Samvinnan - 01.05.1952, Page 11
tf r a u h
SMÁSAGA EFTIR BALDUR ÓLAFSSON
Hann Lárus í Seli var aðeins kot-
bóndi. I fjörutíu ár var hann búinn
að hokra á gæðarýrri jörð, sem fyrir
utan ofurlítinn túnskika og lélegar
engjar var ókræsilegt samsafn af
gráum og grettum hraunbreiðum.
Þegar krakkarnir voru komnir
upp og farnir að heiman, gerði hann
tilraun til að selja jarðarófétið. En
það gekk báglega. Það komu raunar
nokkrir menn til að líta á skikann.
Þeir spígsporuðu um landareignina,
grettu sig, þgar þeir sáu hraunið, og
muldruðu eitthvað í barm sinn um
rýra landskosti.
Fyrir skömmu kom þó burgeis úr
Reykjavík. Það var mikill sjentil-
maður. Hann bauð Lárusi gamla
vindil. Havana. Ektafínan. Sætlega
ilmandi.
Hann lét ekki ólíklega með kaup-
in. Hafði í hyggju að setja upp refa-
bú. Hann spurði gamla manninn í
þaula um jörðina. Kvaddi svo. Þú
heyrir bráðum frá mér aftur, sagði
hann. En frá honum hafði ekkert
heyrzt, þeim ref.
Og nú er Lárus á vakki um land-
areignina. Það er bjartur sólskins-
dagur. Gamli maðurinn á óhægt um
gang. Gigt í fæti. En hann bítur á
jaxlinn og hugsar, að óhaltur skuli
hann ganga, meðan báðir fætur eru
jafnlangir.
Hann gengur út og suður með
hraunrimanum. Hristir höfuðið,
þegar hann lítur yfir allt þetta grjót.
Þó brosir hann milt öðru hverju.
Við þennan landskika eru margar
glaðar minningar bundnar. Jafnvel
hraunbollarnir með ilmandi lyngi og
sandblettum á milli minna hann á
þá tíð, er krakkarnir undu þar við
leiki og hlátur þeirra ómaði milli
klettanna.
En hvað er á seyði þarna? Lárus
gamli skyggir hönd fyrir augu, og
horfir út í hraunið. Er ekki maður
þarna milli klettanna skammt frá?
Hann stendur þar með ofurlítið prik
í hendinni. Nú færir hann sig til og
horfir á hvítan strigadúk, sem
spenntur er á trönur skammt í
burtu.
Hann er skrítinn, þessi, hugsar
Lárus, þegar hann sér manninn
ganga að dúknum og pikka í hann
með spýtunni. Ojæja, hugsar Lárus.
Þetta er sjálfsagt einhver úr höfuð-
staðnum. Ætli hann sé ekki orðinn
vitlaus, greyið, úr húsnæðisleysi og
bágindum.
Þá lítur maðurinn við og kemur
auga á Lárus. Það glaðnar yfir svip
hans. Hann leggur spýtuna frá sér
á klett og gengur upp í hamraborg-
ina til gamla mannsins.
Góða daginn. Er það ekki Lárus í
Seli, sem ég tala við? segir ókunni
maðurinn og réttir fram hendina til
kveðju.
Öjú, sá er maðurinn, segir Lárus,
og horfir forvitnis augum á hinn ó-
kunna. Hann sér, að maðurinn er ó-
venju hár og þrekinn, klæddur í
ljósbrúnan slopp, sem flakar frá
honum og er allur þakinn rauðum,
grænum og bláum málningarslett-
um.
Það var gott að hitta þig, segir
maðurinn og þrýstir hendi Lárusar
kröftuglega. Eg var á leiðinni heim
til þín, en tafðist við að skoða hraun-
ið, — þetta dásamiega hraun.
Sér er nú hver dásemdin, segir Lár-
us, og hnussar í honum,
Ég þarf svo sem ekki að spyrja að
því, að þú ert eigandi að þessari
ágætu jörð?
Sjáðu þessar mosavoxnu
hraunöallir eða jökuiinn
þarna, \begar hann roðnar
í morgunsólinni, sagði mál-
arinn.Maður s/ær nú aldrei
jökulinn, mutdraði Lárus:
Lárus horfir tortryggnisaugum á
komumann, og er ekki laus við að
gruna hann um græsku. Ojú, segir
hann og skýtur kjálkanum fram. Ég
á að heita eigandi að þessari jarðar-
ritju, ef jörð skyldi kalla.
Já, þú átt hana, segir hinn og horf-
ir ljómandi augum fram fyrir sig. Það
er furðulegt, alveg stórkostlegt.
Von er að þú segir það, andvarp-
aði Lárus. Hún er furðulegt óféti,
þessi jörð, og hefur svo sem enga kosti
til að bera, afskekkt og nytjalítil. Ég
hef samt verið að bera í brestina,
þegar líklegir kaupendur hafa komið,
en það er óhætt að segja þér eins og
er.
Víst er hún stórkostleg, segir mað-
urinn og virðist Iítið hafa tekið eftir,
hvað bóndinn sagði. Ég hef víða far-
ið, en bvergi komið auga á jafn dá-
samlegan stað, Sjáðu bara þessar
mosavöxnu hraunhallir eða jökulinn
þarna, þegar hann roðnar í morgun-
sólinni.
Jæja, maður slær nú ekki jökulinn,
muldrar Lárus þvergirðingslega.
Eða þá brekkurnar, Lárus, og
grænu hvammana með ávölum og
íbjúgum línum!
Ef brekkurnar væru orðnar að
túni, svarar Lárus og blær, þá væri
allt í skársta lagi.
Jæja, hvað um það, segir ókunni
maðurinn og hvessir brúnir. Þetta er
samt furðulegt. Hann snýr sér snögg-
lega við og tekur aftur í hendi gamla
mannsins. Ég óska þér til hamingju
með jörðina. Þú átt þarna fagra perlu.
Sannarlegan dýrgrip.
Sínum augum lítur hver á silfrið,
ansar Lárus góðlátlega, og vill ekki
andæfa frekar skoðunum komu-
nranns.
11