Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 11
Hér er útveggur aÖ miklu leyti úr gleri, og eldhúsið mjög bjart og vistlegt. Takið eftir, að suðu- plötur og vaskur eru i borðinu á miðri myndinni, en ofninn er byggður inn i vegginn i horni eldhússins. húsmóðirin getur svarað án þess að snerta hann eða koma nærri honum! Með sérstökum hátalara og hljóð- nema, getur hún talað við fólk í sím- anum, þótt hún sé að vinnu úti í miðju eldhúsi! Þá getur þetta síma- tæki tekið niður á segulband boð frá fólki, sem hringir, meðan hún er fjar- stödd! Þessi undur eru öll raunveru- lega sýnd á sýningunni, svo að hægt er að gera allt þetta, enda þótt það sé alltof dýrt til að almenningur eða jafnvel efnað fólk geti leyft sér það ennþá. En þetta breytist fyrr en varir. Þá er í eldhúsinu athyglisverð kerra til að aka réttunum á um húsið, ef þess gerist þörf. I þessari kerru er plata til að halda matnum heitum, innbyggð brauðrist og vöflujárn, en undir borðinu rúm fyrir borðbúnað og fleira. Sjálf matreiðslutækin eru í borð- inu undir glerveggnum fremst á mynd- inni. Plötur eru yfir hitunartækjum, þannig að allt virðist vera slétt borð, en ofninn má færa upp og niður og opna báðu megin. Sitthvað fleira mætti telja til, sem er í þessu eldhúsi framtíðarinnar, en höfuðatriði er það, hversu snoturt og vinalegt vinnurúm húsmóðurinnar er gert, þannig að óhugsandi virðist, að hún standi innilokuð í reyk og svælu við eldamennskuna. Eldhús þetta er ekki framleitt eða selt, heldur eru þetta aðeins „úrvals- draumar“ og ekki víst, hvað kann að reynast rétt spáð eða dreymt fyrir framtíðina, þótt margt muni án efa þróast í þessa átt í eldhúsum næstu árin. Eldavélar að breytast. Ein er sú breyting þegar að verða, sem kann að ná útbreiðslu í framtíð- inni, en það er varðandi eldavélar. Hingað til hafa húsmæður vanizt því — um alllangt skeið — að eldavélar væru með rafplötum eða gasloga í borðhæð, en ofn innbyggðan þar und- ir (nema á þeim heimilum, sem enn hafa ekki rafmagn). Nú er byrjað að skilja þetta tvennt í sundur, byggja plöturnar inn í vinnuborð eldhúsanna, en setja ofninn sér inn í vegg, hvar sem henta þykir, og þá í mjaðmarhæð, þannig að húsmóðirin ekki þurfi að beygja sig til að komast að ofninum. Tæki sem þessi eru þegar byrjuð að flytjast til landsins og hefur t.d. raf- magnsdeild SIS útvegað nokkur tæki af „Thermador“ gerð. En þau eru ennþá mjög dýr og því varla að bú- ast við, að allur þorri manna hafi ráð á þeim. Má þó vel vera, að verðið kunni að lækka í framtíðinni, ef þetta reynist betra fyrirkomulag en hið eldra og meira verður framleitt af þessum nýju tækjum. Þetta glcesilega eldhús var byggt fyrír sýningu á eldhúsi framtíðarinnar og ekkert til sparað. Tah- ið eftir Ijósunum i loftinu, borðinu ncest á myndinni og kceliskápnum fyrir drykkjarföng. Þarna er lika ofn i veggnum og vagn, sem húsmóðirín ekur um. 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.