Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 50.00. Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. Efni: Ef við ættum óskastund .... 3 Frjáls verzlun á Islandi 100 ára, eftir Gísla Sigurðsson . . 4 Eldhús framtíðarinnar......10 Á að deyða daglegt mál? Eft- ir Jóh. Orn Jónsson .......... 12 Fyrsta kaupfélagið, kvæði eftir Ragnar Jóhannesson 13 Flugmaðurinn, sem fann hæsta foss jarðar ...... 14 Starfsemi kaupfélaganna 1952—1953 ............... 16 Myndir frá vígslu Fataverk- smiðjunnar Fífu ..........17 Harmleikurinn á Austurbæ, sögulok.................. 18 Einar Jónsson myndhöggv- ari, kvæði................25 Ný fataverksmiðja í Húsa- vík ..................... 25 Hugleiðingar um íþróttir fyrr og nú ................... 26 Frægir málarar: Titan Ve- celli ................... 29 MARZ 1955 XLIX.ÁRG. 3. ALDARAFMÆLIS verzlunarfrelsis á íslandi var minnzt með miklum há- tíðahöldum 1. apríl s.l. og tóku sam- vinnufélögin að vonum mikinn þátt í þeim. Víðs vegar um land voru kaupfé- lögin aðilar að undirbúningi hátíðar og í Reykjavík stóð SÍS að slíkum und- irbúningi ásamt öðrum verzlunar- samtökum. Starfsfólk Sambandsins minntist dagsins með samkomu, þar sem Erlendur Einarsson talaði. SAMVINNAN minnist þessara merku tímamóta með grein, er hefst á blað- síðu 4. Er hún rituð af ungum manni, Gísla Sigurðssyni frá Úthlíð í Bisk- upstungum, en hann er fyrir nokkru tekinn til starfa sem blaðamaður við Samvinnuna, þar sem ritstjóranum hefur nýlega verið falin forstaða Fræðsludeildar SÍS, auk ritstjóra- starfsins. Gísli lauk námi í Samvinnu- skólanum árið 1953 og hefur starfað á delfossi síðan. Samvinnan væntir sér góðs af starfi hans í framtíðinni. VERTÍÐ stendur nú yfir um allt land. Hefur afli víðast verið góður og sumsstaðar með ágætum. Forsíðu- myndin er frá Fáskrúðsfirði. Jöran Forsslund, sem stjórnaði töku mynd- arinnar, Viljans Merki, tók myndina. Víða eru nú stórir flákar lands undir þurrktrönum svipað því, sem sést hér á myndinni. Myndir frá vigslu Fataverksmiðj - unnar Fifu tók Sigurður P. Björnsson, Húsavík. Myndir í framhaldssöguna og mynd á 2. síðu teiknaði Halldór Pétursson. Framhaldssagan, Harm- leikurinn á Austurbæ, endar i þessu blaði. Hefur sagan hlotið miklar vin- sældir. FRESTUR til að skila handritum í smásagnakeppni Samvinnunnar var upphaflega ákveðinn til 15. apríl. Sök- um margvíslegra truflana, sem komizt hafa á samgöngur utan af landi vegna verkfallsins, hefur ekki þótt fært ann- að en færa frest þennan aftur um einn mánuð. Verða allir, sem hug hafa á keppninni, að hafa skilað handriti fyrir 15. maí. Áhugi virðist mikill og hafa nú þegar borizt fjölmörg hand- rit. HLUTAFÉlag eitt, sem nýlega var stofnað í Reykjavík, ber nafnið „Veggur“ og mun vera til orðið SÍS til höfuðs. Þegar Sambandið tryggði sér aðstöðu við Austurstræti, þótti Speglinum sem Veggurinn hefði illa dugað og birti þessa mynd af þeim Vilhjálmi Þór og Erlendi Einarssyni að brjóta Vegginn niður! 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.