Samvinnan - 01.05.1952, Síða 29
KiXX
LJÚFFENGIR
Royal
búðingar
með ferns konar bragði
Hví ekki að reyna ROYAL BÚÐINGA,
sem eru frægir um viða veröld? Þeir eru
hver öðrum ljúffengari, með hindberja-,
vanillu-, karamellu- og súkkulaðibragði,
og það er mjög auðvelt að búa þá til.
Þér bætið aðeins mjólk við búðingsduft-
ið, hitið hana upp að suðumarki, og látið
svo búðinginn kólna. Sykri þarf ekki að
bæta í. Gerið fjölskyldunni dagamun og
bjóðið henni ROYAL BÚÐINGA!
REYNIÐ ROYAL BÚÐINGA
SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA
PaS« Hafið þér reynt
ROYAL SAGÓBÚÐING-
ANA? Þeir fást með þrenns
konar bragði:„Butterscolch",
vanillu og síðast en ekki
sízt hinu nýja bananabragði
Hann var móður og blásandi, er hann kom þangað, og
með skjálfta í fótunum. Hann hringdi dyrabjöllunni og
studdi sig við dyrastafinn. Þjónustustúlkan var gengin til
náða, svo að Dórothea kom sjálf til dyra. Þegar hún opn-
aði, féll hann í fang henni. „Ég er ekki drukkinn,“ sagði
hann. „Þetta fífl, hann McElton, lét mig hella niður glasi.
Ég er kominn aftur, ástin mín. Ég get það ekki . . . Þú
verður að flýja með mér! Þú mátt til . . .
„Þú ert hoIdvotur,“ sagði Dorothea.
„Það er hellirigning, en þér er sama, er það ekki? Þú
gerir, sem betur fer, ekki veður út af öllu, ástin mín.“
„Þú fullyrðir heldur mikið,“ sagði hún. „Hvemig veizt
þú, hvað ég muni láta gott heita?“
Hann hallaði sér upp að veggnum og hló.
„Ég veit meira um þig en ég hef nokkru sinni vitað um
aðra,“ sagði hann. „Þú ert skapvond, löt — líttu á erm-
ina þína, það hefur vantað á hana hnapp í marga daga —
og þú ert kærulaus. Ég mun ekki hafa stundlegan frið eft-
ir að ég er giftur þér. En ég verð svo hamingjusamur og
ánægður, að ég safna sjálfsagt spiki á einu ári.“
„Hvað kemur þér til að halda, að þú munir giftast
mér?“
„Ég held það ekki. Ég kom til að segja þér, að við för-
um saman til Astralíu. Þar verðum við gefin saman svo
fljótt sem auðið er, og ef þú reynir að beita mig einhverj-
um brögðum, telpa mín, mun ég flengja þig. Þú hefur nú
komizt í kjmni við síðasta eiginmann þinn.“
Dórothea stóð grafkyrr. „Hvað knúði þig til að koma
aftur til mín?“
„Ég gat ekki ráðið við það.“
„Ert þú viss um, að þú sért ekki aðeins þreyttur og
ruglaður?“ Hún starði á hann. „Það yrði mér ofviða, ef
svo væri.“
„Ástin mín,“ sagði hann, og í einni svipan skildi hann
nú margt, sem borið hafði við.
„Þú skilur það, Andy?“
„Ég elska þig meira en nokkuð annað á jarðríki,“ sagði
hann blíðlega. „Ég skal gæta þín og hugga þig. Þú skalt
aldrei verða einmana framar.“
„Ég vona að þú vitir, hvað þú ert að gera,“ sagði hún
og andvarpaði. „Það er liðið fram yfir miðnætti.“
Andrés settist skyndilega. „Sama er mér,“ sagði hann
um leið og hann dró hana að sér.
# # *
Hann heimsótti Bertu, áður en hann fór til Ástralíu.
Þegar hann gekk inn, var ein af vinkonum þeirra að fara.
„Góðan dag, María,“ sagði hann. Hún leit á hann án
nokkurra svipbrigða og vék til hliðar.
Berta beið hans, klædd í svartan kjól, og var engu blíð-
29