Samvinnan - 01.05.1952, Síða 21
H t a u \t
(Frh. aj bls. 12)
er miklu fallegri tala og hæfir betur
svona ptyðilegri jörð.
Þá varð Lárus forviða, og skellti á
lærið. Það held ég þú sért ekki með
öllum mjalla, Snæfells, að hækka þitt
eigið boð.
Svona nú, Lárus, sagði lögfræðing-
urinn sefandi. Láttu Snæfells ráða,
hann veit hvað hann gerir.
Það held ég nú ekki, sagði Lárus
með þráa.
Það stendur, sem ég segi, sagði mál-
arinn ákafur. Eg læt það ekki spyrj-
ast, að ég kaupi jörð fyrir minna en
ég sel eitt málverk í Reykjavík.
Og þá fer ég ekki að selja þér ban-
sett hraunið dýrar en skjmsamlegt
er!
Sussu, sussu, greip lögfræðingurinn
fram í. Tvö þúsund til eða frá skipta
ekki svo miklu máli. Snæfells hefur
fundið hérna umhverfi, sem honum
geðjast að. Það þýðir aukna starfs-
gleði fyrir hann, aukin afköst, meiri
arð. Snæfells hefur sína eigin marg-
földunartöflu, og það getur enginn
sagt, að hún sé röng, þótt ekki takist
að fá liana viðurkennda.
Það smáhummaði ; Lárusi, en lög-
fræðingurinn breiddi úr skjölunum
og byrjaði að skrifa með miklum
hraða. Það var þögn við borðið, með-
hafði gengið að óskum, og allar vor-
um við glaðar og heilbrigðar, þegar
við komum heim til okkar seint um
kvöldið. Við kvöddum bílstjórana
okkar með þökkum fyrir góða og á-
nægjulega fylgd, og sendum kaupfé-
laginu hlýjar hugsanir og þakkir fyr-
ir að veita okkur þetta tækifæri til
að létta okkur upp frá heimilisstörf-
unum, ferðast um fallegar sveitir og
skoða sögufræga staði. Og við
geymum í hugum okkar góðar minn-
ingar frá ferðalaginu.
Þessar skemmtiferðir hafa tengt
vináttubönd milli húsmæðranna og
kaupfélagsins í sýslunni. Við vonum,
að þau megi haldast og húsfreyjurnar
fagna sumarleyfi sínu eins og á
undanförnum árum. /. H.
an maðurinn reit samninginn, aðeins
heyrðist skrjáfið í pennanum, þegar
hann þaut yfir hvítan pappírinn.
Þá er það búið, sagði lögfræðing-
urinn, og nú er aðeins að skrifa und-
ir. Hann ýtti blaðinu til bóndans.
Gamli maðurinn stóð léttilega á fæt-
ur og skrifaði nafnið með skýrum en
dálítið stirðlegum stöfum.
Þarna hafið þið það — Lárus Jóns-
son. Það er svo sem engin Iærð skrift.
Hún er úfin og grett eins og hraunið
hérna, ójá, svo er nú það. Hann skim-
aði til mannanna við borðið og rétti
svo Snæfells pennastöngina.
Eru þá ekki báðir partar ánægðir?
spurði lögfræðingurinn, þegar undir-
skriftunum var lokið.
Harðánægðir, anzaði Snæfells. En
nú verðum við að kveðja þig, Lárus
minn. Lögfræðingurinn þarf að flýta
sér og ég verð að tefja hann sem
minnst. Svo þrýstu þeir hendi gömlu
hjónanna og óku burt.
★
Gömlu hjónin horfðu lengi á eftir
bílnum, sem ók niður vegslóðann.
Hann valt til og frá, þar sem vegur-
inn var ójafn, en tók fimlega beygj-
urnar, og hvarf að lokum bak við
suðurenda hraunsins.
Þetta var nú heimsókn í Iagi, sagði
gamla konan og strauk dust af svunt-
unni sinni.
Já, höfðingja heimsókn, anzaði Lár-
us, en nú eigum við heldur ekki Selið
lengur.
Og livað verður þá um okkur?
spurði konan.
Hvað, okkur vantar ekki ráð. Við
flytjum í kaupstaðinn. Ég hef auga-
stað á húsi þar, litlu og snotru með
garði og smábletti. Þar getum við átt
rólega daga og látið fara vel um okk-
ur.
Konan brosti við, en varð svo aft-
ur alvarleg á svipinn.
Og þó finnst mér þetta eitthvað
svo undarlegt, — ég meina að við
skulum ekki eiga jörðina okkar leng-
ur. Hér höfum við Iifað og stritað og
baslað, þangað til krakkarnir voru
komnir upp.
Satt er það, mælti hann og studdi
hnúunum í borðið. En við erum líka
bæði orðin þreytt. Jörðin var okkur
erfið og gaf lítið af sér, en við börð-
umst vel. Þess vegna getum við hvílt
okkur með góðri samvizku.
Þau þögnuðu bæði og virtust ásátt
um málið. Aftanskinið jókst úti og
það teygði sig yfir grátt hraunið, yfir
litla túnið og bæinn, sem hafði skýlt
þeim í þraut og gleði margra ára.
Bráðum mundu þau kveðja hann.
„El Grillo"
(Frh. af bls. 6)
skemmt eða lítið og hvort þrýsting-
ur hefði liðað það eða sprengt í sund-
ur.
I fyrstu ferð sinni niður kom Grím-
ur niður á göngubrú yfir olíutönkum
ofan við þilfar skipsins, og var þá
þegar ljóst, að það stóð á réttum kili
og var að minnsta kosti ekki allt
sundur liðað. Fór hann síðan sextán
sinnum niður að skipinu, fór upp og
niður eftir síðum þess, skoðaði skrúfu
og stýri og þilfar allt. Gaf hann jafn-
óðum skýrslu um athugun sína upp
á yfirborðið, því sem sími er í kafara-
búningnum, svo að hann hafði stöð-
ugt samband við yfirborðið. Ekki var
mikið fiskilíf í kringum skipið á þess-
um tíma árs, og sá Grímur aðeins tvo
fiska. Kom annar þeirra syndandi í
fáti beint á gler kafarakúlunnar, er
Grímur leit inn í flothólk á þilfari.
Niðurstöður þessarar ítarlegu
rannsóknar urðu í stuttu máli þær,
að skipið stæði á réttum kili og væri
furðulega lítið skemmt. Fundust eng-
ar alvarlegar skemmdir, nema á neð-
anverðum stjórnborðsbógi skipsins,
þar sem komið hafði 5—6 metra rifa,
allt að 20 cm. breið, þegar sprengj-
an sprakk framan við skipið.
Lengra verður þessi saga ekki sögð
enn sem komið er, en vonandi verður
á henni giftusamlegt framhald. Hér
er um mikið mál að ræða, og takist
að bjarga olíunni úr skipinu, sem enn
mun vera mikil, eða það sem betra er,
skipinu sjálfu, mundi þjóðin þar eign-
ast mikið verðmæti. Sambandið og
Olíufélagið munu ekki láta sitt eftir
liggja til þess að „E1 GrilIo“ verði
lyft á flot og það hagnýtt svo sem
bezt má verða.
21