Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 20
þaðan barst ómur af röddum. Hann fór þá frá glugganum og færði sig að horninu á framhlið hússins, en þangað heyrði hann orðaskil. Ivar frá Austurbæ og Amar Woldaris stóðu á tröppunum og töluðu saman: „Viljið þér nú heldur láta aka yður til landamæranna?“ sagði ívar. „Það er þreytandi að ganga alla þessa leið gegnum skóginn, að næturlagi.“ „Ekki finnst mér það“, anzaði gesturinn. „Eg hef farið fótgangandi um alla Evrópu, og dimmir skógar eiga vel við mig; þar er frið að finna.“ „Frið“, endurtók ívar hugsi. „Það er einkennilegt orð. — Mynduð þér einnig finna þennan frið, ef Arbot fylgdi yður í nótt?“ „ Hann hefur lofað að vísa mér til vegar, — styztu leið. — Skyldi hann ekki vera tilbúinn?“ „Ég er hræddur um að þér verðið að komast af án hans, Woldaris. Ég mun sjálfur fylgja yður — á rétta leið.“ Amar Woldaris snéri sér að gestgjafa sínum, andlit hans líktist steingerfingi í tunglsljósinu: — „Ivar frá Austur- bæ,“ sagði hann og kvað fast að hverju orði. „Arbot mun verða fylgdarmaður minn í nótt. Hjá því verður ekki kom- ist.“ „Gleymið ekki að þér eruð gestur minn, Woldaris, — að vísu kærkominn gestur. Þér stjórnið ekki þjónustufólki mínu. Það geri ég sjálfur. Og ég hef þegar falið Arbot annað starf.“ „Gott og vel. Þá mun ég þiggja fylgd yðar. Þér hafið þegar valið fyrir Amie.“ Skyndilega færðist eitthvað, sem líktist brosi yfir andlit hins skuggalega manns og hann mælti breyttum rómi: „Mér finnst alltaf einhver vera að njósna um okkur hérna í nótt. Hafið þér ekki orðið neins var?“ „Nei. Og við þurfum tæpast að búast við heimsóknum á þessum tíma sólarhringsins. Það skyldi þá vera —, jæja, afsakið.“ „Eg býst nú samt við að mér skjátlist ekki,“ sagði öld- ungurinn með hægð og það var ógnun í rödd hans. „Eg þyrði að veðja um að það horfir mennskur maður á okkur einmitt núna, og ég held ég viti hvar hann er. Þegar við erum búin, ætla ég að kynna mér erindi hans, — ef hann þorir þá að bíða mín.“ Karl frá Austurbæ hafði löngum óskað þess að finna streyma um taugar sínar ugg og spennu dulmagnaðra æfintýra. Nú var sú ósk uppfyllt. Það, sem fyllti brjóst hans á þessari stund, var ósvikin hræðsla, frumstæð, heit og þrúgandi. Ótal sögur frá gamalli tíð komu upp í huga hans, myrkar sagnir um menn, sem höfðu horfið í skógun- um að næturlagi. Örvæntingaróp þeirra heyrðust á af- skekktum býlum og síðan sáust þeir aldrei framar. Þessar verur þarna á tröppunum voru efalaust nógu efniskenndar til þess að geta orðið manni að bana. Hann heyrði raddir þeirra og fótatak. En þá voru þær kannske ekki ósæranlegar sjálfar? Hann þreifaði eftir skammbyss- unni í vasa sínum og losaði um öryggi hennar, til þess að vera við öllu búinn. Og í sama bili hvarflaði að honum dapurleg, en ekki óljúf hugsun: Ef hann missti lífið í nótt, myndi hann sennilega geta fylgst með Amie eins lengi og honum þóknaðist, og kannske frelsað hana úr draugaklóm? Mennirnir tveir stóðu enn framan við dyrnar og töl- uðust við í lágum hljóðum. Allt í einu kipptust þeir við báðir í senn, eins og eitthvað óvænt hefði komið fyrir, og ívar sagði hárri felmtursfullri röddu: -— „Hvað var þetta.“ Karl sá þá hverfa inn í húsið, og honum létti á líkan hátt og manni, sem sleppur úr lífshættu. — Nú var nóg komið af svo góðu, nú ætlaði hann að hraða sér á brott, áður en það var um seinan. Hann mundi ógnunina í rödd öldungsins ókunna er hann sagði: Þegar við erum búin eetla ég að kynna mér erindi hans. Vafalaust myndi þessi óhugnanlega vera standa við orð sín. Það var brjálæði að leggja sig í slíka hættu tilefnislaust. En í hugarleynum hans hvíslaði önnur rödd, sem vildi ekki hlýta rökum skynseminnar: — Þú ert ekki ragur, Karl, og þetta er ekki tilefnislaust. Vel getur verið að þér takist að finna lausn þessarar gátu — og frelsa Amie. Að minnsta kosti getur þú ekki látið hrœðsluna reka þig á flótta. Hann gerði sér fullkomlega ljóst að hann var hræddur og sú vitneskja vakti honum talsverða undrun. Oft hafði hann verið hætt kominn, en aldrei fyrr kennt hugleysis. Það var engan veginn geðslegt að verða að viðurkenna þá staðreynd, að maður var blátt áfram heigull, þegar allt kom til alls. — Karl frá Austurbæ tautaði blótsyrði fyrir munni sér. Hann hafði barizt við villta menn og vill dýr, án þess að blikna, en drauga hafði hann ekki átt í brösum við fyrr. Fyrir þeim var kannske skynsamlegast að flýja, en hann langaði óneitanlega mest til þess. En það var eitt- hvað innra með honum, einhver harður kjarni, sem stæltist við eldraunina og neitaði að gefast upp. — „Eg hreyfi mig ekki héðan,“ sagði hann hörkulega. „Hvað sem í skerst vil ég komast til botns í þessu og sjá endalokin.“ Hann hafði varla sleppt orðinu þegar neyðaróp Arbots dauf kyrrðina; það var villt og hroðalegt eins og dýrsösk- ur. — Hann gleymdi allri varúð, hljóp að glugganum í of- boði og skyggndist inn. Blá skíman lýsti upp herbergið, sem var búið fornlegum húsgögnum og mátti vel sjá um það allt gegnum rifurnar í hinum gisna hlera. — Á miðju gólfi stóð Amie með stórt sverð í báðum höndum. Andlit hennar var náhvítt, en hún brosti og bros hennar var hryllilegt, hún líktist veru frá víti; Amie hin fagra og blíða var gjörsamlega horfin, eins og líkami hennar hefði skipt um sál. — Og frammi fyrir henni, með báðar hendur um enni sér, stóð Svíinn Arbot. Hann kveinaði lágt og riðaði á fótunum; andartaki síðar lyppaðist hann niður á gólfið og lá kyrr. Karl frá Austurbæ heyrði blóðið dynja í eyrum sínum og þögnin var eins og öskur í kringum hann. — Hann starði á Amie, sem nú varð smám saman sjálfri sér lík aftur. Bros- ið óttalega hvarf af vörum hennar og andlitsdrættirnir mýktust; hún horfði út í bláinn og virtist naumast vita af sér. Dyrnar opnuðust, — Ivar frá Austurbæ og Amar Wold- aris komu inn. Andlit Ivars var hvítt og stirnað, en öld- ungnum virtist í engu brugðið. Hann leit snöggvast á líkið 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.