Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 8
fisk fyrir Suðurlandamarkað. Hann kenndi útvegsmönnum að gufubræða lýsi og kom á margs konar vöruvönd- un. F-yrstu kau'pfélögin stofnuð. Kaupfélag Þingeyinga var stofnað veturinn 1881—82. Það er elzt slíkra fyrirtækja á landi hér. Stofnun þess markar tímamót í verzlunarsögu landsmanna. A næstu árum voru stofnsett kaupfélög víða um landið, eftir fordæmi Þingeyinganna. Því for- dæmi fylgdu íslenzkir samvinnumenn næsta aldarfjórðung. Félagsmenn gerðu fyrirfram ýtarlega áætlun um vöruþörf og afhentu deildarstjóra. Hann kom pöntuninni á framfæri við kaupfélagsstjórnina, sem lagði pant- anirnar saman og pantaði samkvæmt því vöruforða frá útlöndum. Á móti lofuðu menn tilteknu magni af inn- lendum afurðum. Allar hugsanlegar skorður voru reistar gegn skuldasöfn- un og samábyrgð innleidd í félögun- urn. Það er mikill misskilningur, sem oft hefur heyrzt, að forgöngumenn þess- ara samtaka hafi verið blásnauðir vesalingar. Því var öfugt farið. For- ystumennirnir voru allir efnahagslega sjálfstæðir og margir gildir bændur. Leiðir það af sjálfu sér, að bláfátækir og umkomulitlir menn hefðu aldrei getað komið á fót og starfrækt ára- tugum saman öflugasta viðskiptafyr- irtækið, sem þjóðin hefur eignazt. Að undanteknum þeim séra Bene- dikt Kristjánssyni, Páli Briem og Skúla Thoroddsen voru forgöngu- menn samtakanna allir bændur. Bændastéttin átti fjölmarga vel menntaða forystuinenn í hvers kon- ar umbótamálum um þessar mundir. Brautryðjendurnir í Þingeyjarsýslu komu sér upp ágætu félagsmálabóka- safni undir forystu Benedikts Jóns- sonar á Auðnum. Víðtæk kynni af umbótahreyfingum og menningu í öðrum löndum gerði frumherjunum kleift að koma á fót gegnhugsuðu skipulagi í viðskiptamálum, sem tryggði viðskiptamönnum sannvirði. Ski-pulag Hailgríms Kristinssonar. Árið 1906 tók Hallgrímur Kristins- son upp nýtt skipulag að enskri fyr- irmynd í Kaupfélagi Eyfirðinga. Það skipulag var síðan tekið upp í öllum kaupfélögum landsins. Sökum þess, að ýmsar aðstæður höfðu breytzt, hentaði það nú betur. Tekið var upp dagverð kaupmanna og opin búð, en tekjuafgangi skilað aftur í hlutfalli við viðskipti. Skipulag frumherjanna hentaði aftur á móti betur eins og á stóð á þeim tíma. Á fyrstu árum kaupfélaganna og þar til Hallgrímur Kristinsson byrj- aði að kaupa og selja vörur félaganna, var aðalumboðsmaður þeirra erlendis L. Zöllner í Newcastle. Reyndist Zöllner mjög vel í þeim viðskiptum. Seldi hann og keypti vörur fyrir félög- in og útvegaði þeim aðgang að er- lendu fjármagni, meðan þau höfðu ekki sjálf eigið veltufé. Þegar ljós var árangurinn af bar- áttunni við smásalana, var enn óleyst heildsöluvandamálið. Zöllner var að vísu góður, en ekki til frambúðar. Stofnun Sambands fyrir kaupfélögin. Árið 1895 mynduðu nokkrir sam- vinnubændur undir forystu Péturs Jónssonar á Gautlöndum fyrra Sam- bandið. Farið var af stað með útgáfu á tímariti um samvinnumál. I því birtust vakningargreinar um sam- vinnumálefni og margvíslegur fróð- leikur eftir ýmsa merkismenn. En fyrra Sambandið féll niður. Sam- vinnumenn létu þó ekki hugfallast. Átökin við heildsalana voru undirbú- in með nýrri Sambandsstofnun árið 1901. Markmiðið var að greiða fyrir útflutningi sauðfjár. Næsti áfangi var stofnfundur Sambandsins að Yztafelli árið eftir. Bankar, símasamband og skipastóll. Lánsfjárvandamálið var leyst að nokkru leyti með stofnun Lands- banka Islands árið 1885. Ekki nægði það samt til þess að gera stórbreyt- ingu á íslenzkum verzlunarháttum á skömmum tíma. Stofnun Islands- banka árið 1902 hafði hér miklu meiri þýðingu. Islandsbanki var hlutabanki og hlutaféð að mestu erlent. Fékk bankinn um hríð nær því einkarétt til seðlaútgáfu og stóran hluta af sparifé landsmanna. I skjóli þessa erlenda fjármagns og með aukinni umsetmngu og gróða, sem fylgdi auknum sjávar- útvegi, varð til á fáum árum fjölmenn íslenzk verzlunarstétt. Stórkostlega þýðingu hafði hér, að árið 1906 var lagður ritsími yfir Atlantzhafið og símkerfið innanlands aukið og bætt. Islenzk verzlunarstétt átti marga ágæta fulltrúa á þessum árum, sem brutu upp á ýmsum nýjungum. Má þar nefna Þorlák Johnson kaupmann í Reykjavík, sem fyrstur manna tók upp gluggasýningar, átti hugmynd að ýmsum smekklegum nýjungum. Ás- geir Sigurðsson, sem rak verzlunina Edinborg, tók fyrstur manna upp staðgreiðslu. Jafnframt aukinni verzlun fóru siglingar vaxandi. Eftir aldamótin gætti hér þriggja skipaeigenda, sem höfðu skip í förum. Það voru Thor E. Tulinius, Sameinaða danska gufu- Islendingar eiga nú vel menntaða verzlunarstétt og rúmgóðar búðir, þar sem vörunum er komiö fyrir af smekkvisi. 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.