Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 30
yfir boiðið og kyssti hana. Þá komu þau auga á mig og
hlóu aftur.
Ég sá þau ekki aftur, fyrr en síðdegis, þegar næturkulið
var að byrja að læðast niður dalinn á milli trjánna. Þau
komu út í garðinn, drukku glas af bjór, en hurfu svo aft-
ur til herbergis síns. Þau sátu skammt frá mér og stúlkan
sneri að mér, þannig að ég gat litið til hennar öðru hverju
án þess að mikið bæri á. Hún var gullfalleg, en það var
eitthvað meira en fegurðin við hana, sem laðaði að sér.
Maðurinn kveikti í sígarettu fyrir hana, og ég fann þeg-
ar til afbrýðissemi, sem ég þó vissi að var fráleit tilfinning
*Dg á stóð. Það rökkvaði óðum, og ég hefði ekki getað
ana, ef ekki hefði verið ljósglæta innan úr matsaln-
um, þar sem gestir gistihússins voru að safnast til kvöld-
verðar. Það voru snotrar stúlkur þeirra á meðal, en þær
voru flestar klunnalegar. Þessi stúlka var gerólík þeim. Þau
stóðu skyndilega á fætur og gengu inn í húsið, og þá sá ég,
að hún var hávaxin og hafði undurfagrar lneyfingar.
Ég geri ráð fyrir, að ég hafi verið á réttu stigi til að verða
ástfanginn og hefði fallið fyrir hvaða fagurri konu, sem
var. En samt var þetta eitthvað annað og meira. Ég átti
eftir að sannfærast um það alla ævina, að þetta var engin
augnabliksást. Og nú á gamals aldri trúi ég því statt og
stöðugt, að maður geti orðið ástfanginn af einni konu, sem
verður í hans augum öllurn öðrum yndislegri til æviloka.
Um morguninn, er ég vaknaði, flýtti ég mér að baða
mig og klæða, en gægðist þess á milli út á svalirnar til að
sjá, hvort hún væri þangað komin. En ég sá hana hvergi.
Ég borðaði morgunverð minn, og enn sást hún hvergi. Þá
spurði ég herbergisþernuna um þau, og hún kvað þau
þegar vera komin út í skóg. Eftir þetta lét ég þernuna
vekja mig á morgnana til þess að ég missti ekki af þeirn.
Er ég spurði um nafn þeirra, svaraði þernan: „Þetta eru
doktor Múller og frú.“ Ég var ungur, en þó nógu ver-
aldarvanur til þess að skilja, að slíkt fólk er ekki í raun og
veru „doktor Múller og frú“.
Ég gerði furðulegustu hluti, svo sem að reyna að kom-
ast að, livert í skóginn þau hefðu haldið, og reyndi svo að
elta þau. í fjóra daga flæktist ég um skógarstígana, en
fimmta daginn fann ég þau á lækjarbakka langt neðan við
gistihússið. Þau höfðu lokið við að borða skrínukostinn,
og dökkhærði maðurinn svaf með höfuðið í kjöltu henn-
ar. Þá varð mér ljóst, að ég var þarna óboðinn gestur, sem
hegðaði sér eins og kjáni. Ekkert mundi breyta aðstöðu
minni og ég mundi varla komast nær henni en ég var á
þessu augnabliki.
Ég ætlaði að snúa við og hlaupa á brott, en á sama augna-
bliki varð hún þess vör, að einhver var að horfa á hana og
leit til mín. Mér var því nauðugur einn kostur að halda
áfram göngu minni framhjá þeim, rétt eins og ég hefði
rekizt þarna á þau af tilviljun, en ekki fundið þau eftir
fjögurra daga leit. Hún brosti til mín og brá fingur að
vörum sér. Bros hennar var óþvingað og heillandi og ég
fann, að ég roðnaði, en einhvern veginn komst ég framhjá
henni án þess að verða mér til minnkunar.
Ég kvaldist ekki aðeins á daginn. Um nætur lá ég and-
vaka og hugsaði til hennar og elskhuga hennar, sem höfðu
herbergi handan við garðinn. Ég sá fyrir mér perluhvítar
tennur hennar, dökku augun og gullnu lokkana. Ég vissi,
að ég varð að fara, og á hverju kvöldi ákvað ég að leggja
af stað heimleiðis næsta morgun. Þegar til átti að taka
gat ég ekki farið.
Ég reyndi að fá gilda veitingamanninn til að tala um
hjónaleysin við mig, en þar sem hann talaði álíka lítið í
ensku og ég í þýzku, varð árangurinn lítill. Þegar ég
spurði, hvaðan þau væru, svaraði hann: Vínarborg, og síð-
an leit hann á mig með glettnina ljómandi í augunum,
rétt eins og hann vissi mætavel hvað amaði að mér.
Næstu daga sá ég þau nokkrum sinnum, en aðeins einu
sinni yrti hún á mig. Við mættumst þá á götu, og hún
sagði með hænisbrosi „Grúss’ Gott“ á bændavísu, rétt eins
og hún vissi líka, hvernig mér var innanbrjósts. Þegar ég
var kominn fxamhjá þeim, leit ég við, því að jafnvel göngu-
lag hennar yljaði mér. Þá leit liún einnig við og brosti til
mín. Hjartað barðist í brjósti mér og ég hugsaði: Að búa
með slíkri konu! Nei, svo dásamleg getur ástin ekki verið!
Svo var það eitt kvöld, er ég kom úr skógargöngu, að
þau voru farin. Þegar ég spurði veitingamanninn, hvert
þau hefðu farið, svaraði hann: „Til Múnchen, en þau
hafa ekki viðdvöl þar, heldur halda áfram til Austurrík-
is.“ Eitt augnablik hvarflaði það að mér að elta þau. Ef
til vill fyndi ég hana eina. En þó svo færi, hvað gat ég
sagt við hana, sem ekki var hlægilegt? Gæti amerískur
unglingur verið nokkurs virði slíkri konu?
Ég hafði nú misst af sjóferðinni heim og var þegar of
seinn í skólann. Alla nóttina lá ég vakandi og um morg-
uninn fór ég. Þegar ég hafði greitt reikning minn, sagði
gestgjafinn við mig: „Og nú skal ég segja yður allt af létta
um herra og frú Múller. Þér eruð Ameríkumaður, sem er
að fara heim, og það skiptir engu máli, ef þér lofið að
segja þetta engum.“
Ég lofaði því, og hann hélt áfram: „Maðurinn er prins
af Hohenheim og ríkisarfi. Konuna þekki ég ekki og það
má vel vera, að nafn hennar sé Múller. Ég vann í eina tíð
í eldhúsi kastalans, og þess vegna er það, að prinsinn kem-
ur hingað.“
Ég býst við, að hann hafi sagt mér þetta leyndarmál
nreðfram vegna þess, að hann kenndi í brjósti um mig, og
meðfram af því, að hann gerði sér von um, að hróður litla
gistihússins hans í Svartaskógi mundi berast út með þess-
ari sögu. Hver vissi nema ég mundi segja auðugum Ame-
ríkumönnum, að prinsar gistu í Gasthof Eckermann í Bad
Múnster.
Ég gekk til næsta bæjar og fór með járnbrautinni til
Múnchen, en gat hvergi fundið þau. Það var því ekki
annað að gera en taka saman pjönkur sínar, fara til Ham-
borgar og sigla heim til hins drungalega hversdagsleika
Ameríku. Ég var hugsjúkur í þeirri trú, að ég mundi aldrei
framar sjá stúlkuna, sem hafði litið til mín og brosað, er
hún bar fingur að vörum sér í hinum heillandi Svartaskógi.
26