Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 14
/Evintýrið um sjótryggingar
Forn-Grikkir höfðu sjótryggingar og kaffihás í London varð að mesta
tryggingamarkaði heims, Lloyd's
Fáar þjóðir byggja eins mikið af
afkomu sinni á skipum og bátum og
við Islendingar, og fáum mun það
betur Ijóst, hversu mikils virði það er
að eiga góðan og traustan flota kaup-
skipa og fiskiskipa, sagði Erlendur
Einarsson, framkvœmdastjóri Sam-
vinnutrygginga í viðtali við Sam-
vinnuna nýlega. En Islendingar munu
fcestir hafa gert sér grein fyrir, hversu
mikilvœgu hlutverki sjótrygg-
in g ar gegna í allri útgerð þeirra, og
hversu þýðingarmikið það er fyrir
þjóðina að eiga örugg tryggingafélög,
sem halda vel á þeim málum.
Hvaða togarafélag eða bæjarfélag
gæti keypt nýjan 10 milljóna togara,
ef það missti eitthvert af skipum sín-
um ótryggt? Hvaða skipafélag gæti
endurnýjað 15—20 milljóna kaupskip,
ef þau strönduðu og eyðileggðust
ótryggð? Hvernig færu íslendingar að,
ef eitthvert af smáskipum þeirra
sigldi á stórt hafskip í þoku, sökkti
því og væri talið bera fulla ábyrgð á
slysinu? Hvaða innflytjandi, kaupfé-
lag eða kaupmaður, gæti borið það,
ef heill skipsfarmur af vörum eyði-
legðist ótryggður?
Þannig mætti lengi spyrja, hélt Er-
lendur áfram, en svarið við öllum
þessum spurningum er eitt og hið
sama: Sjótryggingar vernda okkur
gegn þessum alvarlegu hættum. Það
er hlutverk þeirra.
Erlendur sagði, að íslenzki flotinn
væri lágt áætlað um 700 milljón króna
virði, og væri það samkvæmt langri
reynslu hér og erlendis ekki talið rétt
að verja minnu en um 30 millj. króna
til tryggingar á skipunum. Milljónir
velta aftur til þeirra til að bæta marg-
vísleg smátjón, sem þau verða.árlega
fyrir, og síðan verða íslenzku trygg-
Viðtal við
Erlend Einarsson,
framkvæmdastjóra
ingafélögin enn að verja miklum hluta
þessa fjár til að endurtryggja sig er-
lendis. Er hvergi nærri nógu mikið
fjármagn til í landinu enn til að kom-
ast hjá endurtiyggingum erlendis,
enda þótt hægt sé að taka aðrar
trvggingar á móti utan lands frá til
að vega nokkuð á móti. Erlendur tel-
ur nauðsynlegt, að skattayfirvöldin
geri ttyggingafélögunum kleift að
auka iðgjalda- og varasjóði sína að
miklum mun, en með því móti yrði
unnt að auka endurtryggingar þeirra
erlendis. Þá nam innflutningur og út-
flutningur í fyrra um 1800 milljónum
króna (að viðbættum 10%, sem alltaf
er bætt við vörutryggingar) og mundi
trygging á þeim vörurn kosta um 9
milljónir. Kosta vörutryggingar frá
0,3% til 2% eftir því, hvað um er að
ræða. Við þetta bætast tryggingar á
vörum í siglingum milli hafna í land-
inu, tryggingar á veiðarfærum og
margt fleira, svo að sennilega ver
þjóðin yfir 40 milljónum til að skapa
öryggi fyrir flotann og þær vörur, sem
hann flytur. Má af þessu marka, að
það er mikils virði að vel sé á þessum
málum haldið og tryggingum þessum
sé stjórnað af hinni mestu varfærni.
ÆVINTÝRIÐ UM SJÓ-
TRYGGINGARNAR.
Erlendur skýrði ennfremur svo frá,
að siglingaþjóðir hefðu snemma á öld-
um komizt að raun um, að sjótrygg-
ingar voru alger nauðsyn. Eru þær
taldar vera elztar allra trygginga að
uppruna, og voru þær teknar upp af
Grikkjum hinum fornu og fleiri sigl-
ingaþjóðum á Miðjarðarhafi löngu
fyrir daga Krists. Tryggingarnar voru
þá að vísu frumstæðar, en þróuðust
jafnt og þétt gegnum aldirnar. Höfðu
þær náð almennri útbreiðslu á 16. og
17. öld, enda þótt til séu ítalskir og
spánskir tryggingasamningar frá
næstu öldum á undan.
Það voru Englendingar, sem stigu
stærstu skrefin í framförum á þessu
sviði, og flestar frásagnir af því máli
hefjast á litlu kaffihúsi í London ár-
ið 1687. Eigandi þessa kaffihúss hét
Edward Llo}^d og meðal tíðustu gesta
hans voru skipaeigendur og sjómenn.
Kom brátt að því, að hvergi þótti ör-
uggara að fá nýjustu upplýsingar um
skip og skipaferðir en yfir tebollanum
hjá Lloyd og fyrr en varði voru rnenn
farnir að verzla þar með tryggingar.
Sjótjón voru þá stórum tíðari en nú,
kaupförin ófullkomin seglskip og
mikið um sjóræningja á höfunum.
Varð það brátt alvitað mál, að hjá
Lloyd gestgjafa gætu menn hitt miðl-
ara, sem tóku að sér að tryggja skip
og farm, einn eða fleiri saman.
Frá þessu kaffihúsi í London hefur
þróazt mesti ttyggingamarkaður
heims, og hann ber enn sama nafnið,
Lloyd’s. Frá öllum löndum heims bgr-
ast nú tryggingar til Lloyd’s og um-
boðsmenn markaðsins eru hvarvetna.
Enda þótt nútíma skipan sé nú á
þessum málum, svo sem bezt má
verða, er starfsemin í höfuðdráttum
eins og hún var á fyrstu árunum í
kaffihúsinu, þótt ótrúlegt kunni að
virðast.
Það er fyrst merkilegt við Lloyd’s,
að það er hvorki hlutafélag, sam-
10