Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 12
Á að deyða daglegt mál? Ef til vill hefði ég ekki gripið til pennans þetta sinn, hefði ég ekki heyrt í útvarpinu fáein orð Arna Böðvarssonar um daglegt mál. I hin- um örstutta þætti hans komst hann síðast réttilega að orði eitthvað á þessa leið: — Landar góðir! — Hvað- an úr byggðum sem þið eruð: — úr Skaftárþingi, af Vestfjörðum eða Norðurlandi, þá dyljið ekki uppruna ykkar; sýnið átthagatiyggð. Haldið fast í framburð máls ykkar og látið ykkur engu skipta afskiptasemi og at- hlátur annarra. Þið Skaftfellingar. Mælið orðin með ykkar áherzlum og sérkennum. Þið Vestfirðingar segið: — Þeir komu gangandi neðan af tanga o. s. frv. — Og þið Norðlendingar. Seg- ið orðin: fólk, stúlka, smælki, hylki, dilkur o. s. frv. á þann hátt, sem ég geri nú. — Og svo bar hann orðin fram á alkunnan, norðlenzkan hátt. — Allir, sem ekki eru sneyddir tryggð við átthaga og arfleifð aldanna, sem meðal annars birtist í breytilegum blæ og framsetningu hins talaða orðs, ættu að finna hvöt hjá sér að fagna slíkum orðsendingum og festa þær í minni.. Sem Norðlendingur vil ég þó stíga feti framar, og staðhæfa, að ekki er síður þörf á því, að minna á, að glata ekki norðlenzkum framburði í orð- um, svo sem: afbriggði, flaggð, hneigð, braggð, saggði, taggði, þæggð o. s. frv., að ég ekki tali um orð eins og hryggð, dyggð, styggð, hyggði, tyggði o. s. frv., sem enginn ágreiningur ætti að vera um framburð á, jafnvel þótt á því sé einn misbrestur, sem kunnugt er, jafnvel hjá sumum Norðlendingum, er ella að mörgu leyti nota harða framburðinn. Öllum, sem eyrun hafa opin, hlýtur að vera það ljóst, að hinn lini fram- Eftir Jóharm Örn Jónsson burður þeirra og þvílíkra orða, er ég síðast taldi, vinnur stöðugt á í sam- skiptum við harða framburðinn, norð- lenzka. Hann víkkar stöðugt vald- svið sitt, líklega í svipuðu hlutfalli sem Reykjavík þróast og færir út kví- arnar og sogar til sín andlega og efnis- lega orku frá innstu dölum og yztu töngum landsins. Er því ekki að undra þótt málsafbrigðum Vestfirðinga fari fækkandi og svo annara, sem geymt hafa gersemabrot gullaldar í máli sínu. Enda er svo komið, þá og þegar, eftir öllu viðhorfi, að gera má fyllilega ráð fyrir því, að harði framburðurinn og flest minniháttar einkenni daglegs máls verði með öllu horfin eftir svo sem 2 mannsaldra, nema svo ólíklegt gerist að öflug átthagarækni nái fasta- tökum á yngri kynslóðinni og hún snúi baki við öfugþróun nútímans. Ef það verða örlög harða framburð- arins, sem kenndur hefur verið við Norðurland, að útskúfast á næst- unni, eða innan 2—3 mannsaldra, er allsendis óvíst að það verði Norðlend- ingar, sem hafi heiðurinn af því að hafa varðveitt hann lengst lands- manna. Ef til vill verða það Borgfirð- ingar eða Mýramenn. Staðreynd er, að framburður sá hefur til skamms tíma verið tíðkaður í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum og auk þess að ég hygg í Dalasýslu, a. m. k. sums staðar í Barðastrandarsýslu — svo sem við Þorskafjörð, — Snæfellsnessýslu, Strandasýslu og ef til vill víðar, auk þess sem hann hefur verið hæst met- inn í fjórum Norðurlands sýslum. Þeg- ar þessa er gætt, er það engin smá- ræðis bylting — ég vil segja gerræði og ofbeldi — ef nokkrum hljóðvilltum skriffinnum á að takast að koma fram- burði þessum niður fyrir Ætternis- stapa nálega fyrirhafnarlaust, og án þess að nokkur hreyfi verulegri and- spyrnu. En hvað veldur því, að þessi sér- stæði, harði framburður á svo örðugt uppdráttar, sem raun er á? Ugglaust eru ýmsar ástæður til þess. Mér er næst að ætla, að Ríkis- útvarpið eigi allverulegan þátt í því. Ekki er kyn þótt framburðarstagl þul- anna um: sag-ð-ar læg-ðir, lyg-ðir og dyg-ðir o. s. frv. fái víða hljómgrunn um síðir, enda flestum hlustendum hætt við að fljóta með straumnum, og því fremur sem sumir þulanna eru vel máli farnir, jafnvel einn þeirra ágæt- lega. En allir sneyða þeir hjá harða framburðinum, enda flestir vaxnir upp innan annars framburðarsvæðis. Þeir gera full-mikið að því að sam- ræma framburð sinn, sumir þó undir grímu ímyndaðrar fegurðar og mál- vöndunar, og geta stundum orðið til athlægis fyrir bragðið. Utvarpsþulimir tala ekki eftir framburðarnótum (öll- um) þeirra, sem harða framburðinn þýðast, svo sem: dr. Brodda, Jóns Helgasonar, prófessors, Ragnars Ás- geirssonar, ráðunauts, Áma Eylands, fulltrúa, Gísla Jónssonar, alþingism., Bernharðs Stefánssonar, alþingism., Jónasar skólastjóra, frá Hriflu og Davíðs skálds frá Fagraskógi, svo nokkrir góðir fulltrúar séu nefndir úr sýslum þeim, sem harði framburður- inn á djúpar rætur. í annan stað hygg ég að skólamir, einkum þó e. t. v. hinir „æðri“ þeirra, eigi þátt í þessu. Hvort sem það er vegna þess, að helztu menn þeirra em flestir fylgjendur lina framburðarins frá upphafi eða fyrir einhver „menntunar áhrif á sínum tímum, stundum drukkin í dálítið (Framh. á bls. 26) 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.