Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 23
vissi ekki betra ráð en segja henni allt af létta, — og hélt henni í örmum sínum á meðan. Hann var talsvert vandræðalegur og líktist allmjög drengnum, sem einu sinni elskaði Amie frá Austurbæ. Hún horfði sífellt á hann meðan á frásögninni stóð. I fyrstu var hún alvarleg og dálítið ströng, en svipur hennar mild- aðist smám saman, og loks gat hún ekki varizt brosi: — „Þér hélduð að — að við værum draugar? — Og ég sem hélt að þér væruð —, ha, ha, ha.“ — „Eg var hér um bil dáin úr hræðslu og ég missti meðvitundina, þegar þér grip- uð mig. — Aldrei hef ég vitað annað eins; — ef að þetta er ekki æfintýri, þá veit ég svei mér —.“ Hann fann að allur líkami hennar iðaði af hlátri, og varð dálítið skömmustulegur á svip, en gat ekki að sér gert að hlæja líka. — „Ur því að þið eruð ekki vofur,“ sagði hann forvitnislega, „hver eruð þið þá, og hvað eruð þið að gera hérna á bænum mínum?“ „Við erurn Ieikarar frá Nýja leikhúsinu í Stokkhólmi, en herra Woldaris er leiðbeinandi þar. Hann er annars leikritahöfundur, sumir segja einhver sá bezti í Evrópu. Hann er að skrifa eitt núna og við æfum það jafnóðum; — við fórum hingað með honum í sumarleyfinu okkar til þess. En það er dálítið þreytandi, því hann er alltaf að breyta endinum, og svo er þetta allt svo óhugnanlegt.“ Woldaris—, nú mundi Karl allt í einu hvar hann hafði séð nafnið: á leikhúsauglýsingu í Helsingfors. — „Vitið þér hvaðan hann er, þessi leiðbeinandi ykkar?“ „Það veit enginn. — Hann er furðu lítið kunnur og kærir sig ekki um frægð. Aðeins tvö af verkum hans hafa verið sett á svið, hið fyrra í Moskva fyrir löngu síðan; það hét „Glæsilegt morð“; — hitt var leikið í Finnlandi, en ég man ekki heiti þess. — Þetta sem hann vinnur að núna kallar hann „Harmleikinn á Austurbæ“ og það styðst við raunverulega atburði, — einmitt þetta, sem þér voruð að segja mér frá áðan. En þér virðist þó ekki þekkja alla söguna.“ „Ég veit aðeins það, sem ég heyrði á skotspónum, þegar ég var drengur. Ef þér getið frætt mig eitthvað frekar, er ég yður mjög þakklátur.“ „Sá, sem leikur Arbot, er Finni, og hann hefur komist að ýmsu um herra Woldaris. — Amie var dóttir hans, og móðirin var af mjög tiginni sænskri aðalsætt. Þau kynnt- ust í Moskva og það gengu öll ósköp á, þegar barnið fæddist. Það er sagt að hann hafi elskað þessa konu svo heitt, að það olli honum sturlunar um tíma. Og honum þótti ákaflega vænt um barnið, hann verður alltaf mild- ari í málrómnum, þegar hann minntist á Amie. — Hann segir að ég líkist henni mjög mikið, — er það rétt?“ Já, það er hverju orði sannara. — En — hvers vegna drap hann Arbot?“ „Enginn veit það, og ekki herra Woldaris heldur. Hann er alltaf að brjóta um það heilann og sjálfsagt finnur hann einhverja lausn á því áður en lýkur.“ Karl frá Austurbæ fór allt í einu að hlæja. — „Já,“ sagði hann kumrandi, „Það væri synd að segja að við höfum ekki lent í æfintýri. — Hvað heitið þér, með leyfi að spyrja?“ „Magnhild Jensen. Ég er frá Osló, en er að læra leiklist í Stokkhólmi.“ Hún hikaði andartak, en hélt svo áfram: — „Ég býst við að ég hætti í vor. Mér leiðist alltaf í Sví- þjóð og langar heim.“ „Hvernig kunnið þér við yður á Austurbæ?“ Hún horfði rannsakandi á andlit hans stutta stund, svo sagði hún kyrrlátlega: — „það er unaðslegt hérna. Og ég er ekkert hrædd við venjidegar vofur. En — þótti yður mjög vænt um — Amie?“ „Já, hún var draumurinn um hamingjuna, — en aðeins draumur.“ „Vitið þér að hún er enn á lífi?“ „Hvað segið þér, — lifir hún enn?“ „Já. Hún er gift rússneskum flóttamanni í Ameríku. Þau eig'a fjögur börn.“ Karl frá Austurbæ hló aftur, í þetta skipti stutt og snöggt. — „Nú, þá ætti Amar Woldaris að taka sér ferð á hendur og spyrja hana hvers vegna hún drap elskhuga sinn.“ „Hún hefur aldrei viljað við hann tala síðan nóttina þá, er harmleikurinn gerðist. Astæðan fyrir því virðist einnig vera honum ráðgáta.“ Um stund höfðu óp og köll heyrzt allt í kringum þau í skóginum. Nú færðist hávaðinn nær, og Karl reis á fætur. Hann sleppti stúlkunni úr örmum sér, en hélt höndum hennar og spurði lágum rómi: „Viljið þér fyrirgefa mér að ég gerði yður hrædda?“ Hún brosti glettnislega. — „Ætli það verði ekki að vera kaup kaups,“ mælti hún. „Mig Iangar til að kynnast yður,“ sagði hann og varð aftur mjög drengjalegur á svipinn. „Viljið þér leyfa mér það?“ Hún leit snöggt til hans, alvarleg í augum, svo kinkaði hún kolli. Þá rétti hann úr sér og leiddi hana af stað. — „Ég heyri að gestum mínum er farið að leiðast,“ sagði hann bros- andi. „Við skulum ganga til móts við þá.“ — 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.