Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 13
blotna nú, því við erum færri í bátn-
um en í gær. í gær flaut undir okkur
á afturþóftunni. Það eru nokkrir
líkjör-nautabanar í hillunum í kránni
og fáeinar sennorítur, þessutan nokkr-
ir saltkallar að maula brauð sitt í
framhýsinu. Þeir eru með rauðvíns-
brúsa vafinn í tágar og þeir drekka
vínið úr brúsanum með brauðinu. Eg
borðaði þetta brauð þeirra í Ibiza og
fannst það gott. Það er eins og heima-
bakað liveitibrauð með litlu geri. Þeir
borða mikið af því. Flestir þeirra eru
á reiðhjólum og eiga lítil kot í kring-
um sjóveiturnar, sem þeir vinna við.
Mér sýnist þeim líða vel og þeir eru
rnjög elskulegir við okkur og kurteis-
ir. Ég þekki þessa menn. Þeir hafa
unnið með mér í vegavinnu á Öxna-
dalsheiði og þeir hafa verið með mér
að skurðgreftri. Ég hef aldrei unnið
með þeim í salti og mér þykir það
leitt. Kannski á ég það eftir.
Það kom bifreið að sækja okkur
mjög bráðlega og með henni fórum
við til Ibizu. Við ökum framhjá sjó-
veitunum. Það er sjór í þeim nú, en
mér er sagt, að bráðum verði þessi
sjór að rauðu lagi í botni kvíanna.
Þetta rauða er saltið, áður en það
þornar til hlítar. Vegurinn til bæjar-
ins er þurr og harður og minnir mig
á veginn upp Vaðlaheiði á flóanum
Akureyrarmegin, upp undir brúninni.
Við erum konrnir til Ibizu að hálf-
tíma liðnum. Bíllinn, sem við erum
í, er árgerð 1929, ítalskur Fíat. Flest-
ir leigubílar eyjarinnar standa við
sömu götu í bænum. Þeir eru allir ár-
gerð 1929 og eldri.
Ibiza, það var ekki fyrirferðinni fyr-
ir að fara hjá þér. Það var ekki hávað-
inn og skarkalinn, enginn stórborgar-
ys með betlurum, óprenthæfum fá-
tæklingum, hórum og börnum, sem
hafa að atvinnu að vísa ókunnum
ferðalöngum í gleðihús með óþverra
tungutaki alþjóða hafnarmáls. Nei,
Ibiza, þú hafðir ekkert af óþverran-
um. Þú hafðir nokkra Francopilta,
sem höfðu sig lítið í frammi, af því
fólk þitt hafði kennt þeim að lifa út
af fyrir sig, og láta það í friði, meðan
það gat lifað af litlum launum og
greitt tilskilda skatta. Þú varst mesti
prýðisbær Ibiza.
Við Nils Jörgensen fengur okkur
herbergi í gistihúsinu Ibiza og bjugg-
um í því, rneðan skipið stóð við í La
Canal.
Gistihúsið var hið veglegasta og í
því bjó eitthvert slangur af höfðingj-
um frá meginlandinu; við sáum þá á
matmálstímum í borðsalnum, ásamt
konum sínum. Þarna var prófessor frá
Svartaskóla og einn af ritstjórum
Dagpóstsins í London. Við Nils kom-
umst að þessu, er við litum í Dagbók
Ibizu, en það er vikublað bæjarins, og
í því er getið allra meiriháttar gesta,
er gista bæinn. Við Nils vorum ekki
prenthæfir í Dagbók Ibizu, enda var
blaðið að vasast í þarfamálum um
þessar mundir og flutti forsíðugrein,
þar sem landsstjóri Balaríeyjanna
heimtaði afléttingu hafta á flutningi
sykurs til eyjanna.
Fyrsta kvöldið lentum við í vanda,
þegar við ætluðum að fá okkur í svang-
inn. Það voru margir þjónar í salnum
og við fengum matseðil, sem var ó-
skiljanlegur með öllu. Við tókum það
ráð að loka augunum og benda ein-
hversstaðar á seðilinn. Þetta ráð gafst
vel. Við fengum súpu, rauðvín, brauð,
fisk og steik (lifur og nýru), eftir að
hafa sagt nokkrum sinnum si við
spurmngum pjouanna. Okkur gekk
enn betur við næstu máltíð að gera
okkur skiljanlega, og að lokum þurft-
um við ekki að grísa á réttina og völd-
um það, sem okkur þótti bezt.
Það var borðað milli klukkan níu
og tíu á kvöldin, og þegar við höfð-
um lokið því, fórum við yfir götuna
og settumst við borð úti á gangstétt-
inni. Þarna var margt af ungu fólki,
sem brá sér öðruhverju inn í gilda-
skálann og dansaði. Þarna var dansað
á hverju kvöldi.
Þetta unga fólk, sem dansaði þarna,
var kátt, óbeygt og hafði lipra og hljóð-
láta framkomu. Við borðin sátu mæð-
ur með smábörn í fangi og gættu að
dætrum sínum, er voru komnar á legg
og voru farnar að gefa sennórunum
auga. Einnig sátu þarna ömmur, virðu-
legar í svörtum klæðum, dálítið gular
í andliti fyrir aldurs sakir og sátu mjög
kyrrar, hreyfðu tæpast höfuðin, en
renndu augunum því víðar og höfðu
nána gát á öllu. Innanum allan þenna
virðuleik skemmti unga fólkið sér,
eins og ekkert væri um að vera. Það
daðraði jafnvel lítilsháttar, þrátt fyrir
ömmurnar. Ég gruna þær um að hafa
munað sína fyrri tíð og því séð í gegn-
um fingur við þær, svona mátulega.
Einn morguninn erum við Nils
snemma á fótum og göngum í átt til
gamla bæjarhlutans. í honum hafa
sveitir Francos aðsetur sitt. Það voru
stundum hergöngur út og inn um háa
boghliðið á gamla nrúrnum, sem um-
lykur svæðið. Nema þenna morgun,
sem við göngum þarna í leit að verzl-
un með haglabyssur á boðstólum, —
því Nils var alltaf að gæta að hagla-
byssum handa íslendingum til að
skjóta með rjúpur og refi, af því hann
rekur verzlun þess efnis, rekumst við
(Framh. á hls. 16)
Sjóveitur, þar sem salt er unnið á Balarieyjum. (Ljósm. Sverrir Þór, skipstjóri).
9