Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 7
Myndin er frá Akureyri. A miðri myndinni er verzl. Edinborg. Til hægri viö hana er litið hús. ÞaÖ er visirinn aÖ Kaupfélagi EyfirÖinga. Þarna hóf Hallgrimur Kristitisson starfsferil sinti og innleiddi hið nýja skipulag 1906. þessu máli. Það varð áhugamál hans að efla til starfa efnilega menn, hvar sem hann sá þá í fylkingu samlanda sinna. Með ritgerðum sínum og stjórnmálaforystu hafði Jón vakið liðsmennina. Frumvarpið um verzlunar- frelsi afgreitt. Það var vel, að Jón fór ekki of geyst af stað knúinn eldmóði hugsjónanna. Danskir kaupmenn urðu gramir við og hugðust hnekkja Jóni með ritling- um og síðar málsókn, en Jón léði ekki fangstaðar á sér af röksemdaskorti. Kom viðleitni þeirra fyrir ekki. Bænarskrá um verzlunarfrelsi var svo afgreidd í einu hljóði á Alþingi 1853. Yfirleitt voru danskir kaup- inenn æfir móti verzlunarfrelsi. Hafa þeir sjálfsagt hræðzt efnahagslegt sjálfstæði Islendinga og að þeir yrðu þá sjálfum sér nógir um verzlunina. Sáu þó sumir, að ekki varð móti spyrnt. Eftir mikið þóf var frumvarpið loks afgr. í einu hljóði frá þjóðþinginu. Jón Sigurðsson lét sér þessi málalok lynda, þótt fráleit væri aðferð stjórnarinnar að ganga framhjá Alþingi, en leggja málið fyrir þing annars lands. Engum var sigurinn fremur að þakka en Jóni Sigurðssyni. Séra Hannes Stephensen og fleiri mætir menn heima fyrir höfðu og verið málinu þarfir. Menn kunnu vel að meta viðleitni Jóns, og fór hér fram fjársöfnun til sæmdar- gjafar honum. Upphaf samvinnustefn- unnar á Islandi. Þá er komið að þeim þætti sögunn- ar, hvað áunnizt hefur að verzlunar- frelsinu fengnu. Engin stórbreyting varð fyrst í stað. I gömlu einokunar- húsunum drottnuðu „faktorar“ fyrir danska kaupmenn, eins og áður. Þjóð- in var örmagna af fátækt og átti hvergi aðgang að fjármagni. Orðugt var fyrir íslenzka menn að stofna og reka verzlun hér. Upphaf Samvinnustefnunnar á ís- landi boðaði tímamót. Nokkrir vel menntaðir bændur tóku að hagnýta sér stefnu þá í verzlunarmálum, sem hófst með samtökum vefaranna í Rochdale á Englandi árið 1844. Verð- ur hér einkum rætt um þátt sam- vinnumanna í viðreisninni. Jón Sigurðsson birti áhrifamiklar ritgerðir í Nýjum Félagsritum urn verzlunarmál og stóð í bréfasambandi við fjölda forystumanna hér. „Að hafa samtök“, var ráð Jóns Sigurðs- sonar. Fyrir bein eða óbein áhrif frá honum hófust menn handa um sam- tök. í Háls- og Ljósavatnshreppum í Þingeyjarsýslu var stofnað félag árið 1844. Var það fyrir atbeina séra Þor- steins Pálssonar á Hálsi. Félagið logn- aðist út af, þegar Þorsteinn féll frá. Á nokkrum stöðum á landinu voru gerðar líkar tilraunir, en ekkert þeirra samtaka varð langlíft. Verúunarsamtök bcenda og þáttur Tryggva Gunn- arssonar. Hin stórfelldu verzlunarsamtök bænda laust fyrir 1870 höfðu miklu meiri þýðingu. Voru það tveir bænda- höfðingjar og samherjar Jóns Sigurðs- sonar í félagsmálum, sem að þeim stóðu. Tryggvi Gunnarsson stýrði Gránufélaginu, en áhrifasvæði þess náði yfir þrjár sýslur norðanlands. Hitt félagið hefur verið nefnt Borð- eyrarfélag og stýrði því Pétur Eggerz. Áhrifasvæði þess voru Húnavatns- sýslur og allt suður á Akranes. Þróun þessara félaga var hliðstæð. Bæði Tryggvi og Pétur voru úrræða- miklir og vel menntaðir skörungar. Bæði félögin voru að formi til hluta- félög, en störfuðu sem samvinnufélög. Þau þurftu að berjast við veltufjár- leysi og andstöðu erlendra andstæð- inga, sem höfðu mikið fjármagn að baki. Samgönguleysi, fátækt og reynsluleysi manna urðu báðum fé- lögunum fjötur um fót. Mönnum óx kjarkur við fram- kvæmdir Tryggva Gunnarssonar. Þar kom einn úr hópi dalabændanna, stýrði félagi, sem náði yfir fimm sýsl- ur, leigði skip handa félaginu, keypti nauðsynjar handa félagsmönnum er- lendis og seldi afurðir þeirra. Sá galli var á báðum þessum félögum, að þau náðu yfir of stórt svæði. Forstjórarn- ir gátu ekki haft eftirlit með verzlun- arframkvæmdum á öllu svæðinu eins og sakir stóðu. Hvert harðindaárið rak nú annað og bændur gátu ekki borgað skuldir sínar. Félögin þoldu ekki þessi áföll og leystust upp. Eigi að síður höfðu félögin orkað miklu. Menn höfðu fundið muninn á erlendri og íslenzkri verzlun. Saga fé- laganna sannaði, að íslenzka bænda- stéttin gat komið á fót þjóðarverzlun þeirri, sem Skúla fógeta hafði dreymt um. Tryggvi Gunnarsson varð braut- ryðjandi á mörgum sviðum. Hann kenndi Norðlendingum að verka salt- 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.