Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 19
I I \ I þess að hún megni að rífa sig frá henni, mundi flugan þegar nokkru ut- an við gufuhvolfið, snúast og fara kringum jörðina, og halda þeirri ferð síðan áfram eins og tunglið. Mið- flóttaaflið og aðdráttarafl jarðarinn- ar mundu þarna verða nákvæmlega jöfn, en það er einmitt þetta sama jafnvægi, sem heldur tunglinu á braut sinni. Ef slík „stöð“ yrði látin snúast um- hverfis jörðina, er það trú manna, að hóflega stór eldfluga mundi geta komizt til „stöðvarinnar“ með sæmi- legan farm. Þessi farmur mundi þá í fyrstu vera eldsneyti, sem skilið yrði eftir í „stöðinni“ og mundi þarna fást benzínstöð í himinhvolfinu, sem sner- ist eftir fastri braut umhverfis jörð- ina. Þegar svo væri komið, gæti geim- far skotizt út að þessum litla mána, sem gerður hefði verið af manna höndum, Ieggjast að honurn og taka þar meira eldsneyti. Eftir það mundi ekki þurfa mikinn viðbótarhraða til að brjótast út úr örmum aðdráttar- aflsins. Eftir að geimfarið væri kom- ið út úr hringiðu jarðarinnar, gæti það siglt hvert sem er um hið slétta yfirborð vatnsins — himinhvolfið. TIL MÁNANS — OG LENGRA. Margir áhugasömustu vísindamenn- irnir telja slíka ferð vera barnaleik og vandamál hennar öll löngu leyst. Þeir hugsa lengra og skemmta sér við að glíma við ímyndaðar ferðir tit annara stjarna. Ein áætlun þeirra er um ferð til Venus, og er þá farið frá jörðinni til gervimánans áðurnefnda og þaðan til tunglsins, sem notað er einnig fyrir áningarstað. Þaðan er svo lagt af stað, þegar Venus er langt að baki jörðinni, vegna þess að sú stjarna fer hraðar og minni hring um- hverfis sólina, og verður þannig kom- in alllangt framúr jörðinni, þegar geimfarið lendir. Það er rétt að fara varlega, þegar menn nálgast stjörnur eins og Marz eða Venus. Báðar hafa þær gufuhvolf, sem geimfararnir ætla að nota til að skapa mótspyrnu, er dregið gæti úr hraða geimfarsins og gert því kleift að lenda án þess að brotna í spón. Gæti þá geimfarið siglt umhverfis þessar stjörnur, unz hraði þess minnk- ar nægilega, og unnt er að lenda. Önn- Listamaðurinn Artzxbasheff gerði mynd f)essa sem táknmynd ttm þau ferðalög milli hnatta, seih margir telja að hefjist i náinni framtið. ur áætlun er þess efnis, að sendar væru smáflugur niður í gufuhvolf stjarn- anna til að kanna þær. Nú kemur að erfiðasta vandamáli ferðalagsins, en það er að komast heim aftur. Geimfarið yrði að brjótast út úr hringiðu — aðdráttarafli — við- komandi stjörnu, og nú þyrfti að hafa allt eldsneytið með frá jörðinni. Mán- inn mundi reynast eyðilegur áningar- staður, og þar er ekki einu sinni vatn að fá. Merkúr er ofsaheitur á þeirri hlið, sem að sólu snýr, en jökulkald- ur á hinni hliðinni, sólarlausri. Aðrar stjörnur (Júpíter, Satúrnus, Uranus og Neptúnus) eru kaldir hnettir með hættulegum gufuhvolfum. Venus hefur skárra gufuhvolf og er ávallt þakinn hvítum skýjum. Flestir vísindamenn eru þó þeirrar skoðunar, að þar sé of heitt til þess að jarð- neskt líf geti þrifizt þar. Marz er efni- legasti áfangastaðurinn, en þó engan veginn neitt gósenland. Bandarískur stjörnufræðingur, Percj^ Lowell, sem lézt 1916, eyddi 30 árum í rannsókn- ir af „skurðunum“ miklu, sem sjást á Marz. Hann var sjálfur sannfærður og tókst að sannfæra marga aðra um að þetta væru áveituskurðir, sem Marz- 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.