Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 29
Öruggir ökumenn verðlaunaðir Samvinnutryggingar hafa byrjað á því fyrstar íslenzkra tryggingafélaga að verðlauna örugga ökumenn, enda er það ekki síður skynsamleg ráð- stöfun til að bæta umferðamenningu þjóðarinnar heldur en hin eldri, að refsa hinum óvarkáru. Samvinnutryggingar byrjuðu á því að veita þeim, sem ekki ollu tjóni á bifreiðum sínum, afslátt af iðgjöldum, og var því vel fagnað af bifreiðastjórum og bifreiðaeigendum. Nú hefur félagið um tæp- lega árs skeið veitt þeim mönnum, sem ekki valda tjóni í fimm ár, sér- staka viðurkenningu. Er þetta öryggismerki félagsins, og er hverjum öku- manni mikill sómi að því að bera það merki sökum þess, sem það ber vitni um. Merkin eru send frá skrifstofu félagsins 2—3 sinnum á ári, og skipta þeir menn tugum, er hlotið hafa þau. Stefnið að því að hljóta öryggismerkið! S AIMI vn N'PfUJT HR Y(B (K n M © AH8. 1 sögunum. Stundum, er ég hugsa um þetta á mörkum svefns og vöku, verður mér á að velta því fyrir mér, hvort stúlkan hafi verið lifandi — eða aðeins álfkona úr skóg- inum. Stundum hvarflar að mér, að hún og allt það, sem gerzt hefur síðan, sé aðeins draumur, og ég eigi fyrir mér að vakna þá og þegar. í þessu litla þorpi var lítið gistihús, sem stóð við lækj- arsprænu, er fossaði út úr skóginum gegnum byggðina miðja. Það stóðu nokkur íbúðarhús við lækinn og um þetta leyti árs voru garðarnir umhverfis þau fullir af feg- urstu blómum, en í hverjum glugga voru blómakassar til viðbótar. Þorpið var í djúpum dal, og maður kom skyndi- lega að því. Það var hreint og snoturt eins og brúðubyggð. Fólkið, sem bjó í þorpinu, voru slátrarar, bakarar og verzlunarmenn, sem ekki höfðu ráð á því að vera á stöðum eins og Karlsbad, Bad Neuheim eða Marienbad. Þegar ég sá staðinn, ákvað ég þegar að dveljast þar þrjá eða fjóra daga og hvíla mig. Ég átti ekki nema fjóra daga eftir, áð- ur en ég varð að taka lestina til Hamborgar og skip það- an heim, því að ég varð að vera þangað kominn, þegar há- skólinn tæki til starfa. Ég var þarna í tíu daga og kom tveimur vikum of seint í skólann. Ég hefði verið lengur, ef til vill að eilífu, ef hún hefði verið kyrr. Gistihúsið var reist í þrem álmum umhverfis garð, sem náði niður á lækjarbakka, og ég gat fengið herbergi, sem hafði útsýn yfir garðinn og fossinn í læknum. Á kvöldin lék hljómsveit í garðinum, en fólk sat þar og hlustaði á tónana, borðaði brauð og drakk bjór með. Þetta var vin- gjarnlegt alþýðufólk, sem virtist forvitið um Ameríku- menn og mig alveg sérstaklega. Margt af því átti ættingja í Milwaukee eða St. Louis, og það var erfitt að leiða því fyrir sjónir, hversu gjörólíkar þessar borgir væru þorp- inu litla. Þriðja morguninn — daginn áður en ég hafði ætlað mér að fara — vaknaði ég og gekk út á svalirnar til þess að fá mér morgunkaffi. Veðrið var eins og ávallt, bjart og hressandi og geislar sólarinnar brutust gegnum mistrið, sem lá yfir dalnum. Úr fjarska heyrðist niður fossins, og fyrir neðan svalirnar söngur eldabuskunnar. En það, sem gerði allt öðru vísi en venjulega, var h ú n , sem sat á svöl- unum og snæddi morgunverð með manni einuin. Þau voru svo fögur, að orð fá því varla lýst. Það var sem litla gisti- húsið væri aðeins sena í gleðileik, og nú hefðu aðalsögu- hetjurnar komið fram á sjónarsviðið. Hún var klædd baðmullarkjól með stuttum ermum, svo að armar henn- ar voru berir, og hún hefur varla getað verið meira en 19 eða 20 ára. Hár hennar var logagyllt og lokkarnir bylgjuð- ust um allt höfuð hennar. Þegar geislar morgunsólarinnar skinu á höfuðið, var sem geislabaug slægi umhverfis hana. Maðurinn, sem með henni var, gekk í stuttum leðurbrók- um og var ber um hnén, en skyrta hans var opin í hálsinn. Hann var dökkhærður, með ílangt andlit sem aðalsmaður og hrafnsvört augu. Mér fannst þegar í stað, að þessi hjón eða hjónaleysi væru ólík öðru fólki í þorpinu. Ég sá þau vel, enda þótt ég heyrði ekki orðaskil af því, sem þau sögðu. Svo hló hún skyndi- lega og það var unun að heyra svo taumlausa gleði, en mér varð það þegar ljóst, að hún væri ástfangin. Maðurinn laut 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.