Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 20
búar hafi gert til að veita vatni frá
jöklum pólarsvæðanna um hina þurru
stjörnu sína. Nútíma vísindamenn
telja þessa kenningu engan veginn
sannaða, en margir áhugasamir geim-
farar halda fast við skoðanir Lowells.
Hversu mjög sem reynt hefur ver-
ið að gera aðra hnetti girnilega, er
það skoðun vísindamanna, að þeir séu
næsta óvistlegir fyrir jarðarbörn. En
geimfararnir tilvonandi eru bjart-
sýnir. Þeir segja, að hægt sé að gera
plasthvelfingar á tunglinu og fylla
þær með hvaða andrúmslofti, sem
óskað er. Þar væri hægt að rækta hvað
sem er, segja þeir, því að ekki vantar
sólskinið, og vinna mætti málma og
ýms efni úr klettum. Sumir þeirra
halda því jafnvel fram, að maðurinn
mundi þrífast stórum betur í slíkum
heimi en á jörðinni sjálfri. Stjörnu-
fræðingurinn Fritz Zwicky hugsar enn
lengra. Hann vill hefja stórfelldar
ræktunarframkvæmdir og nýsköpun
á öðrum stjörnum og nota vald
mannsins yfir kjarnorkunni til að
breyta himintunglum eftir vilja sín-
um, skapa um þau gufuhvolf og hvað-
eina.
TIL ANNARA SÓLKERFA.
Það getur vel verið, að í öðrum sól-
kerfum séu hnettir, sem eru girnilegri
en nágrannar okkar. En þegar hugsað
er til ferða í þá átt, verða enn alvar-
legri vandamál til trafala. Þá er ekki
nóg að sigrast á rúmi, heldur og tíma.
Jafnvel næstu sólkerfi eru mörg ljósár
í burtu, og hvert ljósár er rúmlega
10 000 000 000 000 kílómetrar. Ef
geimfar kæmist 80 000 km. á klst.
(sem mundi þykja sæmilegur hraði í
sólkerfi okkar), mundi það verða þús-
undir ára að komast til næstu sól-
kerfa. Ahöfn þess mundi deyja úr elli
áður en komið væri langt á leið.
Ein furðuleg lausn hefur verið nefnd
á þessu vandamáli, en það er „lausn
náttúrunnar“ eða öðru nafni „örkin
hans Nóa“. Idugmyndin er sú, að í
stóru geimfari væru bæði karlar og
konur, og væri þannig tryggt, að hver
kynslóðin tæki við af annari á þessu
ferðalagi. Nesti yrði varla hægt að
hafa til allrar ferðarinnar, en því
svara vísindamennirnir á þann ótrú-
lega hátt, að verða þurfi „hringrás
hins lífræna efnis“, sem þýðir í raun
réttri, að áhöfnin yrði að borða hina
látnu í einhverri mynd. Þetta geimfar
yrði að vera æði stórt, því að það
þyrfti að hafa heilan háskóla til að
viðhalda menningu áhafnarinnar.
Ef allt þetta tækist, mundi 140.000-
asta kynslóðin geta sezt að á stjörn-
unni Pleiades.
Aðrir vísindamenn hafa aðrar
lausnir á þessu vandamáli. Þeir benda
á, að gæti geimfarið komizt með hraða
ljóssins, mundi tíminn hægja á sér í
því, og skipið gæti svifið um geiminn
í þúsundir ára, en fyrir áhöfn skips-
ins liðu aðeins nokkrar vikur. Þegar
þetta geimfar kæmi aftur til jarðar-
innar, væru allir nánustu vinir og
skyldmenni áhafnarinnar látnir fyrir
þúsundum ára.
RADDIR HINNA
VARKÁRARI.
Ekki eru allir vísindamenn hrifnir
af slíkum draumórum, sem hér hafa
verið raktir. Þeir óttast, að almenn-
ingur muni verða fyrir sárum von-
brigðum með framfarir á þessu sviði,
því að þær hljóti að verða hægar.
Fyrst verður að gera ótal tilraunir og
senda mannlaus skip út í geiminn.
Síðan mun líða langur tími, unz
„strætisvagnar“ ganga til tunglsins.
Þeir benda á gífurlega tekniska erfið-
leika, sem enn er eftir að yfirstíga,
og telja að beinar tilraunir til að kom-
ast til tunglsins nú mundu kosta slík-
ar ofsafjárhæðir, að þær séu með öllu
óhugsandi. En menn eins og von
Braun hafa svör á reiðum höndum við
flestu. Hann bendir til dæmis á það,
að sú þjóð, sem fyrst komi sér upp
gervimána, muni geta ráðið heimin-
um, og hann hefur nákvæmar áætl-
anir um það, hvvernig slíkt verði gert.
Enginn veit, hvað stórveldin eru
nú að gera á sviði eldflugnanna, eða
hvort þær rannsóknir og tilraunir
muni koma að gagni í sambandi við
geimflug. Hver veit, nema það fyrsta,
sem óbreyttir almúgamenn um heim
allan frétta af þessum efnum, verði að
sjá einhvern vígahnött stíga í loft upp
eða heyra það í útvarpinu, að þegar
sé búið að skjóta upp gervimánan-
um. Hver veit?
(Endursagt úr tímaritinu Time.)
Vertu Ácei Jfttija
(Framh. aj bls. 9)
á fjeljarmikla hergöngu. Fyrst kemur
liðsforingi á gráum hesti fyrir hús-
horn; hann er keikur í söðlinum og
ríður skrautreið inn í götuna. Á eft-
ir honum koma tuttugu og fimm
menn með byssur, þvínæst sér á tvö
asnahöfuð, og alls eru það sex asnar,
sem koma fyrir húshornið. Þeir eru
klyfjaðir skotfærum og teymdir af ó-
breyttum hermönnum. Á eftir ösnun-
um koma fjögur fallbyssueiki og eru
það ýmist múlasnar eða hestar, sem
draga fallbyssurnar. Þetta eru litlar
byssur og ekki haglabyssur, svo Nils er
rólegur. Á eftir fallbyssunum koma
tveir gráir hestar með vélbyssur á
klökkum, og síðast eru þrír gæðingar
teymdir, tveir jarpir og einn grár; þeir
eru sjálfsagt handa generálnum og
konu hans, því af skagfirzku minni sé
ég strax, að annar jarpi klárinn er
fyrirtaks kvenhestur. Ég hef orð á þess-
ari uppgötvun minni við Nils. Hann
jánkar annars hugar, því hann er að
hugsa um liaglabyssur.
Við göngum nú með herdeildinni
að boghliðinu í múrnum. Upp að
hliðinu er brattur, steyptur flái og eru
hestarnir með fallbyssurnar látnar
taka tilhlaup á fláann. Það er mikið
um hróp og köll og spænsk ho ho og
hananú og allt gengur vel upp fláann.
Að lokum er öll hersingin horfin í
gegnum boghliðið. Ég er mjög ánægð-
ur, því nú hef ég séð her Francos á
göngu, og mig skal ekki furða, þó að
maðurinn þurfi marshallfé. Við liöld-
um áfram að gæta að haglabyssum og
morguninn líður.
Einn daginn kemur bátsmaðurinn
og matsveinninn og þeir fá okkur með
sér til San Antoníó, sem er smábær
hinum megin á eynni. Þessi bær er
stoh eyjarskeggja, því þarna er ennþá
meira stórmenni á ferðinni en í Ibiza.
Við ökum þangað að aflíðandi hádegi
og það eru enn þessar mjúku hæðir,
blandaðar brúnu og grænu, þar sem
enginn undirgróður er til að hylja
leirinn. Meðfram veginum til San
Antóníó eru nokkur býli. Húsin eru
hvítkölkuð og á veröndunum situr
fólkið að iðju sinni; á einum stað er
tvennt að taka ull úr pokum og vinna
16