Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 10
Útrýma gerviefnin ullinni? Sauðkindin mun hljóta örlög Ullin hefur aldrei verið nauð- silkiormsins, segja sumir — synlegri en nú, segja aðrir — Flrifningin ljómar í augum kon- unnar í auglýsingunni. Hún er klædd í kjól, sem auglýsandinn segir vera „nýjasta nýtt“, — efni, sem „andar með yður og veitir yður fullkomna vellíðan“. Auglýsingin skýrir frá því, að þetta viðundur hafi tekizt að skapa með því að blanda saman 86% orlon og 14% ull. Aðrar auglýsingar heims- blaðanna sýna 100% orlon (heitara en ull, er sagt, má þvo það, þolir rign- ingu, krumpast ekki og mölur vinnur ekki á því) og telja efni þetta marka tímamót. Sömu sögu er að segja um teppaiðnaðinn, þar sem framleidd eru rayonteppi, sem líta út nákvæmlega eins og ull, og um framleiðslu karl- mannaundirfata úr Lynel, sem hvorki hlaupa né kittla. Vísindin hafa tekið undir þetta og boða nýja tíma í fataiðnaðinum. Dr. Rogers Adams, er starfar við efna- fræðideild Ulinoisháskóla, segir óhik- að: „Gerfiefnin munu algerlega ryðja náttúruefnunum úr vegi á næstu 20 árum, rétt eins og bifreiðin ruddi hest- vagninum frá.“ Ullarframleiðendur svara þessum fullyrðingum hneykslaðir. „Ullin hefur aldrei verið þarfari en nú,“ fullyrðir Eugene Ackerman, stjórnandi ullar- ráðsins, sem að standa ullarframleið- endur í Bretlandi og Bandaríkjunum. Enn sem komið er, segir hann, hefur ekkert gerfiefni getað sameinað alla kosti ullarinnar. Hann bætir við, að rayon hafi verið þekkt í 30 ár án þess að skaða ullarmarkaðinn. Byltingin, sem nú stendur yfir í fataiðnaðinum, byrjaði í raun réttri 1938, þegar efnafræðingar uppgötvuðu nylon. Hinar stórstígu framfarir geta þó varla talizt eldri en fjögurra ára, en þessi ár hefur verið mikið um að vera á sviði efnaframleiðslunnar. Nylon hafði lokið miklu hlutverki á styrjaldarárunum, og er nú framleitt sem þráður, er síðan má vefa og prjóna úr peysur, sokka, áklæði eða teppi. Rayon og acetyte, sem áður höfðu að- allega keppt við baðmullina, tóku nú breytingum og urðu samkeppnisfær við ullina. Síðan birtist hvert gerfi- efnið á fætur öðru og þau gáfu þess- ari byltingu nöfnin orlon, dynel, da- cron, acrilan og vicara. Þegar þessar nýjungar komu fram, var algerð upplausn á ullarmarkaðin- um. Er styrjöldin í Kóreu brauzt út, voru litlar ullarbirgðir í Bandaríkjun- um og Ameríkumenn tóku því að kaupa ull í ákafa. Þegar í marz 1951 var verðið á ullarpundinu komið úr $ 1.76 upp í $ 3.73. Síðan gerðust hörmulegir hlutir fyrir ullina. Her- stjórnin í Washington tilkynnti, að hún hefði stöðvað ullarkaup og ákveð- ið, að nota mætti 15% nylon í ein- kennisbúninga. Ullarverðið hrapaði niður í $ 1.33. Meðan ullarverðið tók þessar gífur- legu sveiflur, var verðlag gerfiefn- anna nær óbreytt, en eigendur klæða- verksmiðjanna horfðu á verðbreyting- arnar áhyggjufullir. Þegar söluvand- ræði bættust við aðra erfiðleika þeirra, urðu þeir móttækilegri en nokkru sinni fyrir nýjungar. Teppaframleiðendur í Bandaríkj- unum hafa löngum verið óánægðir með að þurfa að treysta á fjarlæg lönd eins og Tíbet, Indland og Patagóníu til að fá þá ull, sem þeir þurftu til teppagerðar. Tíbet er nú lokað land og Indverjar hafa dregið úr útflutn- ingi ullar með því að Ieggja á hana 30% útflutningstoll. Stærstu ullar- verksmiðjur landsins hafa því gert tilraunir með gerfiefni síðan 1935, og í fyrra keypti stærsta fyrirtækið sína eigin rayonverksmiðju og notaði efni þaðan í 27% af framleiðslu sinni. I ár mun þessi verksmiðja nota ra}ron í 75% af framleiðslunni, enda hefur þvf reynzt vel styrkleiki og lithæfni efn- isins. Verðið á rayonteppum mun verða lægra en á ullarteppum. Annað stórfyrirtæki í klæðafram- leiðslu hefur blandað gerfiefnum í vörur sínar í 11 ár. Það mun nú nota svo til allar tegundir þessara efna, en hrein ull er aðeins 5% af framleiðsl- unni frá 80%, sem áður voru. En mörg gamalkunn fyrirtæki, sem framleiða karlmannaföt, hafa gert 100% ull að sönnun þess, að vara þeirra sé góð, og færi til dæmis Botany verksmiðj- urnar að selja gerfiefni (en þær stæra sig mjög af 100% ullarefnum), væri það rétt eins og gullsmiður færi að selja stál. Samt eru þessar verksmiðj- ur farnar að vefa nokkuð af efnum með 15% nylon. Gerfiefnin eru nú orðin samtals 21,6% af þeim þræði, sem notaður er til alls vefnaðar í Bandaríkjunum (baðmullin er 71,2%, ullin 7,1% og silki 0,1%). Mikilvægi gerfiefnanna er þó ekki það, sem gert er við þau í dag, heldur þeir möguleikar, sem þau búa yfir til framtíðar. Bæði þeir, sem framleiða gerfiefn- in og hinir, sem nota þau, leggja á það mikla áherzlu, að gerfiefnin eigi alls ekki að korna í staðinn fyrir ull- ina, og séu ekki „gerfiulD. Þessi efni hafa sína eigin kosti og galla, enda þótt sumir þeirra séu hinir sömu og ullin hefir. Engin efni geta haft alla æskilega kosti, og stundum tapast einn við það að öðrum er náð. Nylon er teygjanlegt, og þess vegna reyndist það ómetanlegt í festar svif- flugvéla á styrjaldarárunum -—• og á fætur kvenfólksins. En nylon þolir illa sólskin eða raka. Orlon þolir aftur á móti bæði sól og raka, og það er nauðalíkt ull að útliti, en það tekur 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.