Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 23
Slys þau, sem orðið hafa á sauðun- um, hafa slegið svo miklum óhug á menn, að margir virðast telja það ó- sæmilega meðferð að senda féð utan og hafa enda kannske mest fyrir það hneigzt frá „félaginu“. Álit mitt er, að ef við höfum góða menn með fénu, og skipip og útbúnaður þeirra er vandað vel, þá líði fénu bærilega, og það eigi oft verra heima hjá okkur, án þess þó að við köllum, að því líði illa. En útflutningurinn verður alltaf áhættuspil, það geta einlægt orðið slys fyrir óveður og ósjó; en sé allur útbúnaður vandaður, hljóta þau að verða sjaldgæf, það þykist ég vita af eigin reynslu. — Ég hefi séð, hve vel hirt fé helzt lengi frískt, þó ósjór sé. Mesta meinið nú orðið er, hve skip- in eru lítil, og um leið kraftlítil, því að lítið skip og mikill gangkraftur getur ekki farið saman á skipi, sem ætlað er til siglinga á rúmsjó. Ef við hefðum fé í stóra farma og fengjum stór skip, sem væru viss að fara alla leið á 4 dögum, nærri að segja hvern- ig sem blési, þá myndi útflutningur- inn ganga að óskum. Eins og verzlunarhorfurnar eru, hljótum við að halda áfram við út- flutninginn, enda sé ég enga ástæðu til þess að honum sé hætt. En allir sannir kaupfélagsvinir þurfa að vinna að því að útflutningsaðferðin sé bætt, eins og menn hafa föng á og vit til. 25. Jan. 1904 Sigurður Jónsson frá Helluvaði. Til aðalfundar K. Þ. að Grenjaðarstað. Samvinnubyggingar... (Frh. af bls. 10) margvíslegt annað tréverk til í- búðarhúsa. Er það byggingafélögun- um hagur að eiga einn aðila í Reykja- vík, sem þau geta snúið sér til um hvers konar fyrirgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum, sem Þórir Baldvinsson gaf í blaðagrein í fyrra, taldi hann að vinda yrði bráð- an bug að byggingu 1000 býla í land- inu til þess að koma í veg fyrir, að jarðir leggist í eyði. Ekki eru nýjar skýrslur til um það, hvar skórinn kreppir mest í þessum efnum í bæj- um og kauptúnum, en þar er víða sama ástandið. Eins og sakir standa, eru mögu- leikar félaganna til öflunar lánsfjár litlir og eru því framkvæmdir þeirra sjálfkrafa skornar niður. Virðist því óþarft að kosta fjölmenna stofnun, sem segir til um, hverjir megi byggja og hverjir ekki. Sú þörf, sem áður var fyrir slíka stofnun, er ekki leng- ur til. Hins vegar hindrar stofnunin félögin í framtíðar undirbúningi, þar sem enginn veit fyrirfram, hvort nokkur leyfi muni fást. Þeir, sem leyfi fá til að byggja, verða svo að byrja á hvaða tíma árs sem er, oft sér til tjóns vegna ónógs undirbún- ings. Nú horfa margir til hinna svoköll- uðu smáíbúðahúsa, sem allsherjar lausnar á húsnæðiseklunni í landinu. En það er ekki nema ein leið af mörgum, sem fara verður til að finna framtíðarlausn á þessum mál- um fyrir þjóðina. Áburðarverksmiðjan ... (Frh. af bls. 17) sendiherra Bandaríkjanna, hr. Law- son, gat komið því við að koma hing- að í dag ásamt herra Robert Brunn- er. Sendiherrann hefur sýnt alveg sér- stakan skilning á þessu áburðarverk- smiðjumáli, og hefur það verið mjög nnkils virði. Mér er minnisstætt, þeg- ar sendiherrann kom, ásamt þáver- andi Marshallstofnunarfulltrúa, hr. Joseph Mendenhall, til ríkisstjórnar- innar milli jóla og nýárs 1950, en ég hafði verið kvaddur á þann fund. Sendiherrann kom til þess að til- kynna, að áætlanir um áburðarverk- smiðjuna hefðu verið samþykktar til framkvæmda af Marshallstofnuninni. Allir viðstaddir voru glaðir, en ég held þó, að sendiherrann og hr. Men- denhall hafi fagnað málalokunum engu síður en við Islendingar. I huga mér minnist ég í dag margra manna, erlendra og íslenzkra, sem hafa hjálpað til að þessu mikla máli er nú svo langt komið. Ekki sízt minnist ég manna, sem voru hjálp- samir og skilningsgóðir á þetta mál og veittu því fyrirgreiðslu, þegar ég á þrem ferðum mínum 1950 og 1951, fyrst um Evrópulönd og síðar í Bandaríkjunum, var að vinna að framgangi málsins. Erlendir menn í París og Washing- ton og sendiherrar Islands á þessum stöðum og starfsmenn sendiráðanna eiga þakkir fyrir þeirra starf að því, að góður árangur fékkst. Þegar nú í dag þessar framkvæmd- ir eru hafnar, vil ég biðja blessunar yfir þetta fyrirtæki, sem nú er byrj- að að skapa. Biðja um blessun, sem gefi möguleika til að það verði sem því er ætlað, — voldug lyftistöng fyrir íslenzkan landbúnað, fyrir ís- lenzkan þjóðarhag. I dag er föstudagur fyrstur í sumri. Áburðarverksmiðjan er fyrirtæki sumarsins, gróðurins og vaxtarins. Fyrirtæki, sem vill auka öryggi ís- lendinga um það, að komandi sumur, þessi stutti en dásamlegi tími birtu, gróðurs og bjargar, verði þjóðinni betri og giftudrýgri og þá um leið gleðilegri sumur en þau gætu orðið án áburðarverksmiðjunnar. I von um að svo verði óska ég öll- um gleðilegs sumars, og þakka þeim, sem hingað komu.“ Sigfús Sigurhjartarson látinn Sigfús Sigurhjartarson, fyrrum al- þingismaður, lézt í Reykjavík 15. marz sl., nýlega fimmtugur að aldri. Var hann fæddur og uppalinn á Urð- um í Svarfaðardal, gekk í gagn- fræðaskólann á Akureyri, mennta- skólann í Reykjavík og lauk emb- ættisprófi í guðfræði 1928. Um tutt- ugu ára skeið hafði hann mikil af- skipti af opinberum málum, varð bæjarfulltrúi, alþingismaður og skip- aði margar aðrar trúnaðarstöður. Sigfús var um skeið kennari við Samvinnuskólann og síðar tók hann mikinn þátt í kaupfélagsstarfi í Reykjavík, átti sæti í stjórn KRON frá 1940 og var formaður þess frá 1945 til dauðadags. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.