Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 24
s. BRÉFASKÓLI S. í. Þessar námsgreinar eru kenndar: 1. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga: T þessum flokki eru 5 bréf, ca. 50 fjölritaðar síður. Er þar lýst, bvernig samvinnufélög eru byggð upp félagslega og verzlunarlega. Kennslugjald er kr. 55,00. Kennari er Eiríkur l'álsson lögfræðingur. 2. Fundarstjórn og fundarreglur: I þessum flokki eru 3 bréf, ca. 30 fjölritaðar síður. Er þar lýst, hvernig góður fundarstjóri stjórnar fundum og eftir hvaða reglum verður að fara, til þess að góður árangur geti orðið af störfum fund- arins. Kennslugjald er kr. 60.00. Kennari er Eiríkur Pálsson lögfræð- ingur. 3. Bókfærsla I: í þessum flokki eru 7 bréf, 112 prentaðar síður. Flokkurinn er fyr- ir byrjendur og verður kennt tvöfalt bókhald og sýnt hvemig efna- hags- og rekstursreikningur fyrirtækja eru gerðir upp. Kennslugjald er kr. 160,00. Kennari er Þorleifur Þórðarson forstjóri. 4. Bókfærsla II: I jressum flokki eru 6 bréf, og er hann beint framhald af fyrra flokki. Eru jrar tekin dærni af stærri fyrirtækjum og margbrotnari bókfærslu. Nemandi, sem hefur tileinkað sér til fulls efni beggja þessara flokka, hefur iært álíka mikið og hér er krafizt til almenns verzlunarprófs í bókfærslu. Kennslugjald er kr. 130,00. Kennari er Þorleifur Þórðar- son forstjóri 5. Búreikningar: í jressum flokki eru 7 bréf. Þau hefur samið Guðmundur Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri og forstöðumaður Búreikningaskrifstofu rík- isins. ICennd eru undirstöðuatriði i færslu einfaldra búreikninga. Bréfunum fylgir bókin „Leiðbeiningar um færslu búreikninga", eftir Guðmund Jónsson. Kennslugjald er kr. 75,00. Kennari er Eyvindur Jónsson búfræðingur. 6. íslenzk réttritun: í þessum flokki eru 6 bréf. Höfundur þeirra er Sveinbjöm Sigur- jónsson, magister. Kenndar eru meginreglur um réttritun í íslenzku og nokkuð drepið á málfræði. Fjöldi æfinga og verkefna fylgir bréf- unum. Kennslugjald er kr. 140,00. Kennari er Sveinbjörn Sigurjóns- son magister. 7. íslenzk bragfræði': í jressum flokki eru 3 bréf samin af Sveinbirni Sigurjónssyni, magist- er. Stutt bragfræðibók fylgir. Margar æfingar og verkefni eru í bréf- unum. Kennslugjald er kr. 85,00. Kennari er Sveinbjörn Sigurjóns- son magister. 8. Enska fyrir byrjendur: i þessum flokki eru 7 bréf, 152 síður prentaðar, og auk þess ensk lesbók. Kennd eru undirstöðuatriði enskrar tungu. Sérstök áherzla er lögð á réttan framburð og meginreglur enskrar málfræði. Við kennslu á framburði er venjulega hægt að fá sérstakar hljómplötur talaðar af enskurn mönnum og konum. Erfitt hefur þó reynzt að fá gjaldeyris- leyfi fyrir þessum plötum. í framburðarkennslunni í Ríkisútvarpinu eru þessar plötur notaðar. Kennslugjald í þessum flokki er kr. 120,00. Kennari Jón Magnússon fil. cand. 9. Enska, framhaldsflokkur: I þessum fiokki eru 7 kennslubréf auk leskafla, orðasafns og mál- fræði. Er flokkur þessi framhald fyrra flokks í ensku. Kennslugjald er kr. 200,00. Kennari Jón Magnússon fil. cand. 10. Danska, fyrir byrjendur: Kennslubréfin eru 8 talsins, svo og kennslubók í dönsku eftir höf- und kennslubréfanna og kennara í þeirri námsgrein, cand. mag. Agústs Sigurðsson. Kennsla samsvarar 1 vetrar námi x gagnfræða- skóla. Kennslugjald er kr. 165,00. 11. Danska, framhaldsflokkur: Kennslubréfin eru 8 talsins og fylgja þeim kennslubók, lesbók, orða- safn og stílahefti eftir höfund bréfanna og kennara í þeirri náms- grein Agúst Siguiðsson, cand. mag. Kennslan samsvarar þeim kröf- um, sem gerðar eru við landspróf eða gagnfræðapróf. Kennslugjald er kr. 200,00. (Kennslubækur fylgja með). 12. Þýzka, fyrir byrjendur: Kennslubréf eru 5 talsins. Þau eru þýdd og samin af Ingvari Brynj- ólfssyni, menntaskólakennara, sem kennir þá námsgrein. Kennslu- gjald er kr. 150,00. 13. Franska: Kennslubréfin eru 10 talsins, þýdd og samin af Magnúsi G. Jóns- syni, menntaskólakennara. Kennari Magnús G. Jónsson. Kennslugjald er kr. 125,00. 14. Esperantó: I þessum flokki eru átta kennslubréf, sem eru 88 bls. samtals. Þau ertt samin af Ólafi S. Magnússyni. Ennfremur lesbók 100 bls. Kennd eru fyrst og fremst undirstöðuatriði málsins, en námskeiðið veitir þó nemendum möguleika til að hafa allmikið vald á málinu. Kennslu- gjald er kr. 90,00. Kennari er Magnús Jónsson bókbindari. 15. Reikningur: í þessum flokki eru 10 bréf. Kenndur er hagnýtur reikningur, byrjað á undirstöðuatriðum. Bréfin fjalla um reikning og reiknings- aðferðir, sem kenndar eru á 2—3 vetrum í framhaldsskólum. Kennslu- gjald er kr. 200,00. Kennari er Þorleifur Þórðarson forstjóri.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.