Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 9
skipafélagið og Bergenska gufuskipa-
félagið. Var sú starfsemi jafnan illa
rækt.
Með stofnun Eimskipafélags Is-
lands árið 1914 varð á þessu stór
breyting og nokkru síðar tók ríkið að
eignast skip til strandferða. Þetta
ásamt bættum samgöngum á landi
hefur haft mjög mikla þýðingu fyrir
verzlunina.
Árið 1907 var stofnað Sláturfélag
Suðurlands og einnig réðust Kaupfé-
lög Eyfirðinga og Þingeyinga í að
koma upp sláturhúsum. Með því
höfðu samvinnufélög bænda hafið
mjög þýðingarmikla nýbreytni. Frá
því að enski markaðurinn lokaðist
hafði verið öngþveiti um sölu sauð-
fjár.
Vöxtur Sambands ísl.
samvinnufélaga.
Samband íslenzkra samvinnufélaga
blómgaðist undir forystu Hallgríms
Kristinssonar. Það sendi verzlunarer-
indreka utan og vann að kjötsölu. Um
vorið 1915 setti Hallgrímur Kristins-
son á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn
og hóf innkaup á erlendum vörum fyr-
ir Sambandið. Tveim árum síðar flutti
Hallgrímur aðalaðsetur Sambandsins
til Reykjavíkur. Komið var á fót skrif-
stofum í Leith og New York.
Á stríðsárunum 1917 og 1918 varð
starf aðalskrifstofunnar minna en ætl-
að var. Landsverzlun undir forystu
Sigurðar í Yztafelli hafði í sínum
höndum mestan hluta af utanríkis-
verzluninni. Á þeim árum hurfu leif-
arnar af verzlun Dana hér á landi, og
hafa íslendingar haft hana í sínum
höndum síðan. Seint á árinu 1918 tók
að færast líf í viðskipti Sambandsins
að nýju og var þá tekin upp deilda-
skipting.
Það varð síðasta verkefni Hall-
gríms að koma Sambandinu og kaup-
félögunum heilu og höldnu yfir brot-
sjói verðfallsins eftir 1920. Hann
andaðist 46 ára gamall og varð mönn-
um mikill harmdauði um land allt.
Einn af duglegustu samstarfsmönn-
um Hallgríms var Jón Árnason, og
hefur starf hans haft mikla þýðingu
fyrir verzlunina. Hann átti mikinn
þátt í að koma á fót frystihúsum og
verksmiðjum og vann ötullega að öfl-
un erlendra markaða fyrir innlendar
afurðir.
Er verzlunin var gefin frjáls fyrir 100 árum
voru Islendingar ósjálfstceðir um siglingar til
landsins. Nú annast landsmenn sjálfir sigli^igar
milli landa og strandferðir. Myndin sýnir eitt af
skipum Sambands islenzkra samvinnufélaga,
Helgafell.
Við forystu Sambandsins tók nú
Sigurður, bróðir Hallgríms, og hagur-
inn batnaði um skeið. Ástandið versn-
aði að nýju á kreppuárunum eftir
1930. Skuldasöfnun félaganna var
stöðvuð 1932, og síðan hefur hagur
Sambandsins farið batnandi með
hverju ári.
Vilhjálmur Þór við stjórnvöl
Sambandsins.
Sigurður hafði forstjórn til 1946,
en þá tók við Vilhjálmur Þór, sem
nú um áramótin lét af því starfi.
Vilhjálmur hafði þá um skeið stýrt
Kaupfélagi Eyfirðinga og sýnt þar
framúrskarandi dugnað. Þótt Vil-
hjálmur hafi fengizt við mörg önnur
umfangsmikil verkefni, er stjórn hans
og starf fyrir Sambandið út af fyrir
sig stórvirki. Á hann langmestan þátt
í hinum öra vexti Sambandsins á
þessum árum. Hefur þáttur Vilhjálms
nýlega verið ýtarlega rakinn í Sam-
vinnunni. Sambandsfélögin eru nú 56
talsins. Félagsmenn voru í árslok 1953
samtals 30.511 með 95.908 manns í
heimili.
Þróun t rétta átt.
Hjá Sambandinu og fyrirtækjum
þess í Reykjavík vinna nú um þús-
und manns. Starfsemin er orðin geisi-
lega víðtæk. Samvinnumenn hafa nú
nýlega tekið á leigu verzlunarhúsnæði
í aðal verzlunargötu Reykjavíkur, og
verða þar reyndar ýmsar nýjungar í
smásöluverzlun. Aðstaða þessi verður
notuð til sölu á framleiðsluvörum
verksmiðjanna Gefjunar, Iðunnar og
Heklu, sem samvinnumenn eiga. Sam-
bandið á nú sex skip í förum og Sam-
vinnutryggingar hafa á fáum árum
orðið öflugasta tryggingafélag lands-
ins.
Samvinnumenn hófu þátttöku í
olíuverzlun landsmanna með kaupum
HÍS og stofnun Olíufélagsins. Félög-
in flytja inn og dreifa helming allrar
olíu í landinu. Sambandið hefur látið
fræðslustarfsemi til sín taka. „Tíma-
rit kaupfélaganna“ hóf göngu sína
fyrir aldamót. Það kom út í tvö ár, en
um tíma þar á eftir áttu samvinnu-
menn ekkert málgagn og tæplega að-
gang að blöðum landsins. Ritið hóf að
nýju útkomu sína 1907 og hefur kom-
ið út síðan, en endanlegt nafn þess
varð „Samvinnan“. Lengst hefur ver-
ið ritstjóri Jónas Jónsson, núverandi
skólastjóri Samvinnuskólans. Hann
hefur manna mest ritað um samvinnu-
málefni.
Árið 1953 var velta Sambandsins
um 500 milljónir króna og var Olíufé-
lagið og Samvinnutryggingar ekki þar
með talið.
Hér hefur verið stiklað á stóru.
Þáttur samvinnumanna er umfangs-
mikill og í stuttri blaðagrein verður
aðeins drepið á það helzta.
íslendingar eiga nú fjölmenna, vel
menntaða verzlunarstétt. I Reykja-
vík starfar Verzlunarskóli. Árið 1952
voru á landi hér 239 heildverzlanir,
1239 smásöluverzlanir og 182 fisk-,
brauð- og mjólkurbúðir, eða samtals
1662 verzlunarfyrirtæki. Árið 1920
voru 727 verzlunarfyrirtæki á land-
inu. Talan hefur meira en tvöfaldast
á rúmum þrjátíu árum.
Samvinnumenn geta verið ánægðir
með árangurinn. Samtök þeirra eru
það fyrsta raunhæfa átak, sem gert er
eftir að landið fær verzlunarfrelsi.
Sókninni verður haldið áfram, og
samvinnumenn hyggja gott til fram-
tíðarinnar. Hinn nýi forstjóri Sam-
bands ísl. samvinnufélaga, Erlendur
Einarsson, er ungur maður og líkleg-
ur til afreka.
Samvinnuverzlunin skapar sann-
virði. Samvinnufélagsskapurinn er
sameiginlegt átak einstaklinganna,
þar sem fólkið stjómar, en fjármagnið
er gert að þjóni. Það er hin frjálsa
verzlun. Gísli Sigurðsson.
9