Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 28
skyldunni alla tíð, en Denning gamli hafði gaman af hon-
um, af því að hann naut lífsins óspart. Hann vildi tryggja
það, að Vilhjálmur frændi gæti haldið áfram að skemmta
sér til hinnsta dags.
Þegar Denning gamli lézt, var Ogden sonur hans sextán
ára gamall og svo ólíkur föður sínum, sem verða mátti.
Þegar Denning var sextán ára, vann hann fyrir sér sem
vinnumaður í sveit. Þegar hann var átján ára, rak hann
nautpening á undan sér inn í New York-borg. Þegar hann
var tuttugu og eins árs, var hann giftur konu, sem hann
taldi sig elska, og sjálfsagt elskaði, en hún var jafn harð-
gerð og hann sjálfur.
Þegar Ogden sonur lians var sextán ára, átti hann hesta,
hafði þjóna umhverfis sig, átti lystisnekkju og hafði geng-
ið á dýrustu skóla sinnar samtíðar. Ef til vill gaf þetta hug-
mynd um drenginn, sem var ekki með öllu rétt, sem sé
að hann væri óþolandi spjátrungur og til einskis nýtur.
Það var hann ekki. Hann var hávaxinn, klunnalegur og
feiminn (en feimni hafði faðir hans aldrei þekkt). Ogden
var jafnan fölur og blíður í viðmóti og fólki geðjaðist yfir-
leitt vel að honum. Hann hafði aðlaðandi framkomu, sem
hann hlýtur að hafa erft meira frá móður sinni en föður.
Ogden fór í útreiðar, synti og sigldi snekkjunni sinni
til þess eins að gera föður sínum til geðs, því að það var
talið viðeigandi að ungur hefðarmaður stundaði slíkt.
Sjálfur vildi hann helzt fara einförum, og það, sem hann
hafði mest dálæti á, voru fögur ljóð og fögur málverk. Ég
veit, að hann var ekki eldri en fimmtán ára, þegar hann
var byrjaður að kveljast vegna þess, hve léleg honum þótti
þau listaverk, sem móðir hans hlóð upp í húsinu. Þetta
tímabil var, livað listasmekk viðvíkur, eitthvert hið hörmu-
legasta, sem sögur fara af, og í þeirri New York, sem Ogden
ólst upp í, var urmull af hörmulegri list. Hann skildi,
hversu fráleitt þetta allt var, meðan samtíðarmenn hans
dáðust að því. Hann hefði átt að vera uppi kynslóð fyrr
eða kynslóð síðar, en á þessum áratug var hann einn —
aleinn.
Mér var vel við Ogden, vel við hann vegna þeirrar heil-
brigðu skynsemi, sem hann hafði til að bera, enda þótt
allt ynni gegn henni. Aíér var einnig vel við hann vegna
prúðmennsku hans. Hann var seintekinn, en hinn trygg-
asti vinur vina sinna, og er ég hugsa til hans nú, kemur
mér helzt til hugar að líkja honum við tryggan hund, sem
er hægur, en fullur aðdáunar á velunnurum sínum. Ef
hann fékk mætur á einhverjum, gat hann engu illu um
hann trúað.
Ogden gat ekki að því gert, en hann fékk ímigust á
ruddamennsku föður síns. En hann vegsamaði móður sína.
Ég hygg, að hún hafi í lians augum verið persónugerfi
alls þess, sem fagurt er og fullkomið.
Aldrei sá Ogden jörðina í Wyoming, enda þótt hann
ætti hana til dauðadags. Skömmu eftir andlát Dennings
gamla ákvað Sara að loka húsinu í New York og fara til
London. Hún var full af lífi og fjöri og hafði enn fullan
hug á að njóta lífsins. Ég er sannfærður um, að ekkert hefði
þóknazt manni hennar sálugum betur en að vita um það,
að hún héldi áfrant að njóta lífsins, en helgaði sig ekki sorg
sinni eftir dauða hans. Hún og Ogden voru næstu sjö árin
í Evrópu, þar til hún lézt.
Ég veit ekki enn, hvort Ogden í raun rettri kunni vel
við sig í Evrópu. Þau umgengust aðalsmenn og auðmenn
og Sara bauð mörgu fólki til sín. Á sumrin leigðu þau sér
höll í Feneyjum og hluta af hverjum vetri voru þau á
Rivieraströndum. Stundum hvarflar það að mér, að Ogden
hefði verið hamingjusamari í Wyoming, og þá hefði móðir
hans sannarlega ekki farizt af slysförum, hann hefði sjálf-
ur aldrei kynnzt Helenu og aldrei orðið eins einmana í
sínu eigin landi og hann var síðustu árin.
Á þessu sjö ára tímabili sá ég hann aðeins tvisvar, og
í seinna skiptið eyddi hann tíma sínum til skiptanna í
London, Feneyjum og á Rivieraströnd. Ég var þá tekinn
til starfa í skrifstofu föður míns, og ég sá Ogden ekki aft-
ur fyrr en liann kom heim með Helenu.
4.
Þegar ég var nítján ára, sendu foreldrar mínir mig í hina
hefðbundnu Evrópuferð. Þau trúðu því, að menntun ungs
manns væri áfátt, unz hann hefði séð París, skakka turn-
inn í Pisa, Sistinsku kapelluna og rústir hinnar fornu
Rómaborgar. Þau gáfu mér ríflegan farareyri, og ég heim-
sótti alla þessa staði af mestu skyldurækni. En ég hef alltaf
haft meira yndi af hlýlegu nágrenni og litlum býluin, en
höllum og háum fjöllum. Því var það, að ég flýtti mér að
skoða Róm, Flórenz og fjallaborgir Ítalíu, en hraðaði
mér síðan til Svartaskógar í Þýzkalandi.
Ég kom til Bæjaralands snemma í september og lagði
af stað í ferðina þar einn míns liðs, vegna þess að piltur-
inn, sem ég ætlaði að ferðast með, þurfti á síðustu stundu
að hraða sér heim til Ameríku. Veðrið var dásamlegt og
sá heimur, sem nú opnaðist mér, var unaðslegur. Mér var
þetta sem endurfundin paradís, þar sem ég hefði lifað í
einhverju fyrra lífi. Mér fannst ég þekkja þetta allt: hæð-
irnar, skógana, sem fylltu loftið sætum ilmi, lækina og
fossana.
Ég lagði af stað frá Múnchen og hélt lengra og lengra út
í fjallahéruðin, fjarlægðist borgirnar meira og meira og
sökkti mér niður í þennan nýja og yndislega heim. Þegar
ég lagði af stað snemma á morgana, lá þokuslæða yfir land-
inu, en um hádegið var hún horfin með öllu, og þá stað-
næmdist ég til þess að fá mér bjór og matarbita í einhverri
örlítilli krá, sem falin var á milli trjánna.
Stundum kom það fyrir, að ég rakst á aðra ferðalanga,
sterklega Bæjaradrengi í sstuttum leðurbrókum og bera
um hnén. Þegar heitt var í veðri, böðuðum við okkur í
tjörnum eða brugðum okkur undir fossa í lækjunum, þar
sem fjallavatnið féll eins og kampavín yfir nakta líkama
okkar. Þá fannst okkur gott að lifa og vera til, vera hraust-
ir og finna sól og regn og ilm skögarins.
Djúpt í Svartaskógi varð ég ástfanginn í fyrsta og eina
skipti og það af stúlku, sem ég talaði ekki orð við, nema
hvað ég kastaði á hana kveðju, „Gruss’ Gott“, er ég mætti
henni.
Þetta kom fyrir mig á litlum áningarstað, sem Bad
Múnster heitir. Ég þekkti engan, sem hefur nokkru sinni
heyrt staðinn nefndan, og mér finnst nú eftirá, að þetta
hafi verið eins konar draumaland, er til varð í huga mín-
urn í dásemdum Svartaskógar, sem raunar er fullur af
álfum og yfirnáttúrlegum verum, ef dæma má eftir þjóð-
24