Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 21
á gólfinu, en síðan á Amie. — „Hvers vegna gerðirðu þetta?“, spurði hann íhugandi. Þá var sem hún vaknaði af draumi. Hún leit felmtruð í kringum sig, eins og hún hefði ekki hugmynd um hvar hún væri stödd. Amar Woldaris endurtók spurningu sína mildri og rórri röddu: „Hvers vegna drapstu Arbot?“ „Hef ég þá drepið hann?“ mælti hún áherzlulaust og svo lágt að varla heyrðist. í sama bili hrópaði ívar frá Austurbæ með skrækum örvæntingarrómi: — „Amie, — guð hjálpi þér —, hvað hefurðu gert.“ Hún leit upp, döpur og þreytuleg á svip, en róleg og ákveðin. — „Hann varð að deyja,“ sagði hún stillt. „En hvers vegna ?“ spurði Amar Woldaris að nýju, og nú skalf röddin lítið eitt. — „Já, — hvers vegna?“ tautaði hann í hálfum hljóðum, eins og hann væri þarna einn og talaði við sjálfan sig. „Get ég aldrei fengið svar við því? Veit það þá enginn nema guð, — nema guð?“ Allt í einu brá Amie sverðinu, lyfti því yfir höfuð sér með báðum höndum og gekk til móts við öldunginn, eins og hún ætlaði að höggva hann líka. — „Einnig þú ættir skilið að deyja,“ sagði hún hægt og seinlega. „Einnig þú.“ Amar Woldaris hreyfði sig ekki, en horfði fast á skjól- stæðing sinn. „Hvað hefur komið fyrir, Amie?“ spurði hann kyrrum rómi. „Hvað sagði Arbot þér?“ „Allt,“ svaraði hún stutt og hörkulega. Á því augnabliki slokknaði hið bláleita ljós; myrkur huldi allt og raddirnar þögnuðu. Karl frá Austurbæ beið litla stund, en hvarflaði síðan frá glugganum og gekk fram fyrir íbúðarhúsið. Hann átti skammt eftir til aðaldyranna, er þær voru rifnar upp og andartaki síðar skauzt Amie fram hjá honum. Hún sýnd- ist ekki verða hans vör, en hann þaut þegar á eftir henni, án þess að skeyta um ógnandi aðvörunarhróp Amars Wold- aris, sem stóð á dyraþrepinu, ásamt ívari frænda hans og Svíanum Arbot, er nú virtist heill orðinn. Karl leit snöggt um öxl og sá að tveir þeirra bjuggust til að elta þau, en bilið var orðið langt á milli og það leit ekki út fyrir að ver- ur þessar væru frárri á fæti en mennskir menn. Það dró hægt saman með honum og Amie; hún geystist í átt til skógartjarnarinnar, en hann var ákveðinn í að ná henni áður en hún kæmist þangað. Ef honum heppnaðist að koma í veg fyrir að hún léki harmleik sinn til enda og steypti sér í vatnið, myndi honum kannske takast að leysa hana úr þessum óttalegu álögum. Sú hugsun hvarflaði ekki að honum, að erfitt gæti orðið að grípa vofu með dauð- legum höndum. Ákvörðun hans var svo föst og óhaggan- leg, að allt annað varð að víkja. Honum var sama hvað á eftir kom; nú var allur ótti horfinn, hann hræddist hvorki anda né djöfla. Þótt allur her helvítis elti hann, skyldi hann bjarga Amie. — Allt í einu nam hún staðar, snéri sér við, leit á hann andartak og rak upp óp. En því nær samstundis greip hann hana í fang sér, lyfti henni upp eins og barni og hljóp af leið með hana inn í skóginn, þar sem hann var myrk- astur og þéttastur. Hann heyrði að hún stundi og kveink- aði sér, en gaf því ekki frekar gaum. Loks er þau komu í lítið rjóður, fleygði hann sér niður á mosaþembu og kast- aði mæðinni. Hún lá grafkyrr í faðmi hans og hallaði höfðinu að öxl- inni á honum;; það hafði liðið yfir hana. Hann greip visk af döggvotu grasi og lagði við enni hennar. Hugsað skírt gat hann ekki enn sem komið var, til þess var hann alltof undrandi og ringlaður. Þó var honum fullljóst að það var hvorki andi né vofa ,er hann hélt í örmum sér, heldur stúlka af holdi og blóði, — yndisleg mær, sem líktist Amie hinnifögru. Eftir stundarkorn opnaði hún augun og myndaði sig til að æpa á hjálp. En það sem hún sá, róaði hana auðsjáan- lega, því að ekkert hljóð kom yfir varir hennar. Hún starði aðeins þögul á fríða og drengilega karlmannsandlitið, sem beygði sig yfir hana; það var eitthvað í svip þess og augna- ráðinu, er minnti á lítinn, góðan dreng. „Hver eruð þér?“ spurði hún — og það var hin blíða, tæra rödd Amie frá Austurbæ, nema hvað stúlkan talaði ómengaða Osloamorsku. „Ég — ég — heiti Karl.“ Hann horfði á hana opnum aðdáunaraugum og í huga hans gerðist á þeirri stund eitt af kraftaverkum lífsins: Hún var ekki Amie, en draumurinn um hina löngu liðnu æskuást hans brann skyndilega upp í tærum loga mikillar fullnægingar og úr öskunni reis, eins og fuglinn Fönix, fagur og indæll veruleiki. Allar óskir hljóðnuðu, það slakn- aði á spenntum taugum, ró færðist yfir hann og allt var harla gott. En stúlkan starði á hann spyrjandi og honum varð ljóst, að hann yrði að gefa henni skíringu á atferli sínu. Hann 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.