Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 15
Þessi tröllaukni foss er tuttugu sinnum hœrri en hinir frcegu Niagara-fossar og meira en þrisvar
sinnum hœrri en Eiffelturninn. Risaflugvirkið, sem flýgur fram hjá fossinum, sýnist örlitið miðað
við hann.
„Hinn horfni heimur“, náði ímyndun-
arafl hans tæplega veruleikanum á
þessum slóðum.
Auyán-Tepuí — Djöflaf jall — er
480 km. frá þeim stað, sem Humbolt
komst lengst og helmingi styttri leið
frá Roarima-fjallinu, en áður en flug-
vélar komu til sögunnar, urðu korta-
gerðarmenn að geta sér til um fjar-
lægðir. Allskonar hjátrú og hindur-
vitni voru bundin við fjallið. Nafnið
Djöflafjall var komið frá Indíánum,
sem bjuggu í skógunum hér í kring.
Þeir óttuðust ekkert meira en þrum-
ur og eldingar, sem oft voru yfir fjall-
inu og þeim fannst það nægileg sönn-
un þess, að sjálfur Satan ætti þar að-
setur. Þeir tóku þessvegna á sig stór-
an krók, þegar þeir þurftu að fara
framhjá fjallinu.
Þeir fyrstu, sem veittu frásögn
Jimmys Angels raunverulega eftir-
tekt, voru hinn reyndi fjallamaður
Gustavo Heny og spánski landkönn-
uðurinn Felix Cardona, sem flugmað-
urinn hitti í Caracas. Þeir fóru með
leiðangur hvor í sínu lagi árið 1937
og rannsökuðu gljúfrið. Þeir uppgötv-
uðu, að hér var ekki um að ræða foss
í venjulegum skilningi. Vatnið beljaði
út úr neðanjarðargöngum sextíu metra
undir hinu flata yfirborði fjallsins.
Hvernig gat sprottið upp nægilegt
vatnsmagn á þessari nöktu hásléttu,
í þetta vatnsfall og hundruð annara?
Heny og Cardona hittust þar sem
Jimmy Angel hafði reist tjaldbúð sína
og hófu þeir fjallgöngu sína þaðan.
Þeir náðu upp í tólf hundruð metra
hæð og Jimmy Angel fylgdi þeim í
flugvél sinni og varpaði til þeirra vist-
um. En þeir komust ekki lengra. Veð-
ur og vindar höfðu í áraþúsundir sorf-
ið klettana og myndað þröng gljúfur,
sem skárust hvert í gegn um annað og
voru sum allt að hundrað metra djúp.
Þarna í fjöllunum þéttist raki lofts-
ins og þar er fengin útskýring á vatns-
magni því, er þar sprettur upp. Stað-
vindar, sem blása stöðugt frá Kara-
biska hafinu, mæða á fjöllunum. Þeg-
ar heita loftið, sem stígur upp frá skóg-
unum, mætir staðvindinum, myndast
súld, — endalaust sitrandi regn, þétt
og hlýtt. Úrkoman er sjötíu og sex
hundruð millimetrar á ári, — sjálf-
sagt með því meira, sem þekkist í
heiminum. Gljúfrin gleypa vatnið og
það rennur oft langar leiðir neðan-
jarðar.
Heny og Cardona komu auga á flat-
lendi langt burtu. Ef þeir gætu lent
flugvélinni þar, mundu þeir ef til vill
komast að fossbrúninni.
Jimmy Angel flaug yfir staðinn og
komst að þeirri niðurstöðu, að hann
gæti lent, ef hann væri heppinn. Þeim
kom saman um, að Heny og Angel
skyldu reyna lendinguna, en Cardona
varð eftir í tjaldbúðinni með sendi-
stöð til að hafa samband við þá, ef ske
kynni að þeir þyrftu að kalla á hjálp.
I fljótu bragði virtist lendingin hafa
gengið vel, en undir grasinu var
gljúpur og rakur jarðvegur og hjólin
sukku á kaf. Angel var það ljóst, að
enginn möguleiki var á því að komast
á loft aftur. Brátt uppgötvuðu þeir
líka, að ekki var betra að komast að
fossinum þaðan. Þeir athuguðu nú
sinn gang og höfðu síðan samband við
Cardona um sendistöðina, og kváð-
ust mundu reyna að komast til baka
aðra leið. (Framh. á bls. 27)
15