Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 3
SAMVIIMNIAN
£/ víð ættum. óskastund
Ef íslenzka þjóðin ætti sér óskastund, væri hægt að sam-
eina landsmenn alla um nokkra eina ósk?
Það er býsna fróðlegt að glíma við að finna slíka ósk og
ekki helber hégómi að gera sér grein fyrir, hver hún gæti
verið. Hvernig væri sú ósk, að þjóðinni mætti auðnast að
auka til stórra muna og tryggja framleiðslu sína? Mundi
ekki slík ósk, ef uppfyllt væri, færa einstaklingunum, sem
mynda þjóðfélag okkar, betri og tryggari afkomu, og
mundi ekki sú bætta afkoma leiða til betri hags heildarinn-
ar, skjótari lausnar á hvers konar vanda, greiðari fram-
kvæmd hvers konar drauma? Jafnvel hörðustu fjandmenn
þeirrar efnishyggju, sem nú ræður ríkjum í heiminum, geta
varla andmælt slíkri ósk.
★
Þjóðin hefur mikið lagt í sölurnar til þess að gera ein-
mitt þessa ósk að veruleika, og hún hefur stikað risaskref
í rétta átt á síðustu árum. En betur má, ef duga skal, og
enn þarf framleiðslan að aukast stórlega fyrir hvern vinn-
andi mann í landinu. Hvað er þá til ráða?
Ekkert eitt svar er fullnægjandi við þessari spurningu,
heldur er þörf margra réttra svara. Eitt þeirra er og verð-
ur fullkomnari hagnýting þess vélakosts, þeirra atvinnu-
tækja, sem til eru í landinu. Það er samvinnumönnum til
dæmis ljóst, að verksmiðjur þeirra, sem greiða 11—12
milljónir króna í vinnulaun á ári og framleiða fyrir fjóra
tugi milljóna, hafa allmiklu meiri afkastagetu, ef unnt væri
að láta þar öll hjól snúast tví- eða þrískiptan vinnudag.
Þarna hefur verið fest mikið fé, byggt fyrir framtíðina.
Enda þótt margt þurfi enn að bæta og ýmsu að auka við
til að fylgjast með árlegri þróun tækninnar og svara eftir-
spurn landsmanna, hefur þarna verið byggður grunnur,
sem framtíðarbygging íslenzks samvinnuiðnaðar getur ris-
ið á, há og glæst.
★
Hér er í raun réttri um stórmál að ræða. Þessar verk-
smiðjur vinna að miklu leyti úr innlendum hráefnum, sem
varla verður skortur á næstu ár. Mikill vélakostur og all-
mikið húsnæði er fyrir hendi. Fólk ætti að vera til í land-
inu. Hvað veldur þá, að ekki er framleitt eins mikið og
hægt er?
Svarið er skýrt og einfalt. Framleiðsla verksmiðjanna
hefur farið hraðvaxandi og stórbatnað að gæðum ár eftir
ár. Sala framleiðsluvörunnar hefur vaxið stórlega, en það,
sem vaxið hefur mest, er stórhugur forustumanna sam-
vinnuhreyfingarinnar, trú þeirra á framtíð þessa iðnaðar
og framsýni þeirra í því að byggja stórt og byggja vel. Það,
sem skortir, er aukinn markaður, fyrst og fremst innan-
lands. Vörur verksmiðjanna, hvort sem er Gefjun, Iðunn
eða Hekla, standa sig stórum betur en nokkru sinni fyrr
í samkeppni við beztu innflutta vöru, en hvorttveggja er,
að landsfólkið hefur varla fengið nægileg tækifæri til að
kynnast vörunum og kaupa þær, og hvötin til að taka er-
lenda vöru fram yfir innlenda er ennþá sterk, illu heilli.
★
Sambandið er nú að gera ráðstafanir til að bæta úr þessu
ástandi og þarf í þeirri viðleitni sinni stuðning hvers ein-
asta samvinnumanns í Iandinu. Stærsti markaður lands-
ins, Reykjavík, hefur hingað til haft lélegasta aðstöðu til
að sjá þessar verksmiðjuvörur og kaupa þær. Nokkuð á
að bæta úr þessu með hluta af húsnæði því, sem SÍS hefur
leigt við Austurstræti og frægt er orðið. Önnur starfsemi
Sambandsins til að kynna þessa vöru hefur og verið og
verður stóraukin.
Hér er ekki lítið í húfi. Vœri iðnaðaraðstaða samvinnu-
manna hagnýtt til fulls, mundi framleiðsla þjóðarinnar
aukast um 30—40 milljónir króna, hundruð manna og
kvenna fá fasta atvinnu og launagreiðslur aukast um yfir
10 milljónir. Hefur þjóðin ráð á því að láta slíka möguleika
ónotaða? Samvinmmienn telja, að svo sé ekki, og þeir
þurfa nú að láta hendur standa frarn úr ermum til að
sanna sitt mál.
3