéð var jlutt lifandi til Bretlands, og höjðu margir áhyggjur aj líðan jjárins í þessum siglingum. Var það eitt aj fyrstu áhugamálum Sambandsins að bæta að- búnað þess, og voru gerðar margar samþykktir um það, að íslenzkir fjár- menn skyldu ávallt vera með skipunum. Frásögn Sigurðar er merk heim- ild um þennan þátt í sögu íslenzks landbúnaðar. Þetta er ein síðasta myndin, sem tekin var af Sigurði á Arnarvatni. 7

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.