Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 14
Flupaðurinn, sem fann hæsta foss jarðar Jimmy Angel /eitaði að gutti, en fann jbess 1 stað kæsta foss jarðar bak við risafjölt og frumskóga Venezueta Þegar Jimmy Angel flaug litlu Flamingo-flugvélinni sinni yfir eitt af stórfljótum Venezuela árið 1935, dreymdi hann ekki um, að nafn hans kæmist á landakortið á þeim sömu slóðum. Hann var flugmaður að at- vinnu og hafði flogið frá því í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann var, þegar hér var komið sögu, að leita að fljóti nokkru í hrikaleik fjalla og frumskóga, sem heitir Guayana-hálendi. I fai"vegi fljóts þessa hafði fundizt gull og það var einmitt gullið, sem Jimmy hafði í huga með ferð sinni yfir þetta hrika- lendi. Fyrir nokkrum árum hafði gamall, leyndardómsfullur gullgrafari, sem hét WiIIiamsson, fengið Jimmy til að fljúga með sig frá Panama til Vene- zuela og inn í landið til Ciudad Bolí- var við Orinoco-sléttuna, en hún er feiknarstórt grasivaxið láglendi með járnsteinsfjöllum á víð og dreif, sem létu áttavitann dansa og hoppa. Er sunnar kom flugu þeir yfir þyrp- ingu af risa-fjöllum, sem gnæfðu þús- undir metra yfir smaragðgrænan frumskóginn og földu fossandi elfur í djúpum gljúfrum. Að lokurn lentu þeir heilu og höldnu í stóru, grasi vöxnu rjóðri og gamli maðurinn gekk niður að fljótinu skammt frá. Eftir hálftíma koin hann aftur, — með tíu kíló af gulli í klumpum og molum. Af því að Jimmy var góður flugmaður komust þeir aftur á loft og náðu til Panama með gullið. Hann fékk fimm þúsund dollara fyrir þetta ævintýraflug. — Stuttu seinna dó Williamson. Jimmy sneri aftur til Venezuela. Hann reyndi að átta sig á afstöðunni með því að miða við Ciudad Bolívar, og flaug skimandi í allar áttir frá einu fjallinu til annars. En það kostaði bæði mikinn tíma og benzínið var dýrt. Hann lenti, setti upp tjald og ruddi braut til að komast á loft aftur í námunda við Auyán-Tepuí — Djöflafjall, en einhvers staðar ekki langt frá því var takmark hans. Auyán-Tepuí er risastórt að um- rnáli. Að ofan er það flatt, — 650 fer- kílómetrar, og upp úr flatneskjunni gnæfa einstaka tindar allt að þrjú þús- und metra yfir sjávarmál. I norður- kanti fjallsins var v-laga gljúfur, sem vötn og veður höfðu sargað í ára- milljónir. Þetta gljúfur vakti forvitni Jimmys. Hann hafði fundið einstaka gullmola og demanta, en ekkert í sam- anburði við þau ógrynni, sem William- son fann á nokkrum mínútum. Ef til vill mundi hann aldrei finna gullelfuna aftur, en það gátu verið aðrar slíkar og þetta gljúfur var freistandi. Hann stýrði þessvegna flugvél sinni inn milli blárra klettaveggjanna. Hann grunaði það sízt, að hann væri í þann veginn að gera nafn sitt ódauðlegt. Hátt til hægri rann á fram af bjarginu og steyptist niður í frumskóginn. Ut úr helli hærra uppi í fjallinu spratt ann- að vatnsfall. Svo sá hann annað slíkt þar rétt hjá og þarnæst fjögur hlið við hlið. Og hinum megin í gljúfrinu voru ennþá fleiri. Flugmaðurinn gafst fljót- lega upp á því að telja fossana, því þessi súlnaröð náði kílómeter eftir kílómeter. Jimmy beygði fyrir klettahöfða, sem skagaði inn í þetta risagljúfur. Stórfengleg sýn blasti við honum. Lóð- rétt niður úr skýjunum steyptist stórt fljót með hávaða, sem yfirgnæfði al- gjörlega drunurnar frá flugvélinni. Hann teygði sig niður og sá hvíta súl- una hverfa í ský af úða niður í frum- skóginum í botni gljúfursins með ó- hugnanlega þungum gný. Hann lækk- aði flugið niður undir trjátoppana og reiknaði lauslega hversu breiður foss- inn væri. Það mundi vera fyllilega 150 metrar. Hann hækkaði aftur flugið og reyndi að mæla hæðina með hæðar- mæli flugvélarinnar. Einhvers staðar milli átta hundruð og fimmtán hundr- uð metrar samkvæmt mælinum, reikn- aði hann út. Jafnvel þó að hæðin væri átta hundruð metrar, væri það hærra en nokkur annar foss í heiminum. Ut frá skólalærdómi sínum gizkaði Jimmy Angel á, að þetta mundi vera órannsakað svæði, og hann hafði rétt fyrir sér í því. Þegar leiðangur land- könnuða komst þangað Ioksins árið 1949, var hið stórfenglega náttúrufyr- irbrigði mælt. Hann er nú kalaður Angel-foss og reyndist hann vera níu hundruð og áttatíu metrar á hæð — tuttugu sinnum hærri en Niagara-foss- arnir og meira en þrisvar sinnum hærri en Eiffelturninn. Fyrst fellur fossinn lóðrétt átta hundruð og átta metra. Síðan lendir vatnssúlan á kletti og fellur þaðan eitt hundrað sjötíu og tvo metra. I margar aldir höfðu hugdjarfir menn reynt að rannsaka þessi land- svæði, þar sem maður getur séð fljót eitt falla í tvær áttir, samkvæmt kort- inu. Árið 1800 fór von Humbolt bar- ón upp Orinoco-rljótið, sem fellur í Karabíska hafið. Hann fylgdi fljótinu, þangað til það skiptist og helmingur þess rennur út í Amasónfljót. Maður nokkur að nafni Robert Schombruck komst seinna upp á Roarimafjallið og fann þar frumskóg með gróðurlífi, sem var eldri og öðru- vísi en allt, sem vísindin þekktu þá. Þegar Conan Doyle skrifaði skáld- sögu sína um þess konar landafundi í 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.