Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 17
sá, að hún hafði verið að gráta. Énnþá ein vonbrigðin. — Nýkomið bréf að vestan hafði skýrt frá áfram- haldandi erfiðleikum og atvinnuleysi. „Sumir eru lánsmenn frá upphafi, aðra elta ólánið og óhöppin allt þeirra líf,“ voru síðustu orðin, sem ég heyrði, og hún hélt áfram að barma sér, vesl- ings konan. Einn rnorgun um vorið var Ragna óvenju glöð. „Mig dreymdi svo vel í nótt,“ sagði hún. „Ég var að fara til Ameríku. Ég sá yfir á ströndina. Það var eins og yfir breiða á að fara. Þið ■itóðuð hjá mér, hjónin og Þorbjörg sagði: „Þú lánar henni hana Rauðku yfirum ána, Helgi.“ En þegar við mæðgurnar stigum á bak, var Rauðka orðin alhvít.“ „Máske verður þetta sanndreymi,“ sagði konan mín og leit til mín. Ég skildi hvað hún fór. Klukkan fjögur um morguninn var ég ferðbúinn. Ég sótti lnossin suður á Beitarhúsa-grund og lagði á Grá- skjóna gamla. Ég áði stutta stund við Sandvatn. Gullroðin ský spegluðust í sléttum vatnsfletinum, en ég gat ekki horft á þau. Skógarkjarrið angaði, en ég naut þess ekki. Ég forðaðist líka að horfa á Rauðku. Pósturinn hafði farið upphjá kvöld- ið áður. Ég varð að ná honum við Jök- ulsá, annars átti ég á hættu að missa af ferjunni. Ég gat haldið huganum föstum við þessa spurningu: Næ ég ferjumanninum við Jökulsá, eða næ ég honum ekki? Þegar ég kom á kambinn vestan við ána, sá ég að pósturinn var að lenda við austurbakkann. Ég gaf ferjumann- inum rnerki um að sækja mig. Ég lét Gráskjóna inn í Sæluhúskjall- arann, en teyrndi Rauðku ofan að ánni. „Ég verð að fá að hafa hana á eftir," sagði ég við ferjumanninn. Það fór vel á með okkur bræðrum. — Ég hraðaði mér heim, með þykkt umslag í brjóstvasanum. Stundum fannst mér ég heyra hvellt og hrynj- andi hnegg að baki mér; þá greip ég hendinni til brjóstvasans, sem geymdi stóra umslagið, og lierti á Gráskjóna gamla. Daginn eftir fór ég yfir í Narfastaði. Pétur gantli Pétursson var þar, búinn til Ameríkuferðar. Ég þekkti hann að trúmennsku og skyldurækni. Hann liét mér því að taka konuna og barn- ið í sína umsjá og skiljast ekki við þær, fyrr en Jóhannes hefði veitt þeim móttöku, livað hann og efndi. Það var nrikið lán, að peningarnir að vestan konru það snenrnra, að hún Ragna skyldi ná í vesturfarahópinn, sagði fólkið. Ég tók undir það. Helgi Sigurðsson. „Hvers vegna seldir þú hana Rauðku þína?“ spurði nágranni minn mig nokkru síðar. „Ég er að keppa að því að fá á nrig búnrannsorð eins og þið lrinir. Ég lrélt að þú kannaðist við það, að það er ekki hrist út af erminni að fóðra góðhest." Hann kinkaði kolli. Jú, búmennska — eða tilraun — í áttina. Ganrli maðurinn skaut fram lrök- unni, kippir konru í skeggið, kring unr munninn, lrýrurnar í augurrum urðu glettnislegar og hann sagði: „En nú hefur þú veitt þetta upp úr nrér og ég veit ekki, hvort ég lreld þá einu sinni búmannsorðinu, þegar þú ferð að færa þetta í stílinn." Ullin... (Framh. af bls. 7) saman við önnur efni, nrun hún verða notuð í ýmsum tilgangi, þar sem hún hefur aldrei konrið til greina fyrr. Og það er alltaf öruggt að setja efni blandað úr ull og gerfiefnum í þvotta- balann. Fjárbóndinn hefur auk þess aðrar tekjur af fénu en þær, sem ullin gef- ur. Þar má fyrst nefna kjötið, en í Bandaríkjunum gefur það 65% tekn- anna af fénu. Auk þess má benda á hið geysimikla fé, senr bundið er í fjáreign manna víðs vegar unr heim, en það er margfalt meira en bundið hefur verið í framleiðslu gerfiefna. Það er talið, að sauðfjáreign Banda- ríkjamanna einna nemi 28 milljónum, og er hún metin á tæplega 13 000 írrilljónir íslenzkra króna. Tala sauð- fjár á allri jörðinni er talin 761 700000, og árleg ullarnotkun er um 2200000 000 enskra punda. Ullin nrun neyðast til að hörfa á sumum sviðum, eins og í teppagerð. En gerfiefnaframleiðendur þarfnast ullarinnar til að geta hagnýtt sína eig- in framleiðslu á senr beztan hátt. Þeir eru, ef svo mætti að orði komast, að ríða á baki sauðkindarinnar til nýrra landa í klæðagerð. Haldi mannkyn- inu áfram að fjölga á svipaðan hátt og undanfarið, ætt sauðkindin að lifa af þessa byltingu í klæðagerð. Sjótryggingar... (Framh. af bls. 11) Hafa Samvinnutryggingar hagstæða endurtryggingarsamninga við Lloyd’s í London, svo að þeir munu vart fást betri. Einn stærsti liðurinn í sjótrygging- unr hjá Samvinnutryggingunr eru vörutryggingarnar og af þeim eru stærstir olíufarmarnir, sem koma með hinunr risastóru tankskipum frá Ar- upa í hollenzku Vestur-Indíum. Er hver farmur venjulega um 10 milljón króna virði, og kemur sér þá vel að hafa góðar endurtryggingar. Annars hafa Samvinnutryggingar lagt nrikla áherzlu á að taka endurtryggingar af erlendunr félögum og fá þannig gjald- eyristekjur til þess að vega nokkuð á nróti þeirri fúlgu, sem Islendingar enn þurfa óhjákvænrilega að greiða til ann- ara landa fyrir endurtryggingar sínar. Lýsti Erlendur þeirri trú sinni, að með skynsamlegunr rekstri íslenzkra trygg- ingafélaga ættu þau að geta fengið nógu nriklar tryggingar erlendis til þess að jafna þann reikning að miklu leyti. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.