Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 26
Samvinnusamtökin og Bifröst í Borgarfirði
/ landinu frera, við kúgun og klakabönd,
bjó vor kjarkmikla pjóð, sem i fyrndinni engum gat lotið.
En glataði frelsinu, kyssti á konungsins vönd,
eins og kaghýddur þrællinn með sjálfstæðið niður brotið.
Hún var Þyrnirós aldanna, sofandi frelsinu firrt,
og hin fallega saga um gullöld og þjóðfrelsi búin,
því hungurvofan, sem kom liér og var hér um kyrrt,
liafði kviksett stolt hennar. Hetjulundin var flúin.
Og þannig lá þjóðin í dáðleysi öld fram af öld,
með órættar draumþrár um frelsi, sem löngu var tapað.
Hún sýtti og harmaði afglöpin, — kjörin sín köld
og þá kararmennsku, sem forlögm höfðu skapað.
En kóngssonur frelsisins kom þá um langan veg,
hann knúði á dyrnar og þjóðina af mókinu vakti.
Hún vitkaðist fljótt, þó hún vœri í fyrstunni treg,
og vanans og kúgarans martröð úr landinu hrakti.
Sá voldugi kóngssonur, — samvmnuhugsjónin há,
skóp háleitan framfaravilja með landsins börnum.
Með samvinnu hrintu þau ánauðarokinu frá
og efldu sin verzlunarsamtök i sóknum og vörnum.
Hún Þyrnirós vaknaði! Fjallkonan fagnaði þvi,
er fjöreggið týnda í jötunheima þeir sóttu,
og með baráttu hetjunnar heimtu sitt frelsi á ný
úr helgreipum tröllsins, er stal þvi á forlaga nóttu.
Og samvinnuandinn um sálirnar eldi fór.
Hann sveif yfir landinu, kallaði menn til að vinna.
Það varð súgur í loftinu, söngur i hamranna kór.
Eftir svefnþungar aldir var fjölmörgu til að sinna.
í Borgarfirði, á Hreðavatns hraungirta reit,
reis háborg Samvinnumanna á traustum grunni,
er vitnar í nútið og framtið um forustusveit
vors fátæka lands, — sem göfugum hugsjónum unni.
Sem æsirnar forðum til himins sér byggðu brú,
svo byggja hér Samvinnumenn þetta menningarsetur,
og nefna það Bifröst, sem tileinkast feðranna trú
og skal tákna, hvað islenzkur vorhugur megnað getur,
Hann megnar að skapa hér liáleita hugsjónamenn,
sem hylla þá stefnu, að vinna i kærleika sönnum.
Svo verði hér gullöld og gróandi þjóðlif í senn
með göfugum konum og tápmiklum, starfandi mönnum.
Und regnbogalitunum lifi hin islenzka þjóð,
og leiti sér farsældar, — hugsjóna, — starfs fyrir alla.
Frá BIFRÖST vér heyrum þann boðskap, þann sam-
vinnuóð
i blænum, sem þýtur um skör vorra eilifu mjalla.
Vér hyllum þig, Bifröst, já, heill yður Samvinnumenn,
sem liöll vorra samtaka reistuð á frónskum grunni. —
Það lifa með þjóð vorri hugstórar hetjur enn
með hyggjuvit Njáls og með góðtungu Snorra i munni.
HALLGRÍMUR TH. BJÖRNSSON,
Keflavík.
Ferguson drátfarvélin
léttir búótör^in afít driÉ
22